Tim Cook á D10: Leynd, Facebook, Siri og Apple TV Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 31. maí 2012 12:47 Margt bar á góma þegar Tim Cook, stjórnarformaður Apple, settist niður með stjórnendum D10 tækniráðstefnunnar í Palos Verdes í Kaliforníu í vikunni. Þar ræddi Cook um það sem betur hefði mátt fara hjá Apple á síðustu mánuðum sem og næstu skref tæknirisans. Það var tæknivefsíðan All Things D sem stóð fyrir ráðstefnunni en síðan heyrir undir vefútgáfu fréttablaðsins The Wall Street Journal. Á meðal þeirra sem sátu fyrir svörum á ráðstefnunni voru Michael Bloomberg, Sean Parker, Aaron Sorkin og Jeff Weiner Cook hóf umræðurnar á því að ræða starfshætti Apple en hann boðaði nýja stefnu í vöruþróun og framleiðslu fyrirtækisins. Þá var hann ómyrkur í máli þegar hann ræddi lekamál sem plagað hafa fyrirtækið síðustu mánuði. Nákvæmar upplýsingar um væntanlegar vörur fyrirtækisins hafa þá lekið, oft vikum áður en vara fer á markað.Tim Cook ásamt Walt Mossberg og Kara Swisher.mynd/allthingsdÞví næst ræddi Cook um Apple TV margmiðlunarspilarann. Hann sagði að fyrirtækið legði mikla áherslu á að þróa tækið áfram enda hafi vinsældir þess aukist gríðarlega á síðustu misserum. Hann gaf þó lítið fyrir skoðanir forvera síns, Steve Jobs, en hann sagði eitt sinn að Apple TV væri fátt annað en skemmtileg hugmynd og batt hann ekki miklar vonir við velgengni spilarans. Þá sagði Cook að Apple væri nú að vinna að uppfærslu fyrir Siri skipulagsforritið. Talið er að uppfærslan komi til með að gera hugbúnaðarframleiðendum kleift að nota forritið í smáforritum sínum en það hefur ekki verið hægt hingað til. En það sem vakti hvað mesta athygli voru ummæli Cook um samskiptamiðilinn Facebook. Apple hefur lengi vel lagt litla áherslu á samskiptasíðuna í hugbúnaði sínum og hefur þess í stað einblínt á Twitter. Cook sagði að það væri óraunhæft fyrir Apple að sniðganga Facebook enda sé síðan vinsælasti samskiptamiðill veraldar. Hægt er að nálgast umfjöllun All Things D um ráðstefnuna hér. Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Margt bar á góma þegar Tim Cook, stjórnarformaður Apple, settist niður með stjórnendum D10 tækniráðstefnunnar í Palos Verdes í Kaliforníu í vikunni. Þar ræddi Cook um það sem betur hefði mátt fara hjá Apple á síðustu mánuðum sem og næstu skref tæknirisans. Það var tæknivefsíðan All Things D sem stóð fyrir ráðstefnunni en síðan heyrir undir vefútgáfu fréttablaðsins The Wall Street Journal. Á meðal þeirra sem sátu fyrir svörum á ráðstefnunni voru Michael Bloomberg, Sean Parker, Aaron Sorkin og Jeff Weiner Cook hóf umræðurnar á því að ræða starfshætti Apple en hann boðaði nýja stefnu í vöruþróun og framleiðslu fyrirtækisins. Þá var hann ómyrkur í máli þegar hann ræddi lekamál sem plagað hafa fyrirtækið síðustu mánuði. Nákvæmar upplýsingar um væntanlegar vörur fyrirtækisins hafa þá lekið, oft vikum áður en vara fer á markað.Tim Cook ásamt Walt Mossberg og Kara Swisher.mynd/allthingsdÞví næst ræddi Cook um Apple TV margmiðlunarspilarann. Hann sagði að fyrirtækið legði mikla áherslu á að þróa tækið áfram enda hafi vinsældir þess aukist gríðarlega á síðustu misserum. Hann gaf þó lítið fyrir skoðanir forvera síns, Steve Jobs, en hann sagði eitt sinn að Apple TV væri fátt annað en skemmtileg hugmynd og batt hann ekki miklar vonir við velgengni spilarans. Þá sagði Cook að Apple væri nú að vinna að uppfærslu fyrir Siri skipulagsforritið. Talið er að uppfærslan komi til með að gera hugbúnaðarframleiðendum kleift að nota forritið í smáforritum sínum en það hefur ekki verið hægt hingað til. En það sem vakti hvað mesta athygli voru ummæli Cook um samskiptamiðilinn Facebook. Apple hefur lengi vel lagt litla áherslu á samskiptasíðuna í hugbúnaði sínum og hefur þess í stað einblínt á Twitter. Cook sagði að það væri óraunhæft fyrir Apple að sniðganga Facebook enda sé síðan vinsælasti samskiptamiðill veraldar. Hægt er að nálgast umfjöllun All Things D um ráðstefnuna hér.
Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira