Stórkostlegt sigurmark Messi gegn Atletico Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. febrúar 2012 20:00 Dani Alves fagnaði marki sínu vel í kvöld. Nordic Photos / Getty Lionel Messi var hetja Barcelona í 2-1 útisigri á Atletico Madrid. Í stöðunni 1-1 benti fátt til þess að Börsungar tryggðu sér sigur. Þá tók Argentínumaðurinn snjalli til sinna ráða og skoraði glæsilegt mark úr aukaspyrnu. Átta mínútur lifðu leiks þegar Barcelona fékk aukaspyrnu á vítateigshorninu. Lionel Messi var fljótur að hugsa. Hann sá að Courtois, markvörður Atletico, var út við nærstöng að stilla upp vegg sínum. Messi skaut hnitmiðuðu skoti upp í markvinkilinn fjær, óverjandi fyrir Courtois. Stórkostlegt mark sem verðskuldaði að tryggja Börsungum stigin þrjú. Börsungar byrjuðu leikinn betur. Messi taldi sig hafa komið gestunum yfir snemma í fyrri hálfleik en því miður fyrir hann var dæmd á hann hendi. Líklega réttur dómur en fullstrangt var gula spjaldið sem fylgdi dóminum. Nokkrum mínútum fyrir leikhléið tættu gestirnir vörn heimamanna í sundur. Messi lagði boltann á Fabregas sem sendi fyrir markið frá vinstri á Brasilíumanninn Dani Alves sem skoraði af stuttu færi. Heimamenn sóttu í sig veðrið í síðari hálfleik og uppskáru fljótlega jöfnunarmark. Þar var á ferðinni Kólumbíumaðurinn Falcao með sitt 15. mark á leiktíðinni. Falcao, sem kom til Atletico frá Porto fyrir þessa leiktíð, er markahæstur „venjulegra leikmanna" á Spáni. Knattspyrnuguðirnir Ronaldo og Messi eru sem fyrr í sérflokki þegar kemur að markaskorun þar í landi, Ronaldo með 29 mörk og Messi 28. Það var svo Messi sjálfur sem tryggði Börsungum sigur með snilld úr eigin smiðju skömmu fyrir leikslok eins og áður var fjallað um. Juanfran, bakvörður Atletico, fékk reyndar dauðafæri til þess að jafna undir lokin en Victor Valdes, hinn vanmetni markvörður Börsunga, varði vel af stuttu færi. Barcelona er tíu stigum á eftir Real Madrid í toppbaráttunni. Ýmislegt þarf að gerast til þess að Börsungar verji titil sinn en hann hefði líkast til verið úr sögunni hefði liðið tapað stigum í Madríd í kvöld. Barcelona hefur átt erfitt uppdráttar á Vicente Calderon vellinum í Madrid undanfarin ár. Til að mynda er þetta eini völlurinn sem Pep Guardiola, stjóri Barcelona, hefur þurft að sætta sig við tap oftar en einu sinni. Staðan í spænsku deildinni. Spænski boltinn Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjá meira
Lionel Messi var hetja Barcelona í 2-1 útisigri á Atletico Madrid. Í stöðunni 1-1 benti fátt til þess að Börsungar tryggðu sér sigur. Þá tók Argentínumaðurinn snjalli til sinna ráða og skoraði glæsilegt mark úr aukaspyrnu. Átta mínútur lifðu leiks þegar Barcelona fékk aukaspyrnu á vítateigshorninu. Lionel Messi var fljótur að hugsa. Hann sá að Courtois, markvörður Atletico, var út við nærstöng að stilla upp vegg sínum. Messi skaut hnitmiðuðu skoti upp í markvinkilinn fjær, óverjandi fyrir Courtois. Stórkostlegt mark sem verðskuldaði að tryggja Börsungum stigin þrjú. Börsungar byrjuðu leikinn betur. Messi taldi sig hafa komið gestunum yfir snemma í fyrri hálfleik en því miður fyrir hann var dæmd á hann hendi. Líklega réttur dómur en fullstrangt var gula spjaldið sem fylgdi dóminum. Nokkrum mínútum fyrir leikhléið tættu gestirnir vörn heimamanna í sundur. Messi lagði boltann á Fabregas sem sendi fyrir markið frá vinstri á Brasilíumanninn Dani Alves sem skoraði af stuttu færi. Heimamenn sóttu í sig veðrið í síðari hálfleik og uppskáru fljótlega jöfnunarmark. Þar var á ferðinni Kólumbíumaðurinn Falcao með sitt 15. mark á leiktíðinni. Falcao, sem kom til Atletico frá Porto fyrir þessa leiktíð, er markahæstur „venjulegra leikmanna" á Spáni. Knattspyrnuguðirnir Ronaldo og Messi eru sem fyrr í sérflokki þegar kemur að markaskorun þar í landi, Ronaldo með 29 mörk og Messi 28. Það var svo Messi sjálfur sem tryggði Börsungum sigur með snilld úr eigin smiðju skömmu fyrir leikslok eins og áður var fjallað um. Juanfran, bakvörður Atletico, fékk reyndar dauðafæri til þess að jafna undir lokin en Victor Valdes, hinn vanmetni markvörður Börsunga, varði vel af stuttu færi. Barcelona er tíu stigum á eftir Real Madrid í toppbaráttunni. Ýmislegt þarf að gerast til þess að Börsungar verji titil sinn en hann hefði líkast til verið úr sögunni hefði liðið tapað stigum í Madríd í kvöld. Barcelona hefur átt erfitt uppdráttar á Vicente Calderon vellinum í Madrid undanfarin ár. Til að mynda er þetta eini völlurinn sem Pep Guardiola, stjóri Barcelona, hefur þurft að sætta sig við tap oftar en einu sinni. Staðan í spænsku deildinni.
Spænski boltinn Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjá meira