Keppa með símann í bílnum og "tvíta" þegar 40 hringir eru eftir Birgir Þór Harðarson skrifar 29. febrúar 2012 08:00 Þeir virðast alveg vera með þetta ökumennirnir í NASCAR mótaröðinni í Bandaríkjunum því þeir tvíta í miðjum kappakstri eins og ekkert sé eðlilegra. Í Daytona 500 kappakstrinum sem fram fór í fyrrinótt varð nefninlega slys og síðustu 40 hringjunum var frestað í tæpa tvo tíma. Á meðan keppninni er frestað mega liðin ekki snerta bílana og er þeim einfaldlega lagt þar sem þeir eru þegar rauðu flöggunum er veifað. Í hléinu varð Brad Keselowski hins vegar fyrsti ökumaðurinn í sögu kappaksturs til að tvíta í miðjum kappakstri. Fyrsta tvítið var á þessa leið: "Fire!" Það var því lítið annað fyrir ökumennina að gera en að taka fram símana sína, setja á sig derhúfuna og byrja að tvíta. Keselowski (@keselowski) var einn þeirra og tóku lýsendur keppninnar eftir því að Brad sendi mynd af slysinu á Twitter úr bílnum sínum um leið og hann hafði stöðvast. Keselowski tvítaði því í beinni útsendingu í sjónvarpinu og stærti sig af því, rétt áður en keppnin fór aftur af stað, að hafa eignast 100.000 nýja "followers" í hléinu. Hann auglýsti það líka að hann hafði aðeins eitt 40% af rafhleðslunni í símanum sínum á meðan hléinu stóð. Myndbandið sem fylgir hér að ofan er svo af mest spennandi keppninni á Daytona strönd í gærkvöldi: Dale Earnhard Jr. og Brad Keselowski kepptust um að komast fyrst á klósettið. Tengdar fréttirNASCAR tímabilið hefst með hvelli með Daytona 500 Formúla Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Þeir virðast alveg vera með þetta ökumennirnir í NASCAR mótaröðinni í Bandaríkjunum því þeir tvíta í miðjum kappakstri eins og ekkert sé eðlilegra. Í Daytona 500 kappakstrinum sem fram fór í fyrrinótt varð nefninlega slys og síðustu 40 hringjunum var frestað í tæpa tvo tíma. Á meðan keppninni er frestað mega liðin ekki snerta bílana og er þeim einfaldlega lagt þar sem þeir eru þegar rauðu flöggunum er veifað. Í hléinu varð Brad Keselowski hins vegar fyrsti ökumaðurinn í sögu kappaksturs til að tvíta í miðjum kappakstri. Fyrsta tvítið var á þessa leið: "Fire!" Það var því lítið annað fyrir ökumennina að gera en að taka fram símana sína, setja á sig derhúfuna og byrja að tvíta. Keselowski (@keselowski) var einn þeirra og tóku lýsendur keppninnar eftir því að Brad sendi mynd af slysinu á Twitter úr bílnum sínum um leið og hann hafði stöðvast. Keselowski tvítaði því í beinni útsendingu í sjónvarpinu og stærti sig af því, rétt áður en keppnin fór aftur af stað, að hafa eignast 100.000 nýja "followers" í hléinu. Hann auglýsti það líka að hann hafði aðeins eitt 40% af rafhleðslunni í símanum sínum á meðan hléinu stóð. Myndbandið sem fylgir hér að ofan er svo af mest spennandi keppninni á Daytona strönd í gærkvöldi: Dale Earnhard Jr. og Brad Keselowski kepptust um að komast fyrst á klósettið. Tengdar fréttirNASCAR tímabilið hefst með hvelli með Daytona 500
Formúla Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira