Segist hafa kynnt hugmyndir um minnkun bankakerfisins Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. mars 2012 10:49 Tryggvi Þór Herbertsson bar vitni í Landsdómi í dag. mynd/ gva. Tryggvi Þór Herbertsson, sem var efnahagsráðgjafi Geirs Haarde, var með víðtækar hugmyndir um sameiningar í bankakerfinu í ágúst 2008 til þess að minnka efnahagsreikning bankanna og draga úr kostnaði. Fyrir Landsdómi í dag sagðist Tryggvi hafa kynnt hugmyndirnar fyrir Geir Haarde, þáverandi forsætisráðherra, þá þegar. „Forsætisráðherra bað mig um að tala við alla bankastjórnendur og eigendur og reyna að festa hönd á hvernig hægt væri að minnka þetta kerfi," sagði Tryggvi í vitnastúku. Hann hafi því unnið hugmynd með fullri vitneskju og stuðningi ráðherrans. Sú hugmynd fól meðal annars í sér sameiningu Glitnis og Landsbankans. Öll norræn starfsemi myndi flytjast í FIH bankann, sem var í eigum Kaupþings, og það yrði reynt að selja eins mikið af eigum og hægt væri. „Jafnframt tillaga um að ríkið gæfi út evruskuldabréf og þessi bréf færð bönkunum. Í staðinn fengi ríkið öll íbúðabréf með afföllum og þau færð inn í Íbúðalánasjóð," sagði Tryggvi. Hann segist hafa rætt þessa hugmynd við fulltrúa allra bankanna. Fyrirstaða hafi verið á meðal aðaleiganda Glitnis og aðaleigandi Landsbankans vildi ekki fara þessa leið á þeim tíma. „Það hefur komið mér á óvart hvað menn hafa gert lítið úr þessari miklu viðleitni sem var af hendi forsætyisráðuneytisins til þess að sameinast um aðgerðir til þess að bankakerfið yrði sterkara, kostnaðarminna og hægara yrði um að selja eignir," sagði Tryggvi. Undir vissum kringumstæðum hefði verið hægt að minnka kerfið á þennan hátt að mati Tryggva. „Við trúðum því að þetta væri allavega tilboð sem væri þess virði að gera og við hefðum tæpast gert það nema við hefðum trúað því að þetta væri etitthvað sem hefði skilað árangri," sagði Tryggvi. Þessi orð Tryggva stangast á við framburð Þorsteins Más Baldvinssonar, stjórnarformanns Glitnis, og Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra Kaupþings, sem segja að forsætisráðuneytið hafi ekki haft frumkvæði að hugmyndum um að minnka bankakerfið. Landsdómur Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira
Tryggvi Þór Herbertsson, sem var efnahagsráðgjafi Geirs Haarde, var með víðtækar hugmyndir um sameiningar í bankakerfinu í ágúst 2008 til þess að minnka efnahagsreikning bankanna og draga úr kostnaði. Fyrir Landsdómi í dag sagðist Tryggvi hafa kynnt hugmyndirnar fyrir Geir Haarde, þáverandi forsætisráðherra, þá þegar. „Forsætisráðherra bað mig um að tala við alla bankastjórnendur og eigendur og reyna að festa hönd á hvernig hægt væri að minnka þetta kerfi," sagði Tryggvi í vitnastúku. Hann hafi því unnið hugmynd með fullri vitneskju og stuðningi ráðherrans. Sú hugmynd fól meðal annars í sér sameiningu Glitnis og Landsbankans. Öll norræn starfsemi myndi flytjast í FIH bankann, sem var í eigum Kaupþings, og það yrði reynt að selja eins mikið af eigum og hægt væri. „Jafnframt tillaga um að ríkið gæfi út evruskuldabréf og þessi bréf færð bönkunum. Í staðinn fengi ríkið öll íbúðabréf með afföllum og þau færð inn í Íbúðalánasjóð," sagði Tryggvi. Hann segist hafa rætt þessa hugmynd við fulltrúa allra bankanna. Fyrirstaða hafi verið á meðal aðaleiganda Glitnis og aðaleigandi Landsbankans vildi ekki fara þessa leið á þeim tíma. „Það hefur komið mér á óvart hvað menn hafa gert lítið úr þessari miklu viðleitni sem var af hendi forsætyisráðuneytisins til þess að sameinast um aðgerðir til þess að bankakerfið yrði sterkara, kostnaðarminna og hægara yrði um að selja eignir," sagði Tryggvi. Undir vissum kringumstæðum hefði verið hægt að minnka kerfið á þennan hátt að mati Tryggva. „Við trúðum því að þetta væri allavega tilboð sem væri þess virði að gera og við hefðum tæpast gert það nema við hefðum trúað því að þetta væri etitthvað sem hefði skilað árangri," sagði Tryggvi. Þessi orð Tryggva stangast á við framburð Þorsteins Más Baldvinssonar, stjórnarformanns Glitnis, og Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra Kaupþings, sem segja að forsætisráðuneytið hafi ekki haft frumkvæði að hugmyndum um að minnka bankakerfið.
Landsdómur Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira