Tíu búrhvalir í botni Steingrímsfjarðar Kristján Már Unnarsson skrifar 24. apríl 2012 17:14 Myndir af tíu búrhvölum náðust á innanverðum Steingrímsfirði í gær. Myndatökumaðurinn segist aldrei hafa séð annað eins og það hafi verið magnað að fylgja hvölunum eftir. Hvalasérfræðingur segir þessa hegðun búrhvala mjög óvenjulega. Hvalavaðan var nánast inni í botni Steingrímsfjarðar, vel fyrir innan Hólmavík og lengst af á móts við bæinn Bassastaði, að sögn Jóns Halldórssonar, landpósts á Hólmavík, sem tók myndir síðdegis í gær af hvölunum en myndband af þeim verður sýnt í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Jón sá hvalina fyrst úr landi í gærmorgun en fékk síðan kunningja sinn, Benedikt Pétursson, til að skutla sér á bát út á fjörðinn að loknum vinnudegi. Þeir sögðust strax vera vissir um að þetta væru búrhvalir og það staðfestir Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur Hafrannsóknarstofnunarinnar, eftir að hafa séð myndirnar. Jón segir að þeir hafi fylgt hvölunum eftir í um það bil klukkustund og kveðst aldrei fyrr hafa séð annað eins. Það hafi verið magnað að sjá þetta. Gísli Víkingsson segir mjög óvenjulegt að sjá búrhvali svo langt inni á firði enda haldi þeir sig yfirleitt langt úti á hafi og á djúpsævi. Gísli minnist þess þó að árið 1994 hafi 6-7 búrhvali rekið á land á Ströndum og þeir drepist og tveimur árum áður hafi svipaður atburður orðið á Langanesi. Gísli segir erfitt að skýra hvað valdi því að búrhvalir sjáist þarna á grunnsævi inni á firði. Þeir kafi dýpst allra spendýra, niður á allt að 2ja kílómetra dýpi og geti haldið niðri í sér andanum í eina og hálfa til tvær klukkustundir. Búrhvalir verða allt að átján metra langir. Dýr Kaldrananeshreppur Strandabyggð Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira
Myndir af tíu búrhvölum náðust á innanverðum Steingrímsfirði í gær. Myndatökumaðurinn segist aldrei hafa séð annað eins og það hafi verið magnað að fylgja hvölunum eftir. Hvalasérfræðingur segir þessa hegðun búrhvala mjög óvenjulega. Hvalavaðan var nánast inni í botni Steingrímsfjarðar, vel fyrir innan Hólmavík og lengst af á móts við bæinn Bassastaði, að sögn Jóns Halldórssonar, landpósts á Hólmavík, sem tók myndir síðdegis í gær af hvölunum en myndband af þeim verður sýnt í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Jón sá hvalina fyrst úr landi í gærmorgun en fékk síðan kunningja sinn, Benedikt Pétursson, til að skutla sér á bát út á fjörðinn að loknum vinnudegi. Þeir sögðust strax vera vissir um að þetta væru búrhvalir og það staðfestir Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur Hafrannsóknarstofnunarinnar, eftir að hafa séð myndirnar. Jón segir að þeir hafi fylgt hvölunum eftir í um það bil klukkustund og kveðst aldrei fyrr hafa séð annað eins. Það hafi verið magnað að sjá þetta. Gísli Víkingsson segir mjög óvenjulegt að sjá búrhvali svo langt inni á firði enda haldi þeir sig yfirleitt langt úti á hafi og á djúpsævi. Gísli minnist þess þó að árið 1994 hafi 6-7 búrhvali rekið á land á Ströndum og þeir drepist og tveimur árum áður hafi svipaður atburður orðið á Langanesi. Gísli segir erfitt að skýra hvað valdi því að búrhvalir sjáist þarna á grunnsævi inni á firði. Þeir kafi dýpst allra spendýra, niður á allt að 2ja kílómetra dýpi og geti haldið niðri í sér andanum í eina og hálfa til tvær klukkustundir. Búrhvalir verða allt að átján metra langir.
Dýr Kaldrananeshreppur Strandabyggð Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira