Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Akureyri 26-18 | Aron Rafn í miklu stuði Stefán Árni Pálsson í Schenkerhöllinni á Ásvöllum skrifar 12. mars 2012 14:19 Fjögurra leikja sigurganga Akureyringa í N1 deild karla í handbolta endaði í kvöld þegar Haukar unnu átta marka sigur á Akureyri, 26-18, í Schenkerhöllinni á Ásvöllum. Haukar voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 10-7, en tóku síðan öll völd í seinni hálfleiknum þar sem náðu átta marka forskoti, 22-14, þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Aron Rafn Eðvarðsson átti enn einn stórleikinn í marki Hauka en hann varði alls 23 skot í kvöld eða 56 prósent skota sem komu á hann. Sveinn Þorgeirsson og Stefán Rafn Sigurmannsson voru markahæstir með sex mörk. Fyrri hálfleikur fór rólega af stað og voru liðin virkilega lengi í gang. Heimamenn í Haukum vorum aftur á móti alltaf einu skrefi á undan. Liðin léku gríðarlega harðann varnarleik og menn fengu heldur betur að finna fyrir því. Það sem skildi liðin að var í raun frammistaða Arons Rafns Eðvarðssonar í marki Haukar en hann fór gjörsamlega á kostum í hálfleiknum og varði 12 skot eða 67% allra skota sem komu á markið. Staðan var 10-7 í hálfleik og liðin þurftu í raun bæði að spýta í lófana fyrir seinnihálfleikinn. Akureyri minnkaði muninn í tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks, 11-9, en þá komu þrjú Haukamörk í röð og leikur norðanmanna hrundi endanlega. Haukar komust í 17-12 og 22-14. Haukarnir héldu síðan átta marka forskoti til leiksloka. Akureyringar fóru að skjóta illa á Aron í markinu og virtust hreinlega vera hræddir við þann hávaxna. Sóknarleikur Hauka fór vel í gang og náðu þeir að keyra hraðan upp með Frey Brynjarsson í broddi fylkinga. Haukar hafa verið í smá lægð eftir að liðið tryggði sér bikarmeistaratitilinn en þeirri lægð lauk í kvöld. Akureyringar þurfa að hugsa sinn gang eftir frammistöðuna í kvöld og skoða þá sérstaklega sóknarleik liðsins og skotnýtinguna. Aron Rafn: Ég gef landsliðssætið ekki svo létt frá mérMynd/Valli„Þetta var mjög þægilegur sigur gegn sterki liði Akureyri," sagði Aron Rafn Eðvarðsson, maður leiksins, eftir sigurinn í kvöld. „Ég man hreinlega ekki hvenær Akureyri tapaði síðast leik og því var þetta rosalega sterkur sigur." „Það var sérstaklega mikilvægt að vinna þennan leik eftir hreint hörmulega frammistöðu í síðustu umferð gegn Gróttu. Við urðum bara að sýna og sanna fyrir okkar áhorfendum hversu góðir við erum." „Það þarf engan stærðfræðing til að segja manni það að þegar lið spila góða vörn þá kemur markvarslan, ég var með frábæra vörn fyrir framan mig í kvöld." Hægt er að sjá viðtalið við Aron hér að ofan. Atli: Þessi frammistaða var til skammarMynd/Valli„Við vörum með ótrúlega mörg dauðafæri í þessum leik, ég hef sjaldan orðið vitni af öðru eins," sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, eftir ósigurinn í kvöld. „Síðan fór varnarleikur okkar að verða slakur í síðari hálfleiknum og við í raun komumst aldrei í takt við þennan leik." „Þetta er mjög grátlegt því liðið hefur verið að spila frábærlega að undanförnu og slæmt að fá svona skell eins og í kvöld.Frammistaðan í kvöld var fyrir neðan allar hellur. Menn voru síðan að svekkja sig mikið í seinni hálfleiknum og það fór að hafa áhrif á spilamennskuna hjá strákunum. Það hlutur sem við verðum að vinna í og drengirnir verða hreinlega að fjarlægja slíkan hugsunarhátt." „Ef menn misnota færi þá verða þeir að bæta það upp í næstu sókn, ekki missa hausinn og þar með einbeitinguna. Það eru þrír úrslitaleikir eftir hjá okkur og við verðum að líta þannig á hlutina," sagðin Atli að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira
Fjögurra leikja sigurganga Akureyringa í N1 deild karla í handbolta endaði í kvöld þegar Haukar unnu átta marka sigur á Akureyri, 26-18, í Schenkerhöllinni á Ásvöllum. Haukar voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 10-7, en tóku síðan öll völd í seinni hálfleiknum þar sem náðu átta marka forskoti, 22-14, þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Aron Rafn Eðvarðsson átti enn einn stórleikinn í marki Hauka en hann varði alls 23 skot í kvöld eða 56 prósent skota sem komu á hann. Sveinn Þorgeirsson og Stefán Rafn Sigurmannsson voru markahæstir með sex mörk. Fyrri hálfleikur fór rólega af stað og voru liðin virkilega lengi í gang. Heimamenn í Haukum vorum aftur á móti alltaf einu skrefi á undan. Liðin léku gríðarlega harðann varnarleik og menn fengu heldur betur að finna fyrir því. Það sem skildi liðin að var í raun frammistaða Arons Rafns Eðvarðssonar í marki Haukar en hann fór gjörsamlega á kostum í hálfleiknum og varði 12 skot eða 67% allra skota sem komu á markið. Staðan var 10-7 í hálfleik og liðin þurftu í raun bæði að spýta í lófana fyrir seinnihálfleikinn. Akureyri minnkaði muninn í tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks, 11-9, en þá komu þrjú Haukamörk í röð og leikur norðanmanna hrundi endanlega. Haukar komust í 17-12 og 22-14. Haukarnir héldu síðan átta marka forskoti til leiksloka. Akureyringar fóru að skjóta illa á Aron í markinu og virtust hreinlega vera hræddir við þann hávaxna. Sóknarleikur Hauka fór vel í gang og náðu þeir að keyra hraðan upp með Frey Brynjarsson í broddi fylkinga. Haukar hafa verið í smá lægð eftir að liðið tryggði sér bikarmeistaratitilinn en þeirri lægð lauk í kvöld. Akureyringar þurfa að hugsa sinn gang eftir frammistöðuna í kvöld og skoða þá sérstaklega sóknarleik liðsins og skotnýtinguna. Aron Rafn: Ég gef landsliðssætið ekki svo létt frá mérMynd/Valli„Þetta var mjög þægilegur sigur gegn sterki liði Akureyri," sagði Aron Rafn Eðvarðsson, maður leiksins, eftir sigurinn í kvöld. „Ég man hreinlega ekki hvenær Akureyri tapaði síðast leik og því var þetta rosalega sterkur sigur." „Það var sérstaklega mikilvægt að vinna þennan leik eftir hreint hörmulega frammistöðu í síðustu umferð gegn Gróttu. Við urðum bara að sýna og sanna fyrir okkar áhorfendum hversu góðir við erum." „Það þarf engan stærðfræðing til að segja manni það að þegar lið spila góða vörn þá kemur markvarslan, ég var með frábæra vörn fyrir framan mig í kvöld." Hægt er að sjá viðtalið við Aron hér að ofan. Atli: Þessi frammistaða var til skammarMynd/Valli„Við vörum með ótrúlega mörg dauðafæri í þessum leik, ég hef sjaldan orðið vitni af öðru eins," sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, eftir ósigurinn í kvöld. „Síðan fór varnarleikur okkar að verða slakur í síðari hálfleiknum og við í raun komumst aldrei í takt við þennan leik." „Þetta er mjög grátlegt því liðið hefur verið að spila frábærlega að undanförnu og slæmt að fá svona skell eins og í kvöld.Frammistaðan í kvöld var fyrir neðan allar hellur. Menn voru síðan að svekkja sig mikið í seinni hálfleiknum og það fór að hafa áhrif á spilamennskuna hjá strákunum. Það hlutur sem við verðum að vinna í og drengirnir verða hreinlega að fjarlægja slíkan hugsunarhátt." „Ef menn misnota færi þá verða þeir að bæta það upp í næstu sókn, ekki missa hausinn og þar með einbeitinguna. Það eru þrír úrslitaleikir eftir hjá okkur og við verðum að líta þannig á hlutina," sagðin Atli að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira