Segist ekki hafa fallið fyrir aprílgabbi Smugunnar 1. apríl 2012 17:12 Ástþór er ásamt eiginkonu sinni í Kína. „Ég hljóp ekkert 1. apríl, það er bara ekki rétt," segir Ástþór Magnússon sem hringdi frá Kína þar sem hann skoðar brúðarkjóla þessa dagana en Vísir birti grein fyrr í dag þar sem sagt var frá því að Ástþór hefði fallið fyrir aprílgabbi Smugunnar sem greindi frá því að Páll Magnússon útvarpsstjóri hygðist bjóða sig fram til forseta. Ástþór segist alls ekki hafa fallið fyrri hrekknum því hann hafi sett þann fyrirvara í byrjun greinar sinnar að ef Páll tæki áskorun Smugunnar, eða eins og hann orðar það sjálfur: „Taki Páll Magnússon útvarpsstjóri áskorun Smugunnar að fara í forsetaframboð og setur Ástþór Magnússon yfir skipulagningu á kosningaútvarpi og sjónvarpi RÚV yrði það mikilvægt skref til að tryggja þjóðinni val á nýjum forseta í óhlutdrægu og lýðræðislegu ferli." „Þannig ég nýtti aprílgabbið til þess að koma sjónarmiðum mínum áleiðis," segir Ástþór sem býður sig nú fram til forseta í þriðja skiptið. Grein Ástþórs gengur út á meinta ólýðræðislega umfjöllun RÚV um forsetaframbjóðendur. Ástþór segir svo - án þess að hafa fallið fyrir gabbinu - að ef Páll færi í framboð þá gæti Ástþór nýtt krafta sína í að byggja upp fyrirmyndarumfjöllun um forsetaframbjóðendur og kosningarnar, þannig málefni frambjóðenda kæmust til skila. Það sem meira er, hann myndi draga framboð sitt til baka. „Annars skora ég á alla fréttastofu RÚV að fara í framboð, þetta er svo pólitískt fólk," bætir Ástþór við en Þóra Arnórsdóttir fréttakona hefur oft verið orðuð við framboð og hefur hún tekið sér frest til þess að íhuga stöðu sína í þetta embætti sem oft hefur verið litið á sem ópólitískt embætti, þó það hafi eitthvað breyst síðastliðin ár. Eins og fyrr segir, þá er Ástþór staddur í Kína ásamt konu sinni þar sem þau skoða brúðarkjóla fyrir fyrirtæki sem þau reka í Rússlandi. Von er á honum heim á næstu dögum. Forsetakosningar 2012 Tengdar fréttir Forsetaframbjóðandi hleypur 1. apríl - Páll ekki á leið í framboð Það eru eflaust einhverjir sem hafa hlaupið 1. apríl í dag, en einn þeirra er Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi, sem nú býður sig fram í þriðja skiptið til forseta. Þannig sendi hann pistil á alla fjölmiðla landsins fyrr í dag en ástæðan var frétt Smugunnar um að Páll Magnússon útvarpsstjóri hygðist bjóða sig fram til forseta. 1. apríl 2012 15:31 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
„Ég hljóp ekkert 1. apríl, það er bara ekki rétt," segir Ástþór Magnússon sem hringdi frá Kína þar sem hann skoðar brúðarkjóla þessa dagana en Vísir birti grein fyrr í dag þar sem sagt var frá því að Ástþór hefði fallið fyrir aprílgabbi Smugunnar sem greindi frá því að Páll Magnússon útvarpsstjóri hygðist bjóða sig fram til forseta. Ástþór segist alls ekki hafa fallið fyrri hrekknum því hann hafi sett þann fyrirvara í byrjun greinar sinnar að ef Páll tæki áskorun Smugunnar, eða eins og hann orðar það sjálfur: „Taki Páll Magnússon útvarpsstjóri áskorun Smugunnar að fara í forsetaframboð og setur Ástþór Magnússon yfir skipulagningu á kosningaútvarpi og sjónvarpi RÚV yrði það mikilvægt skref til að tryggja þjóðinni val á nýjum forseta í óhlutdrægu og lýðræðislegu ferli." „Þannig ég nýtti aprílgabbið til þess að koma sjónarmiðum mínum áleiðis," segir Ástþór sem býður sig nú fram til forseta í þriðja skiptið. Grein Ástþórs gengur út á meinta ólýðræðislega umfjöllun RÚV um forsetaframbjóðendur. Ástþór segir svo - án þess að hafa fallið fyrir gabbinu - að ef Páll færi í framboð þá gæti Ástþór nýtt krafta sína í að byggja upp fyrirmyndarumfjöllun um forsetaframbjóðendur og kosningarnar, þannig málefni frambjóðenda kæmust til skila. Það sem meira er, hann myndi draga framboð sitt til baka. „Annars skora ég á alla fréttastofu RÚV að fara í framboð, þetta er svo pólitískt fólk," bætir Ástþór við en Þóra Arnórsdóttir fréttakona hefur oft verið orðuð við framboð og hefur hún tekið sér frest til þess að íhuga stöðu sína í þetta embætti sem oft hefur verið litið á sem ópólitískt embætti, þó það hafi eitthvað breyst síðastliðin ár. Eins og fyrr segir, þá er Ástþór staddur í Kína ásamt konu sinni þar sem þau skoða brúðarkjóla fyrir fyrirtæki sem þau reka í Rússlandi. Von er á honum heim á næstu dögum.
Forsetakosningar 2012 Tengdar fréttir Forsetaframbjóðandi hleypur 1. apríl - Páll ekki á leið í framboð Það eru eflaust einhverjir sem hafa hlaupið 1. apríl í dag, en einn þeirra er Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi, sem nú býður sig fram í þriðja skiptið til forseta. Þannig sendi hann pistil á alla fjölmiðla landsins fyrr í dag en ástæðan var frétt Smugunnar um að Páll Magnússon útvarpsstjóri hygðist bjóða sig fram til forseta. 1. apríl 2012 15:31 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Forsetaframbjóðandi hleypur 1. apríl - Páll ekki á leið í framboð Það eru eflaust einhverjir sem hafa hlaupið 1. apríl í dag, en einn þeirra er Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi, sem nú býður sig fram í þriðja skiptið til forseta. Þannig sendi hann pistil á alla fjölmiðla landsins fyrr í dag en ástæðan var frétt Smugunnar um að Páll Magnússon útvarpsstjóri hygðist bjóða sig fram til forseta. 1. apríl 2012 15:31