Ólafur Ragnar tekur forystu 25. maí 2012 06:18 Ólafur Ragnar Grímsson Stuðningur við áframhaldandi setu Ólafs Ragnars Grímssonar í embætti forseta hefur aukist verulega eftir að hann hóf kosningabaráttu sína í síðustu viku samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Stuðningur við Þóru Arnórsdóttur dalar á sama tíma. Aðrir frambjóðendur njóta lítils stuðnings. Umtalsverð breyting hefur orðið á stuðningi við frambjóðendur til embættis forseta Íslands á rúmum mánuði. Þetta sýnir niðurstaða skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi og fyrrakvöld. Alls sögðust 53,9 prósent þeirra sem afstöðu tóku til einhvers frambjóðenda myndu kjósa Ólaf Ragnar Grímsson, sitjandi forseta, ef gengið yrði til kosninga nú.Stuðningur við Ólaf hefur aukist verulega frá síðustu könnun Fréttablaðsins, sem gerð var dagana 11. og 12. apríl. Þá sögðust 46 prósent þeirra sem afstöðu tóku styðja Ólaf til áframhaldandi setu á Bessastöðum. Þóra Arnórsdóttir, sem mældist með svipað fylgi og Ólafur í síðustu könnun, mælist nú með stuðning 35,4 prósenta kjósenda. Stuðningur við framboð Þóru hefur dalað frá síðustu könnun, þegar hún naut stuðnings 46,5 prósenta kjósenda. Þegar stuðningur við frambjóðendur var kannaður í apríl hafði Ólafur Ragnar ekki hafið kosningabaráttu sína. Hún hófst með útvarpsviðtali á Sprengisandi á sunnudaginn fyrir viku, og hefur Ólafur verið áberandi í fjölmiðlum síðan. Minna hefur farið fyrir Þóru, sem eignaðist stúlku fyrir réttri viku. Tvö í sérflokkiÓlafur og Þóra virðast sem fyrr í sérflokki hvað varðar stuðning, og aðrir frambjóðendur standa þeim langt að baki. Um 5,3 prósent þeirra sem tóku afstöðu til einhvers frambjóðanda í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sögðust myndu kjósa Ara Trausta Guðmundsson yrði gengið til kosninga nú. Ari Trausti gaf kost á sér eftir að könnun Fréttablaðsins í apríl var gerð. Andrea J. Ólafsdóttir gaf einnig kost á sér eftir að könnunin í apríl var framkvæmd, en nýtur nú stuðnings um 2,7 prósenta samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Um 1,3 prósent þeirra sem afstöðu taka segjast myndu kjósa Herdísi Þorgeirsdóttur, en hún naut stuðnings 2,9 prósenta kjósenda samkvæmt könnuninni í apríl. Um 0,9 prósent styðja Ástþór Magnússon, sem naut stuðnings 1,5 prósenta í apríl. Enginn þeirra sem svöruðu spurningunni sagðist styðja Hannes Bjarnason, sem mældist með 0,4 prósenta fylgi í síðustu könnun. Jón Lárusson naut stuðnings 1,2 prósenta í könnun Fréttablaðsins í apríl, en hefur nú dregið sig í hlé. Á þeim mánuði sem liðinn er frá síðustu könnun Fréttablaðsins hefur þeim fækkað verulega sem segjast ekki búnir að ákveða hvern þeir myndu kjósa. Í apríl sögðust um 22,1 prósent ekki hafa gert upp hug sinn, en nú er hlutfallið 14,2 prósent. Framboðsfrestur rennur út í dag og því orðið skýrt hvaða kostir verða í boði. Þá styttist í kosningar, sem fara munu fram laugardaginn 30. júní. Þegar afstaða þeirra sem þátt tóku í könnuninni er skoðuð án frekari vinnslu mælist Ólafur Ragnar með 42,8 prósenta stuðning og Þóra Arnórsdóttir með 28,1 prósent. Um 4,2 prósent styðja Ara Trausta, 2,1 prósent Andreu 1,0 prósent Herdísi, 0,7 prósent Ástþór og enginn Hannes. Þá sögðust um 0,4 prósent styðja einhvern sem ekki hefur gefið kost á sér. Um 3,2 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 14,2 prósent sögðust óákveðin og 3,1 prósent vildi ekki svara spurningunni.AðferðafræðinHringt var í 1.326 manns þar til náðist í 800 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki miðvikudaginn 23. maí og fimmtudaginn 24. maí. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvern myndir þú kjósa til embættis forseta Íslands ef gengið yrði til kosninga nú? Alls tóku 79,5 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Stuðningur við áframhaldandi setu Ólafs Ragnars Grímssonar í embætti forseta hefur aukist verulega eftir að hann hóf kosningabaráttu sína í síðustu viku samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Stuðningur við Þóru Arnórsdóttur dalar á sama tíma. Aðrir frambjóðendur njóta lítils stuðnings. Umtalsverð breyting hefur orðið á stuðningi við frambjóðendur til embættis forseta Íslands á rúmum mánuði. Þetta sýnir niðurstaða skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi og fyrrakvöld. Alls sögðust 53,9 prósent þeirra sem afstöðu tóku til einhvers frambjóðenda myndu kjósa Ólaf Ragnar Grímsson, sitjandi forseta, ef gengið yrði til kosninga nú.Stuðningur við Ólaf hefur aukist verulega frá síðustu könnun Fréttablaðsins, sem gerð var dagana 11. og 12. apríl. Þá sögðust 46 prósent þeirra sem afstöðu tóku styðja Ólaf til áframhaldandi setu á Bessastöðum. Þóra Arnórsdóttir, sem mældist með svipað fylgi og Ólafur í síðustu könnun, mælist nú með stuðning 35,4 prósenta kjósenda. Stuðningur við framboð Þóru hefur dalað frá síðustu könnun, þegar hún naut stuðnings 46,5 prósenta kjósenda. Þegar stuðningur við frambjóðendur var kannaður í apríl hafði Ólafur Ragnar ekki hafið kosningabaráttu sína. Hún hófst með útvarpsviðtali á Sprengisandi á sunnudaginn fyrir viku, og hefur Ólafur verið áberandi í fjölmiðlum síðan. Minna hefur farið fyrir Þóru, sem eignaðist stúlku fyrir réttri viku. Tvö í sérflokkiÓlafur og Þóra virðast sem fyrr í sérflokki hvað varðar stuðning, og aðrir frambjóðendur standa þeim langt að baki. Um 5,3 prósent þeirra sem tóku afstöðu til einhvers frambjóðanda í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sögðust myndu kjósa Ara Trausta Guðmundsson yrði gengið til kosninga nú. Ari Trausti gaf kost á sér eftir að könnun Fréttablaðsins í apríl var gerð. Andrea J. Ólafsdóttir gaf einnig kost á sér eftir að könnunin í apríl var framkvæmd, en nýtur nú stuðnings um 2,7 prósenta samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Um 1,3 prósent þeirra sem afstöðu taka segjast myndu kjósa Herdísi Þorgeirsdóttur, en hún naut stuðnings 2,9 prósenta kjósenda samkvæmt könnuninni í apríl. Um 0,9 prósent styðja Ástþór Magnússon, sem naut stuðnings 1,5 prósenta í apríl. Enginn þeirra sem svöruðu spurningunni sagðist styðja Hannes Bjarnason, sem mældist með 0,4 prósenta fylgi í síðustu könnun. Jón Lárusson naut stuðnings 1,2 prósenta í könnun Fréttablaðsins í apríl, en hefur nú dregið sig í hlé. Á þeim mánuði sem liðinn er frá síðustu könnun Fréttablaðsins hefur þeim fækkað verulega sem segjast ekki búnir að ákveða hvern þeir myndu kjósa. Í apríl sögðust um 22,1 prósent ekki hafa gert upp hug sinn, en nú er hlutfallið 14,2 prósent. Framboðsfrestur rennur út í dag og því orðið skýrt hvaða kostir verða í boði. Þá styttist í kosningar, sem fara munu fram laugardaginn 30. júní. Þegar afstaða þeirra sem þátt tóku í könnuninni er skoðuð án frekari vinnslu mælist Ólafur Ragnar með 42,8 prósenta stuðning og Þóra Arnórsdóttir með 28,1 prósent. Um 4,2 prósent styðja Ara Trausta, 2,1 prósent Andreu 1,0 prósent Herdísi, 0,7 prósent Ástþór og enginn Hannes. Þá sögðust um 0,4 prósent styðja einhvern sem ekki hefur gefið kost á sér. Um 3,2 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 14,2 prósent sögðust óákveðin og 3,1 prósent vildi ekki svara spurningunni.AðferðafræðinHringt var í 1.326 manns þar til náðist í 800 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki miðvikudaginn 23. maí og fimmtudaginn 24. maí. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvern myndir þú kjósa til embættis forseta Íslands ef gengið yrði til kosninga nú? Alls tóku 79,5 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira