Umfjöllun og viðtöl: Haukar - FH 18 - 20 Kristinn Páll Teitsson skrifar 30. mars 2012 19:00 Mynd/Valli FH tryggðu sér 2. sætið í N1-deild karla með naumum 2 marka sigri á nágrönnum sínum í Haukum, 20-18 í DB Schenken höllinni í kvöld. Nýkrýndir deildarmeistarar Hauka höfðu að litlu að keppa í kvöld, þeir tryggðu sér titilinn í síðustu umferð og með því heimavallaréttinn í úrslitakeppninni. FHingar þurftu hinsvegar að sigra til að vera öruggir með 2. sæti og heimaleikjarétt í undanúrslitaleik Íslandsmótsins. Heimamenn komu sterkari til leiks og tók það gestina 6 mínútur að skora fyrsta markið, við tók hinsvegar góður kafli hjá FH þar sem þeir náðu að jafna leikinn. Bæði lið áttu langa kafla í fyrri hálfleik þar sem ekkert gekk sóknarlega og var staðan 10-8 í hálfleik fyrir Haukum. Gestirnir komu tilbúnir í seinni hálfleik og voru fljótir að jafna leikinn í 10-10. Næstu mínútur skiptust liðin á eins marks forystu og var það allt fram að 57. mínútu þegar FH komust í 2 marka forystu, 18-20. Haukar náðu ekki að skora eftir þrátt fyrir að vera manni fleiri rúmlega mínútu og lauk leiknum með 2 marka sigri FH. Birkir Ívar Guðmundsson átti stórleik í liði Hauka með 22 skot en sóknarleikur þeirra gekk hægt, markahæstur var Gylfi Gylfason með 4 mörk. FH átti einnig á löngum köflum erfitt með að skora og dreifðust mörkin vel yfir liðið, alls skoruðu 10 leikmenn og voru Atli Rúnar Steinþórsson, Hjalti Þór Pálmason og Ari Magnús Þorgeirsson atkvæðamestir með 3 mörk hver. Einar: Allir leikir þessara liða líkt og úrslitaleikir„Þetta var týpískur FH-Hauka leikur, spenna fram á síðustu mínútu. Þeir leiddu lengst af en við sýndum flottan karakter með að klára þetta hérna undir lokin," sagði Einar Andri Einarsson, annar þjálfara FH eftir leikinn. „Það er alltaf allt gefið í þessa leiki, sama hvar liðin standa í deildinni eða hvort um sé að ræða Hafnarfjarðarmót að sumri til. Það er alltaf allt undir, allir leikir eru úrslitaleikir." „Við þurftum að tryggja okkur annað sætið og við lögðum mjög mikið upp með fyrir þennan leik. Við vorum full spenntir í byrjun fannst mér en eftir því sem leið á leikinn spiluðum við betur og betur. Það var bara tímaspursmál hvenær þetta mundi smella og ég hafði alltaf á tilfinninguni að þetta myndi koma hjá okkur." Framundan er úrslitakeppni deildarinnar og var Einar sáttur með að vera ekki á leiðinni í sumarfrí. „Við erum ánægðir með að vera komnir í keppnina, þótt við hefðum viljað fyrsta sætið en við erum allaveganna með. Núna hefst nýtt mót og þetta er skemmtilegasti tími ársins. Það er martröð handboltaþjálfarans að komast í sumarfrí á þessum tíma," sagði Einar. Aron: Spennustigið ekki það sama í dag„Það var svosem ekki mikið undir fyrir leik hjá okkur en við fórum í leikinn til að vinna og leggja okkur fram. Við hugsuðum einnig til að gefa reynsluminni leikmönnum tækifæri og þeir komu flott út," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka eftir leikinn. „Við þurfum að nýta svona leiki í undirbúning, við þurfum á öllum okkar mönnum í úrslitakeppninni og þetta gekk bara vel. Þetta var jafn leikur alveg fram í lokin þegar FH nýtir sér mistök okkar og klárar leikinn." Lítið var skorað og voru markmenn liðanna í aðalhlutverkum. „ Vörnin og markvarslan voru eins og við eigum að venjast, við höfum verið að vinna titlana okkar á þeim. Við hinsvegar gerðum hinsvegar mikið af mistökum í hraðaupphlaupum, tæknivillur og fleira sem gaf þeim hraðaupphlaup sem þeir svo nýttu, það kannski skyldi að liðin hérna í dag." „Spennustigið var ekki það sama í dag og vanalega í þessum leikjum, þetta hlýtur að vera einn rólegasti Hafnarfjarðarslagur sem ég hef tekið þátt í," sagði Aron. Baldvin: Þetta eru engin vinafélög„Þetta eru alltaf hörkuleikir, það er bara stíllinn á þessu. Þetta eru engin vinafélög og menn taka vel á því þegar þau mætast," sagði Baldvin Þorsteinsson, leikmaður FH eftir leikinn. „Það er hart barist en sanngjarnt, það er ekkert dirty. Menn taka hart á hvorum öðrum og það er allt í góðu með það." FH voru lengi í gang og gekk illa sóknarlega framanaf. „Þetta er að verða einhver tíska hjá okkur að byrja svona hægt. Þetta er eitthvað sem þarf að endurskoða yfir úrslitakeppnina, þetta er ekki nógu gott." Nú tekur við úrslitakeppnin fyrir ríkjandi Íslandsmeistara FH. „Við erum búnir að vera lið nr. 2 í vetur og það eru meiri væntingar á liðinu sem vinnur deildina en við ætlum okkur að verja titilinn okkar. Þetta var rosalega gaman í fyrra og við ætlum okkur að endurtaka það," sagði Baldvin. Birkir: Hefði frekar tekið sigurinn„Það var eitthvað skrýtið yfir þessu hérna í kvöld, bæði liðin voru búin að tryggja sig áfram og mér fannst þeir ekkert eitthvað rosalega ánægðir að vinna leikinn," sagði Birkir Ívar Guðmundsson, leikmaður Hauka eftir leikinn. „Það er alltaf súrt að tapa, sérstaklega gegn FH en aðalatriðið er að við erum núna að undirbúa okkur fyrir næsta mót og gátum gefið leikmönnum mínútur sem vantaði þær." „Þeir náðu að nýta sér róteringuna okkar í seinni hálfleik og náðu forystu sem við náðum ekki að jafna." Birkir fór á kostum í leiknum og varði 22 bolta en náði ekki að koma í veg fyrir tap. „Maður hefði frekar tekið sigurinn en auðvitað er gaman að spila vel, þegar maður er með yfir 20 bolta þá stóð maður sig vel," sagði Birkir eftir leikinn. Olís-deild karla Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
FH tryggðu sér 2. sætið í N1-deild karla með naumum 2 marka sigri á nágrönnum sínum í Haukum, 20-18 í DB Schenken höllinni í kvöld. Nýkrýndir deildarmeistarar Hauka höfðu að litlu að keppa í kvöld, þeir tryggðu sér titilinn í síðustu umferð og með því heimavallaréttinn í úrslitakeppninni. FHingar þurftu hinsvegar að sigra til að vera öruggir með 2. sæti og heimaleikjarétt í undanúrslitaleik Íslandsmótsins. Heimamenn komu sterkari til leiks og tók það gestina 6 mínútur að skora fyrsta markið, við tók hinsvegar góður kafli hjá FH þar sem þeir náðu að jafna leikinn. Bæði lið áttu langa kafla í fyrri hálfleik þar sem ekkert gekk sóknarlega og var staðan 10-8 í hálfleik fyrir Haukum. Gestirnir komu tilbúnir í seinni hálfleik og voru fljótir að jafna leikinn í 10-10. Næstu mínútur skiptust liðin á eins marks forystu og var það allt fram að 57. mínútu þegar FH komust í 2 marka forystu, 18-20. Haukar náðu ekki að skora eftir þrátt fyrir að vera manni fleiri rúmlega mínútu og lauk leiknum með 2 marka sigri FH. Birkir Ívar Guðmundsson átti stórleik í liði Hauka með 22 skot en sóknarleikur þeirra gekk hægt, markahæstur var Gylfi Gylfason með 4 mörk. FH átti einnig á löngum köflum erfitt með að skora og dreifðust mörkin vel yfir liðið, alls skoruðu 10 leikmenn og voru Atli Rúnar Steinþórsson, Hjalti Þór Pálmason og Ari Magnús Þorgeirsson atkvæðamestir með 3 mörk hver. Einar: Allir leikir þessara liða líkt og úrslitaleikir„Þetta var týpískur FH-Hauka leikur, spenna fram á síðustu mínútu. Þeir leiddu lengst af en við sýndum flottan karakter með að klára þetta hérna undir lokin," sagði Einar Andri Einarsson, annar þjálfara FH eftir leikinn. „Það er alltaf allt gefið í þessa leiki, sama hvar liðin standa í deildinni eða hvort um sé að ræða Hafnarfjarðarmót að sumri til. Það er alltaf allt undir, allir leikir eru úrslitaleikir." „Við þurftum að tryggja okkur annað sætið og við lögðum mjög mikið upp með fyrir þennan leik. Við vorum full spenntir í byrjun fannst mér en eftir því sem leið á leikinn spiluðum við betur og betur. Það var bara tímaspursmál hvenær þetta mundi smella og ég hafði alltaf á tilfinninguni að þetta myndi koma hjá okkur." Framundan er úrslitakeppni deildarinnar og var Einar sáttur með að vera ekki á leiðinni í sumarfrí. „Við erum ánægðir með að vera komnir í keppnina, þótt við hefðum viljað fyrsta sætið en við erum allaveganna með. Núna hefst nýtt mót og þetta er skemmtilegasti tími ársins. Það er martröð handboltaþjálfarans að komast í sumarfrí á þessum tíma," sagði Einar. Aron: Spennustigið ekki það sama í dag„Það var svosem ekki mikið undir fyrir leik hjá okkur en við fórum í leikinn til að vinna og leggja okkur fram. Við hugsuðum einnig til að gefa reynsluminni leikmönnum tækifæri og þeir komu flott út," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka eftir leikinn. „Við þurfum að nýta svona leiki í undirbúning, við þurfum á öllum okkar mönnum í úrslitakeppninni og þetta gekk bara vel. Þetta var jafn leikur alveg fram í lokin þegar FH nýtir sér mistök okkar og klárar leikinn." Lítið var skorað og voru markmenn liðanna í aðalhlutverkum. „ Vörnin og markvarslan voru eins og við eigum að venjast, við höfum verið að vinna titlana okkar á þeim. Við hinsvegar gerðum hinsvegar mikið af mistökum í hraðaupphlaupum, tæknivillur og fleira sem gaf þeim hraðaupphlaup sem þeir svo nýttu, það kannski skyldi að liðin hérna í dag." „Spennustigið var ekki það sama í dag og vanalega í þessum leikjum, þetta hlýtur að vera einn rólegasti Hafnarfjarðarslagur sem ég hef tekið þátt í," sagði Aron. Baldvin: Þetta eru engin vinafélög„Þetta eru alltaf hörkuleikir, það er bara stíllinn á þessu. Þetta eru engin vinafélög og menn taka vel á því þegar þau mætast," sagði Baldvin Þorsteinsson, leikmaður FH eftir leikinn. „Það er hart barist en sanngjarnt, það er ekkert dirty. Menn taka hart á hvorum öðrum og það er allt í góðu með það." FH voru lengi í gang og gekk illa sóknarlega framanaf. „Þetta er að verða einhver tíska hjá okkur að byrja svona hægt. Þetta er eitthvað sem þarf að endurskoða yfir úrslitakeppnina, þetta er ekki nógu gott." Nú tekur við úrslitakeppnin fyrir ríkjandi Íslandsmeistara FH. „Við erum búnir að vera lið nr. 2 í vetur og það eru meiri væntingar á liðinu sem vinnur deildina en við ætlum okkur að verja titilinn okkar. Þetta var rosalega gaman í fyrra og við ætlum okkur að endurtaka það," sagði Baldvin. Birkir: Hefði frekar tekið sigurinn„Það var eitthvað skrýtið yfir þessu hérna í kvöld, bæði liðin voru búin að tryggja sig áfram og mér fannst þeir ekkert eitthvað rosalega ánægðir að vinna leikinn," sagði Birkir Ívar Guðmundsson, leikmaður Hauka eftir leikinn. „Það er alltaf súrt að tapa, sérstaklega gegn FH en aðalatriðið er að við erum núna að undirbúa okkur fyrir næsta mót og gátum gefið leikmönnum mínútur sem vantaði þær." „Þeir náðu að nýta sér róteringuna okkar í seinni hálfleik og náðu forystu sem við náðum ekki að jafna." Birkir fór á kostum í leiknum og varði 22 bolta en náði ekki að koma í veg fyrir tap. „Maður hefði frekar tekið sigurinn en auðvitað er gaman að spila vel, þegar maður er með yfir 20 bolta þá stóð maður sig vel," sagði Birkir eftir leikinn.
Olís-deild karla Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn