Spænski markvörðurinn Iker Casillas hjá Real Madrid er afar hrifinn af þjálfaranum sínum, José Mourinho, og vill verða eins og hann ef hann ákveður að fara út í þjálfun.
"Ef ég mætti velja að líkjast einum þjálfara þá myndi ég velja Mourinho ef ég á annað borð verð þjálfari," sagði Casillas sem á sér margar fyrirmyndir í knattspyrnuheiminum.
"Það væri gaman að hitta Pelé og Maradona sem og Beckenbauer. Það væri virkilega gaman að setjast niður með þeim og hlusta á sögurnar þeirra. Þessir menn hafa upplifað ýmislegt."
Casillas verður í eldlínunni með Real Madrid annað kvöld er liðið sækir Barcelona heim.
Casillas: Ég vil verða þjálfari eins og Mourinho
