Umfjöllun og viðtöl: HK - Haukar 21-18 | HK leiðir 2-0 Kristinn Páll Teitsson í Digranesi skrifar 20. apríl 2012 10:33 Haukamaðurinn Tjörvi Þorgeirsson sækir að marki HK í kvöld. Mynd/HAG HK eru komnir í afar vænlega stöðu í undanúrslitarimmu sinni við Hauka í N1-deild karla eftir 21-18 sigur í kvöld. Þeir eru 2-0 yfir í einvíginu en það þarf þrjá sigra til að komast í sjálfann úrslitaleikinn. HK unnu fyrsta leik sinn gegn Haukum í fyrsta leik liðanna á miðvikudaginn örugglega, 30-24. Þeir gátu því tekið stórt skref í átt að úrslitum í kvöld en um leið er staða Hauka orðin verulega slæm. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínútur leiksins þar til að Haukar hrukku í gang um miðbik hálfleiksins. Þeir náðu fjögurra marka forystu á 19. mínútu og tóku þá þjálfarar HK leikhlé. Það virtist skila sér í betri varnarleik því gestirnir úr Hafnafirði skoruðu ekki annað mark í hálfleiknum. Sóknarleikur HK lagaðist hins vegar ekki mikið en liðið náði þó að jafna metin áður en flautað var til hálfleiks. Staðan var þá 8-8. Haukar misstu þar að auki lykilmann af velli stuttu fyrir leikhlé þegar Gylfi Gylfason fékk sína þriðju brottvísun fyrir að fara með fótinn í boltann. Gríðarleg spenna var allan seinni hálfleikinn. Liðin skiptust á að vera í forystu allt fram að síðustu tíu mínútum leiksins. Þá stigu leikmenn HK upp og sigldu fram úr Haukum, líkt og þeir gerðu á Ásvöllum síðasta miðvikudag. Niðurstaðan var þriggja marka sigur sem fyrr segir. Haukar eru komnir í erfiða stöðu og þurfa að sýna á sér betri hlið ef liðið ætlar sér ekki í sumarfrí á mánudagskvöldið. Annan leikinn í röð láta þeir í minni pokann á lokasprettinum. HK-ingar mega hins vegar verið gríðarlega ánægðir enda spiluðu þeir vel í vörn á Ásvöllum en voru enn betri í kvöld. Rétt eins og þá átti markvörðurinn Björn Ingi Friðþjófsson stórleik. Ólafur Bjarki Ragnarsson átti góðan leik fyrir HK en hann skoraði sex mörk í leiknum. Hjá Haukum var Stefán Rafn Sigurmannsson markahæstur með fimm mörk. Kristinn: Erum ekki búnir að vinna neitt ennþá„Við erum 2-0 yfir og þurfum að vinna einn leik í viðbót og það verður hörkuspennandi leikur en við erum ekki búnir að vinna neitt ennþá," sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfara HK eftir leikinn. „Við erum búnir að eiga tvo frábæra leiki á móti Haukum núna og við þurfum að halda því áfram. Núna þurfum við að greina hvað var að í þessum leik og fara yfir það, við lentum í bullandi vandræðum með sóknarleikinn okkar í kvöld." Ekki var mikið skorað í þessum leik og áttu varnir og markmenn liðanna flottan leik. „Við vorum að spila frábæra vörn, það má laga slæmu hlutina úr þessum leik og hamra á þeim góðu og reyna með því að ná í þennan eina sigur í viðbót sem okkur vantar." „Við erum komnir í úrslitakeppnina, þetta eru tvö góð lið sem þekkja mjög vel inn á hvort annað og þá á handboltinn oft til að vera svolítið þungur. Þá verður maður að finna lausnir og reyna að nota þær - baráttan og samstaðan er það sem skiptir máli í þessu." „Það er mikið búið að gagnrýna markmennina okkar en við erum búnir að spila frábæra vörn og fá frábæra markvörslu í síðustu leikjum þannig ég hef fulla trú á varnarleiknum okkar," sagði Kristinn. Heimir: Ætla ekki í sumarfrí í næstu viku„Við erum búnir að mála okkur út í horn, við erum búnir að spila illa og ekki sem lið og núna þurfum við bara að rísa upp eins og lið og spila eins og menn," sagði Heimir Óli Heimisson, leikmaður Hauka eftir leikinn. „Vörnin og markvarslan var fín í dag, það er ekkert hægt að sakast út á það hér í dag. Sóknin er hinsvegar ekki að gera góða hluti, við verðum að rífa okkur upp á næstu tvemur dögum og koma fullir einbeitingar í næsta leik." „Einvígið er alls ekki búið, þetta snýst um liðsheildina hjá okkur. Við erum ekki liðsheild hér í dag og ekki í fyrsta leik og við þurfum einfaldlega að vinna okkur saman út úr þessu." „Að skora átján mörk er hrikalega lélegt í úrslitakeppni, við höfum alltaf verið að skora yfir tuttugu mörk í leik og við þurfum að fara að taka okkur á, allir saman." „Við erum ekki búnir að segja okkar síðasta, það þurfa allir að hugsa sinn gang og að skoða hver og einn hvað við getum gert betur. Ég ætla ekki í sumarfrí í næstu viku," sagði Heimir ákveðinn. Ólafur Bjarki: Megum ekki slaka á„Við erum þvílíkt sáttir að vera komnir í tvö núll hérna í Digranesinu gegn einu sterkasta liði landsins," sagði Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK eftir leikinn. „Bjössi stóð sig eins og hetja, það er búinn að vera mikill stígandi í markvörslunni hjá okkur og vörnin okkar var hrikalega flottur í kvöld. Sóknarleikurinn var slakur í byrjun en við héldum haus og þetta kom í lokin," HK eru komnir í 2-0 í einvíginu en það þarf þrjá sigra til að vinna einvígið. „Við ætlum okkur að reyna að klára þetta í næsta leik, við megum ekkert slaka á." „Ég hef aldrei farið í úrslitaleikinn með HK og við höfum aldrei orðið Íslandsmeistarar. Við erum staðráðnir í að komast í úrslitarimmuna og við gefum allt í næstu leiki og sjá hvert það skilar okkur," sagði Ólafur. Olís-deild karla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira
HK eru komnir í afar vænlega stöðu í undanúrslitarimmu sinni við Hauka í N1-deild karla eftir 21-18 sigur í kvöld. Þeir eru 2-0 yfir í einvíginu en það þarf þrjá sigra til að komast í sjálfann úrslitaleikinn. HK unnu fyrsta leik sinn gegn Haukum í fyrsta leik liðanna á miðvikudaginn örugglega, 30-24. Þeir gátu því tekið stórt skref í átt að úrslitum í kvöld en um leið er staða Hauka orðin verulega slæm. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínútur leiksins þar til að Haukar hrukku í gang um miðbik hálfleiksins. Þeir náðu fjögurra marka forystu á 19. mínútu og tóku þá þjálfarar HK leikhlé. Það virtist skila sér í betri varnarleik því gestirnir úr Hafnafirði skoruðu ekki annað mark í hálfleiknum. Sóknarleikur HK lagaðist hins vegar ekki mikið en liðið náði þó að jafna metin áður en flautað var til hálfleiks. Staðan var þá 8-8. Haukar misstu þar að auki lykilmann af velli stuttu fyrir leikhlé þegar Gylfi Gylfason fékk sína þriðju brottvísun fyrir að fara með fótinn í boltann. Gríðarleg spenna var allan seinni hálfleikinn. Liðin skiptust á að vera í forystu allt fram að síðustu tíu mínútum leiksins. Þá stigu leikmenn HK upp og sigldu fram úr Haukum, líkt og þeir gerðu á Ásvöllum síðasta miðvikudag. Niðurstaðan var þriggja marka sigur sem fyrr segir. Haukar eru komnir í erfiða stöðu og þurfa að sýna á sér betri hlið ef liðið ætlar sér ekki í sumarfrí á mánudagskvöldið. Annan leikinn í röð láta þeir í minni pokann á lokasprettinum. HK-ingar mega hins vegar verið gríðarlega ánægðir enda spiluðu þeir vel í vörn á Ásvöllum en voru enn betri í kvöld. Rétt eins og þá átti markvörðurinn Björn Ingi Friðþjófsson stórleik. Ólafur Bjarki Ragnarsson átti góðan leik fyrir HK en hann skoraði sex mörk í leiknum. Hjá Haukum var Stefán Rafn Sigurmannsson markahæstur með fimm mörk. Kristinn: Erum ekki búnir að vinna neitt ennþá„Við erum 2-0 yfir og þurfum að vinna einn leik í viðbót og það verður hörkuspennandi leikur en við erum ekki búnir að vinna neitt ennþá," sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfara HK eftir leikinn. „Við erum búnir að eiga tvo frábæra leiki á móti Haukum núna og við þurfum að halda því áfram. Núna þurfum við að greina hvað var að í þessum leik og fara yfir það, við lentum í bullandi vandræðum með sóknarleikinn okkar í kvöld." Ekki var mikið skorað í þessum leik og áttu varnir og markmenn liðanna flottan leik. „Við vorum að spila frábæra vörn, það má laga slæmu hlutina úr þessum leik og hamra á þeim góðu og reyna með því að ná í þennan eina sigur í viðbót sem okkur vantar." „Við erum komnir í úrslitakeppnina, þetta eru tvö góð lið sem þekkja mjög vel inn á hvort annað og þá á handboltinn oft til að vera svolítið þungur. Þá verður maður að finna lausnir og reyna að nota þær - baráttan og samstaðan er það sem skiptir máli í þessu." „Það er mikið búið að gagnrýna markmennina okkar en við erum búnir að spila frábæra vörn og fá frábæra markvörslu í síðustu leikjum þannig ég hef fulla trú á varnarleiknum okkar," sagði Kristinn. Heimir: Ætla ekki í sumarfrí í næstu viku„Við erum búnir að mála okkur út í horn, við erum búnir að spila illa og ekki sem lið og núna þurfum við bara að rísa upp eins og lið og spila eins og menn," sagði Heimir Óli Heimisson, leikmaður Hauka eftir leikinn. „Vörnin og markvarslan var fín í dag, það er ekkert hægt að sakast út á það hér í dag. Sóknin er hinsvegar ekki að gera góða hluti, við verðum að rífa okkur upp á næstu tvemur dögum og koma fullir einbeitingar í næsta leik." „Einvígið er alls ekki búið, þetta snýst um liðsheildina hjá okkur. Við erum ekki liðsheild hér í dag og ekki í fyrsta leik og við þurfum einfaldlega að vinna okkur saman út úr þessu." „Að skora átján mörk er hrikalega lélegt í úrslitakeppni, við höfum alltaf verið að skora yfir tuttugu mörk í leik og við þurfum að fara að taka okkur á, allir saman." „Við erum ekki búnir að segja okkar síðasta, það þurfa allir að hugsa sinn gang og að skoða hver og einn hvað við getum gert betur. Ég ætla ekki í sumarfrí í næstu viku," sagði Heimir ákveðinn. Ólafur Bjarki: Megum ekki slaka á„Við erum þvílíkt sáttir að vera komnir í tvö núll hérna í Digranesinu gegn einu sterkasta liði landsins," sagði Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK eftir leikinn. „Bjössi stóð sig eins og hetja, það er búinn að vera mikill stígandi í markvörslunni hjá okkur og vörnin okkar var hrikalega flottur í kvöld. Sóknarleikurinn var slakur í byrjun en við héldum haus og þetta kom í lokin," HK eru komnir í 2-0 í einvíginu en það þarf þrjá sigra til að vinna einvígið. „Við ætlum okkur að reyna að klára þetta í næsta leik, við megum ekkert slaka á." „Ég hef aldrei farið í úrslitaleikinn með HK og við höfum aldrei orðið Íslandsmeistarar. Við erum staðráðnir í að komast í úrslitarimmuna og við gefum allt í næstu leiki og sjá hvert það skilar okkur," sagði Ólafur.
Olís-deild karla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira