Halldór teiknar Landsdóm 10. mars 2012 21:00 Bók í smíðum? Það er engu líkara en að Geir sé að vinna að bók um málaferlin, sem eigi að koma út á næstu vikum. Svo mikið og hratt handskrifar hjá sér á meðan á öllu stendur. Fyrsta vika réttarhaldanna fyrir Landsdómi hefur runnið sitt skeið. Ólíkt því sem sumir höfðu vonað er þetta engin skemmtidagskrá - í sem stystu máli má segja að þarna hópist miðaldra fólk og ræði efnahagsmál klukkustundum saman. Þetta á heldur ekki að vera skemmtilegt. Það er jú verið að sækja mann til saka. Engu að síður er jafnan þéttsetið í salnum. Fjölmiðlar senda heilu teymin svo að ekkert fari nú forgörðum þegar menn tapa óhjákvæmilega athyglinni í örskotsstund. Næst Geir situr hans nánasta fjölskylda og missir ekki af neinu. Víðar um salinn má sjá fólk sem augljóslega er komið til að styðja sakborninginn; fyrrverandi aðstoðarmenn hans hlusta, taka glósur og prjóna, gamlir framkvæmdastjórar Sjálfstæðisflokksins koma og fara og annar þeirra hristir hausinn þegar talið berst að Landsbankanum. Hann sat einmitt í bankaráðinu. Fyrrverandi aðstoðarkona Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur er meðal þaulsætnustu gesta og spjallar við Geir í flestum kaffipásum. En þarna eru líka fleiri - laganemar í hrönnum, listamenn og hin og þessi þekkt andlit úr stéttum fræðimanna, útvarpsmanna og vörubílstjóra sem hafa ekki legið á skoðunum sínum frá hruni. Og þótt réttarhöldin séu ekki færð þjóðinni heim í stofu milliliðalaust blasir við að þeir sem setjast í vitnastólinn í miðjum salnum eru fullmeðvitaðir um að á þeim hvíla ótal augu og eyru og að orð þeirra - ef þeim tekst sérstaklega vel upp (nú, eða illa) - kunna að verða lengi á allra vörum. Að því leyti er þinghaldið býsna ólíkt því sem tíðkast í þröngum sölum héraðsdóms þar sem iðulega er verið að takast á um afmarkaðri mál en hrun heils efnahagskerfis. Í stað þess að ógæfuleg vitni tuldri hortugheit í barminn og fyrtist við spurningum setja bísperrt fínimennin í vitnastúku Landsdóms gjarnan á langar og hástemmdar einræður, sem snúast fyrst og fremst um að þau hafi haft rétt fyrir sér en aðrir sjaldnast. Það er nefnilega ýmislegt sem þarf að koma á framfæri við fólkið í landinu. Og var það ekki einmitt það sem við vildum? Kannski. Halldór Baldursson túlkar Landsdóm með sínu einstaka auga. Landsdómur Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira
Fyrsta vika réttarhaldanna fyrir Landsdómi hefur runnið sitt skeið. Ólíkt því sem sumir höfðu vonað er þetta engin skemmtidagskrá - í sem stystu máli má segja að þarna hópist miðaldra fólk og ræði efnahagsmál klukkustundum saman. Þetta á heldur ekki að vera skemmtilegt. Það er jú verið að sækja mann til saka. Engu að síður er jafnan þéttsetið í salnum. Fjölmiðlar senda heilu teymin svo að ekkert fari nú forgörðum þegar menn tapa óhjákvæmilega athyglinni í örskotsstund. Næst Geir situr hans nánasta fjölskylda og missir ekki af neinu. Víðar um salinn má sjá fólk sem augljóslega er komið til að styðja sakborninginn; fyrrverandi aðstoðarmenn hans hlusta, taka glósur og prjóna, gamlir framkvæmdastjórar Sjálfstæðisflokksins koma og fara og annar þeirra hristir hausinn þegar talið berst að Landsbankanum. Hann sat einmitt í bankaráðinu. Fyrrverandi aðstoðarkona Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur er meðal þaulsætnustu gesta og spjallar við Geir í flestum kaffipásum. En þarna eru líka fleiri - laganemar í hrönnum, listamenn og hin og þessi þekkt andlit úr stéttum fræðimanna, útvarpsmanna og vörubílstjóra sem hafa ekki legið á skoðunum sínum frá hruni. Og þótt réttarhöldin séu ekki færð þjóðinni heim í stofu milliliðalaust blasir við að þeir sem setjast í vitnastólinn í miðjum salnum eru fullmeðvitaðir um að á þeim hvíla ótal augu og eyru og að orð þeirra - ef þeim tekst sérstaklega vel upp (nú, eða illa) - kunna að verða lengi á allra vörum. Að því leyti er þinghaldið býsna ólíkt því sem tíðkast í þröngum sölum héraðsdóms þar sem iðulega er verið að takast á um afmarkaðri mál en hrun heils efnahagskerfis. Í stað þess að ógæfuleg vitni tuldri hortugheit í barminn og fyrtist við spurningum setja bísperrt fínimennin í vitnastúku Landsdóms gjarnan á langar og hástemmdar einræður, sem snúast fyrst og fremst um að þau hafi haft rétt fyrir sér en aðrir sjaldnast. Það er nefnilega ýmislegt sem þarf að koma á framfæri við fólkið í landinu. Og var það ekki einmitt það sem við vildum? Kannski. Halldór Baldursson túlkar Landsdóm með sínu einstaka auga.
Landsdómur Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira