Kaupþingsforstjóri skaut fast á seðlabankastjóra í rafmögnuðu lofti Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. mars 2012 19:30 Andrúmsloftið var rafmagnað þegar Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings gaf skýrslu fyrir Landsdómi í dag. Hann gagnrýndi starfsmenn seðlabankans fyrir dómi fyrir þversagnir í orðum og athöfnum. Hreiðar Már sagði fyrir dómi að það stæðist ekki að Seðlabankinn hafi í einu orðinu varað við hruni og vanda bankannna en samt lagt til að 800 milljónum evra af skattfé almennings yrði varið í kaup á 75 prósent hlutafjár í Glitni. Hreiðar var þar að vísa til Glitnishelgarinnar svokölluðu í Seðlabankanum þegar tilkynnt var í Seðlabankanum 29. september 2008 um kaup ríkisins á 75 prósent hlutafjár í Glitni fyrir 84 milljarða króna. Kaupin raungerðust aldrei því Alþingi setti neyðarlög 6. október sama ár og Glitnir skilaði starfsleyfi sínu á grundvelli þeirra. „Aftur var Seðlabankinn að valda okkkur vonbrigðum þegar hann ætlaði að vera lánveitandi til þrautavara í lok september 2008 þá tók hann að okkar viti gríðarlega ranga ákvörðun að kaupa hlutafé í Glitni fyrir 800 milljónir evra. Við erum búin að hlusta á þrjá seðlabankamenn lýsa því yfir að þeir hafi vitað hvað í stefndi. Af hverju tóku þeir þá ákvörðun um að eyða 800 milljónum evra af skattpeningum til að kaupa hlutafé í Glitni? Það fær ekki staðist í mínum huga," sagði Hreiðar Már fyrir Landsdómi.Pólitík réð ferðinni Hreiðar Már gagnrýndi líka framgang Seðlabankans í embættistíð Davíðs Oddssonar fyrir að hafa látið pólitík ráða ferðinni í stefnumótun. „Það olli okkur gríðarlegum vonbrigðum þegar við ætluðum að breyta um uppgjörsmynt og ætluðum að gera upp í evrum, þegar Seðlabanki Íslands kom í veg fyrir það. Það voru mikil vonbrigði fyrir okkur. (...) Vandamálið er þegar þú ert með gjaldmiðil sem sveiflast jafn mikið og íslenska krónan þá er gríðarlega erfitt að útskýra fyrir fjárfestum (...) og öðrum hvað er raunverulega að gerast. (...) Ég tel að þetta hafi verið röng ákvörðun hjá Seðlabanka Íslands að hafna Kaupþingi að gera upp í evrum," sagði Hreiðar Már.Allir vilja NIBC-vísuna kveðið hafa Þá var Hreiðar Már spurður um aðkomu stjórnvalda að kaupunum á hollenska bankanum NIBC. Jónas Fr. Jónsson fyrrverandi forstjóri FME sagði fyrr í dag að þrír væru nú búnir að reyna að eigna sér heiðurinn af því að fallið var frá þeim kaupum. Jónas reyndi hins vegar ekki að eigna sér neinn heiður af þessu. Skýrslutaka yfir Hreiðari varpaði hins vegar ljósi á málið. Hreiðar Már sagðist fyrir dómi hafa rætt við Jónas Fr. um hans aðkomu að málinu. „Jónas Fr. ræddi við seljandann og gerði honum grein fyrir að það væri ekki sjálfgefið að FME myndi samþykkja kaupin," sagði Hreiðar Már. Óbeinn þrýstingur? „Já, kannski." Fram hefur komið að nokkrir starfsmenn embættis sérstaks saksóknara gerðu sér sérstaklega ferð í Landsdóm til að fylgjast með skýrslutöku yfir Hreiðari. Þeir yfirgáfu síðan salinn þegar skýrslutöku yfir honum var lokið. Hreiðar Már hefur verið ákærður fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik í Al-Thani málinu svokallaða og hefur réttarstöðu sakbornings í fleiri málum. Að lokinni skýrslutöku vildi Hreiðar Már ekkert segja við fjölmiðla. Þrátt fyrir mikinn ágang og ítrekaðar spurningar. Gunnar Steinn Pálsson almannatengill sótti Hreiðar Má á Land-Rover jeppa og þeir keyrðu á brott. Gunnar Steinn hefur verið Hreiðari Má innan handar með ímyndarmál og fleira og veitti honum t.d ráðgjöf fyrir Kastljóssviðtal sem hann mætti í árið 2009. thorbjorn@stod2.is Landsdómur Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Andrúmsloftið var rafmagnað þegar Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings gaf skýrslu fyrir Landsdómi í dag. Hann gagnrýndi starfsmenn seðlabankans fyrir dómi fyrir þversagnir í orðum og athöfnum. Hreiðar Már sagði fyrir dómi að það stæðist ekki að Seðlabankinn hafi í einu orðinu varað við hruni og vanda bankannna en samt lagt til að 800 milljónum evra af skattfé almennings yrði varið í kaup á 75 prósent hlutafjár í Glitni. Hreiðar var þar að vísa til Glitnishelgarinnar svokölluðu í Seðlabankanum þegar tilkynnt var í Seðlabankanum 29. september 2008 um kaup ríkisins á 75 prósent hlutafjár í Glitni fyrir 84 milljarða króna. Kaupin raungerðust aldrei því Alþingi setti neyðarlög 6. október sama ár og Glitnir skilaði starfsleyfi sínu á grundvelli þeirra. „Aftur var Seðlabankinn að valda okkkur vonbrigðum þegar hann ætlaði að vera lánveitandi til þrautavara í lok september 2008 þá tók hann að okkar viti gríðarlega ranga ákvörðun að kaupa hlutafé í Glitni fyrir 800 milljónir evra. Við erum búin að hlusta á þrjá seðlabankamenn lýsa því yfir að þeir hafi vitað hvað í stefndi. Af hverju tóku þeir þá ákvörðun um að eyða 800 milljónum evra af skattpeningum til að kaupa hlutafé í Glitni? Það fær ekki staðist í mínum huga," sagði Hreiðar Már fyrir Landsdómi.Pólitík réð ferðinni Hreiðar Már gagnrýndi líka framgang Seðlabankans í embættistíð Davíðs Oddssonar fyrir að hafa látið pólitík ráða ferðinni í stefnumótun. „Það olli okkur gríðarlegum vonbrigðum þegar við ætluðum að breyta um uppgjörsmynt og ætluðum að gera upp í evrum, þegar Seðlabanki Íslands kom í veg fyrir það. Það voru mikil vonbrigði fyrir okkur. (...) Vandamálið er þegar þú ert með gjaldmiðil sem sveiflast jafn mikið og íslenska krónan þá er gríðarlega erfitt að útskýra fyrir fjárfestum (...) og öðrum hvað er raunverulega að gerast. (...) Ég tel að þetta hafi verið röng ákvörðun hjá Seðlabanka Íslands að hafna Kaupþingi að gera upp í evrum," sagði Hreiðar Már.Allir vilja NIBC-vísuna kveðið hafa Þá var Hreiðar Már spurður um aðkomu stjórnvalda að kaupunum á hollenska bankanum NIBC. Jónas Fr. Jónsson fyrrverandi forstjóri FME sagði fyrr í dag að þrír væru nú búnir að reyna að eigna sér heiðurinn af því að fallið var frá þeim kaupum. Jónas reyndi hins vegar ekki að eigna sér neinn heiður af þessu. Skýrslutaka yfir Hreiðari varpaði hins vegar ljósi á málið. Hreiðar Már sagðist fyrir dómi hafa rætt við Jónas Fr. um hans aðkomu að málinu. „Jónas Fr. ræddi við seljandann og gerði honum grein fyrir að það væri ekki sjálfgefið að FME myndi samþykkja kaupin," sagði Hreiðar Már. Óbeinn þrýstingur? „Já, kannski." Fram hefur komið að nokkrir starfsmenn embættis sérstaks saksóknara gerðu sér sérstaklega ferð í Landsdóm til að fylgjast með skýrslutöku yfir Hreiðari. Þeir yfirgáfu síðan salinn þegar skýrslutöku yfir honum var lokið. Hreiðar Már hefur verið ákærður fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik í Al-Thani málinu svokallaða og hefur réttarstöðu sakbornings í fleiri málum. Að lokinni skýrslutöku vildi Hreiðar Már ekkert segja við fjölmiðla. Þrátt fyrir mikinn ágang og ítrekaðar spurningar. Gunnar Steinn Pálsson almannatengill sótti Hreiðar Má á Land-Rover jeppa og þeir keyrðu á brott. Gunnar Steinn hefur verið Hreiðari Má innan handar með ímyndarmál og fleira og veitti honum t.d ráðgjöf fyrir Kastljóssviðtal sem hann mætti í árið 2009. thorbjorn@stod2.is
Landsdómur Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira