Snæfell spillti sigurveislu Keflavíkur og tryggði sig inn í úrslitakeppnina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2012 20:59 Snæfellskonur eru komnar inn í úrslitakeppnina. Mynd/Baldur Beck Keflavíkurkonum tókst ekki að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Expreess deild kvenna í körfubolta í kvöld. Snæfellskonur mættu í Toyota-höllina í Keflavík, spilltu sigurveislu Keflavíkur og tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni með 61-59 sigri. Snæfell varð jafnframt fyrsta liðið til að vinna kvennalið Keflavíkur í Toyota-höllinni í vetur en Keflavíkurliðið var fyrir leikinn búið að vinna alla þrettán heimaleiki sína í deildinni. Hildur Sigurðardóttir var með 16 stig og 10 fráköst hjá Snæfell, Jordan Murphree skoraði 12 stig og tók 13 fráköst og Hildur Björk Kjartansdóttir skoraði 8 stig. Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 29 stig og tók 10 fráköst fyrir Keflavík en bandarísku leikmenn liðsins hitti úr aðeins 8 af 28 skotum sínum í leiknum. Keflavík fær eitt tækifæri enn til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn þegar liðið heimsækir KR í DHL-höllina á laugardaginn. Snæfell er öruggt með sæti í úrslitakeppninni þar sem að Haukar og KR geta ekki bæði náð liðinu að stigum. Keflavík skoraði sjö fyrstu stig leiksins og Snæfellsliðið komst ekki á blað fyrr en eftir þrjár og hálfa mínútu. Snæfell náði hinsvegar að jafna metin strax í 7-7 og var síðan einu stigi yfir eftir fyrsta leikhlutann, 12-11. Það var jafnt á flestum tölum í öðrum leikhlutanum og eftir hann var staðan 27-27. Pálína Gunnlaugsdóttir var búin að skora 14 stig fyrir Keflavík í fyrri hálfleiknum eða meira en helming stiga liðsins. Snæfell náði þriggja stiga forskoti í upphafi seinni hálfleiks en Keflavík var fljótt að jafna og leikurinn hélst áfram jafn. Keflavík var 36-34 yfir þegar Snæfell skoraði átta stig í röð og komst í 42-36. Snæfell var síðan með tveggja stiga forystu fyrir lokaleikhlutann, 42-40. Keflavíkurliðið var komið þremur stigum yfir eftir tvær mínútur í fjórða leikhlutanum, 48-45 og var með 53-49 forystu þegar leikhlutinn var hálfnaður. Sæfell skoraði þá átta stig í röð og komst í 57-53 þegar tvær og hálf mínúta var eftir. Keflavíkurkonur náðu ekki að brúa það bil á lokamínútunum og Snæfell fagnaði dýrmætum sigri.Keflavík-Snæfell 59-61 (11-12, 16-15, 13-15, 19-19)Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 29/10 fráköst, Eboni Monique Mangum 10/7 fráköst, Jaleesa Butler 8/15 fráköst/6 varin skot, Sara Rún Hinriksdóttir 4, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 4, Telma Lind Ásgeirsdóttir 2, Hrund Jóhannsdóttir 2/4 fráköst.Snæfell: Hildur Sigurdardottir 16/10 fráköst, Jordan Lee Murphree 12/13 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 11/8 fráköst, Kieraah Marlow 8/10 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8, Alda Leif Jónsdóttir 4, Rósa Indriðadóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Keflavíkurkonum tókst ekki að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Expreess deild kvenna í körfubolta í kvöld. Snæfellskonur mættu í Toyota-höllina í Keflavík, spilltu sigurveislu Keflavíkur og tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni með 61-59 sigri. Snæfell varð jafnframt fyrsta liðið til að vinna kvennalið Keflavíkur í Toyota-höllinni í vetur en Keflavíkurliðið var fyrir leikinn búið að vinna alla þrettán heimaleiki sína í deildinni. Hildur Sigurðardóttir var með 16 stig og 10 fráköst hjá Snæfell, Jordan Murphree skoraði 12 stig og tók 13 fráköst og Hildur Björk Kjartansdóttir skoraði 8 stig. Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 29 stig og tók 10 fráköst fyrir Keflavík en bandarísku leikmenn liðsins hitti úr aðeins 8 af 28 skotum sínum í leiknum. Keflavík fær eitt tækifæri enn til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn þegar liðið heimsækir KR í DHL-höllina á laugardaginn. Snæfell er öruggt með sæti í úrslitakeppninni þar sem að Haukar og KR geta ekki bæði náð liðinu að stigum. Keflavík skoraði sjö fyrstu stig leiksins og Snæfellsliðið komst ekki á blað fyrr en eftir þrjár og hálfa mínútu. Snæfell náði hinsvegar að jafna metin strax í 7-7 og var síðan einu stigi yfir eftir fyrsta leikhlutann, 12-11. Það var jafnt á flestum tölum í öðrum leikhlutanum og eftir hann var staðan 27-27. Pálína Gunnlaugsdóttir var búin að skora 14 stig fyrir Keflavík í fyrri hálfleiknum eða meira en helming stiga liðsins. Snæfell náði þriggja stiga forskoti í upphafi seinni hálfleiks en Keflavík var fljótt að jafna og leikurinn hélst áfram jafn. Keflavík var 36-34 yfir þegar Snæfell skoraði átta stig í röð og komst í 42-36. Snæfell var síðan með tveggja stiga forystu fyrir lokaleikhlutann, 42-40. Keflavíkurliðið var komið þremur stigum yfir eftir tvær mínútur í fjórða leikhlutanum, 48-45 og var með 53-49 forystu þegar leikhlutinn var hálfnaður. Sæfell skoraði þá átta stig í röð og komst í 57-53 þegar tvær og hálf mínúta var eftir. Keflavíkurkonur náðu ekki að brúa það bil á lokamínútunum og Snæfell fagnaði dýrmætum sigri.Keflavík-Snæfell 59-61 (11-12, 16-15, 13-15, 19-19)Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 29/10 fráköst, Eboni Monique Mangum 10/7 fráköst, Jaleesa Butler 8/15 fráköst/6 varin skot, Sara Rún Hinriksdóttir 4, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 4, Telma Lind Ásgeirsdóttir 2, Hrund Jóhannsdóttir 2/4 fráköst.Snæfell: Hildur Sigurdardottir 16/10 fráköst, Jordan Lee Murphree 12/13 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 11/8 fráköst, Kieraah Marlow 8/10 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8, Alda Leif Jónsdóttir 4, Rósa Indriðadóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira