Umfjöllun og viðtöl: HK - Haukar 20-26 Stefán Árni Pálsson í Digranesi skrifar 19. mars 2012 16:23 Haukar unnu öruggan sigur,26-20, á HK í Digranesinu í kvöld og eru því komnir í efsta sæti deildarinnar. Sigur gestanna var aldrei í hættu og voru þeir einfaldleika mikið betri aðilinn í leiknum. Heimir Óli Heimisson skoraði sex mörk fyrir Hauka og Aron Rafn Eðvarðsson varði 18 skot í markinu. Haukar byrjuðu leikinn miklu betur og voru gríðarlega ákveðnir. Lærisveinar Arons Kristjánssonar keyrði af miklum krafti í bakið á HK og refsuðu alltaf grimmilega. Fljótlega voru þeir komnir með sex marka forystu 10-4. Svipaður munur hélst á með liðunum út hálfleikinn og var staðan 14-9 þegar menn gengu til búningsherbergja. Heimamenn höfðu margt að ræða um í hálfleik og þurfti liðið að bæta leik sinn á öllum sviðum til að eiga möguleika þegar út í síðari hálfleikinn var komið. HK-ingar minnkuði strax muninn niður í þrjú mörk í upphafi síðari hálfleiksins og varð staðan allt í einu 15-12. Haukar tóku sig saman í andlitinu eftir þetta litla áhlaup HK og fóru aftur í gang. Gestirnir voru einfaldlega miklu betri aðilinn í leiknum í kvöld og náðu fljótlega aftur tókum á leiknum. Honum lauk með öruggum sigri Hauka, 26-20, sem fóru við það í efsta sæti deildarinnar með 27 stig. HK er enn með 23 stig og þeirra bíða tveir algjörir úrslitaleikir um laust sæti í úrslitakeppninni.Vilhelm: Það gekk ekkert upp hjá okkur í kvöld „Við spiluðum illa varnarlega, illa sóknarlega og keyrðum illa upp völlinn," sagði Vilhelm Gauti Bergsveinsson, leikmaður HK, eftir tapið í kvöld. „Markvarslan var síðan bara eftir varnarleiknum og það gekk fátt upp í kvöld." „Jákvæðasti punkturinn var kannski að við töpuðum bara með sex mörkum en ekki tólf eins og það stefndi í." „Það eru bara tveir rosalegir úrslitaleikir eftir fyrir okkur og við verðum bara að vinna þá báða til að komast í úrslitakeppnina." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Vilhelm hér að ofan.Aron: Stjórnuðum leiknum vel og gáfum fá færi á okkur „Ég er auðvita bara rosalega ánægður með sigurinn," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn í kvöld. „Vörnin var sterk allan leikinn sem og markvarslan. Við náðum að stjórna hraða leiksins vel og refsuðum nokkrum sinnum með hröðum sóknum." „Svona lengst af náðum við að spila flottan sóknarleik, fjölbreyttur og öflugur. Fengum góð mörk utan af velli og Heimir Óli var öflugur á línunni." Hægt er að sjá viðtalið við Aron með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
Haukar unnu öruggan sigur,26-20, á HK í Digranesinu í kvöld og eru því komnir í efsta sæti deildarinnar. Sigur gestanna var aldrei í hættu og voru þeir einfaldleika mikið betri aðilinn í leiknum. Heimir Óli Heimisson skoraði sex mörk fyrir Hauka og Aron Rafn Eðvarðsson varði 18 skot í markinu. Haukar byrjuðu leikinn miklu betur og voru gríðarlega ákveðnir. Lærisveinar Arons Kristjánssonar keyrði af miklum krafti í bakið á HK og refsuðu alltaf grimmilega. Fljótlega voru þeir komnir með sex marka forystu 10-4. Svipaður munur hélst á með liðunum út hálfleikinn og var staðan 14-9 þegar menn gengu til búningsherbergja. Heimamenn höfðu margt að ræða um í hálfleik og þurfti liðið að bæta leik sinn á öllum sviðum til að eiga möguleika þegar út í síðari hálfleikinn var komið. HK-ingar minnkuði strax muninn niður í þrjú mörk í upphafi síðari hálfleiksins og varð staðan allt í einu 15-12. Haukar tóku sig saman í andlitinu eftir þetta litla áhlaup HK og fóru aftur í gang. Gestirnir voru einfaldlega miklu betri aðilinn í leiknum í kvöld og náðu fljótlega aftur tókum á leiknum. Honum lauk með öruggum sigri Hauka, 26-20, sem fóru við það í efsta sæti deildarinnar með 27 stig. HK er enn með 23 stig og þeirra bíða tveir algjörir úrslitaleikir um laust sæti í úrslitakeppninni.Vilhelm: Það gekk ekkert upp hjá okkur í kvöld „Við spiluðum illa varnarlega, illa sóknarlega og keyrðum illa upp völlinn," sagði Vilhelm Gauti Bergsveinsson, leikmaður HK, eftir tapið í kvöld. „Markvarslan var síðan bara eftir varnarleiknum og það gekk fátt upp í kvöld." „Jákvæðasti punkturinn var kannski að við töpuðum bara með sex mörkum en ekki tólf eins og það stefndi í." „Það eru bara tveir rosalegir úrslitaleikir eftir fyrir okkur og við verðum bara að vinna þá báða til að komast í úrslitakeppnina." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Vilhelm hér að ofan.Aron: Stjórnuðum leiknum vel og gáfum fá færi á okkur „Ég er auðvita bara rosalega ánægður með sigurinn," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn í kvöld. „Vörnin var sterk allan leikinn sem og markvarslan. Við náðum að stjórna hraða leiksins vel og refsuðum nokkrum sinnum með hröðum sóknum." „Svona lengst af náðum við að spila flottan sóknarleik, fjölbreyttur og öflugur. Fengum góð mörk utan af velli og Heimir Óli var öflugur á línunni." Hægt er að sjá viðtalið við Aron með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn