Reyna aftur að fá risahöfn samþykkta Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júní 2012 20:30 Langanesbyggð reynir nú í annað sinn að fá risahöfn og alþjóðaflugvöll inn á aðalskipulag en Skipulagsstofnun lagðist gegn því í fyrra og taldi áformin þá ekki raunhæf. Ráðamenn Langanesbyggðar ætla samfélaginu þar engin smáræðis umsvif í framtíðinni. Í Gunnólfsvík eru þeir búnir að láta teikna langstærstu höfn á Íslandi, með allt að tíu kílómetra viðleguköntum. Við Þórshöfn gera þeir ráð fyrir að flugvöllurinn verði stækkaður svo mikið að hann verði sá næststærsti á landinu, á eftir Keflavíkurflugvelli.Höfnin í Gunnólfsvík yrði sú stærsta á Íslandi.Hugmyndin er að bjóða fram aðstöðu fyrir umskipunarhöfn vegna siglinga yfir Norðuríshafið og iðnaðarlóðir undir olíu- og gasvinnslustöðvar. Nokkrir landeigendur brugðust hins vegar ókvæða við þegar áformin voru kynnt í fyrra, töluðu um loftkastala, og bentu á að gildistaka skipulagsins myndi þrengja möguleika þeirra til framkvæmda á eigin jörðum. Undir þetta tók Skipulagsstofnun, sagði áform um risahöfn og alþjóðaflugvöll á Langanesi ekki raunhæf, og ekki væri rétt að takmarka mögulegar framkvæmdir bænda fyrr en raunhæfari forsendur lægju fyrir.Eftir stækkun yrði Þórhafnarflugvöllur næststærsti flugvöllur landsins.En nú hefur Langanesbyggð auglýst aðalskipulagið að nýju, en með breytingum, og segir Gunnólfur Lárusson sveitarstjóri að tekið hafi verið tillit til óska landeigenda, iðnaðarlóðir minnkaðar og þverbraut flugvallarins stytt. Þá hefur það líka gerst í millitíðinni að alþjóðleg fyrirtæki eru farin að gera viljayfirlýsingar við sveitarfélög hérlendis um hafnaraðstöðu vegna olíuleitar í Norðurhöfum. Frestur til að skila inn athugasemdum við nýja skipulagið er til 25. júní. Í viðtali á Stöð 2 í mars í fyrra sagði Gunnólfur sveitarstjóri að byrjað væri að kynna erlendum fjárfestum og stórveldum áformin, búið væri að útbúa bækling á kínversku og kínverski sendiherrann hefði heimsótt Langanesbyggð til að kynna sér málið. Tengdar fréttir Viljayfirlýsingar komnar um þrjár þjónustuhafnir fyrir olíuborpalla Olíudreifing hefur í samstarfi við stærsta þjónustufyrirtæki heims við olíuborpalla gert viljayfirlýsingar síðustu tvo daga um að hafnirnar á Reyðarfirði, Húsavík og Akureyri verði þjónustumiðstöðvar við olíuleit á Jan Mayen-hryggnum og við Austur-Grænland. Spáð er að fyrsti borpallurinn komi á Drekasvæðið eftir eitt ár til þrjú ár. 12. apríl 2012 18:30 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Langanesbyggð reynir nú í annað sinn að fá risahöfn og alþjóðaflugvöll inn á aðalskipulag en Skipulagsstofnun lagðist gegn því í fyrra og taldi áformin þá ekki raunhæf. Ráðamenn Langanesbyggðar ætla samfélaginu þar engin smáræðis umsvif í framtíðinni. Í Gunnólfsvík eru þeir búnir að láta teikna langstærstu höfn á Íslandi, með allt að tíu kílómetra viðleguköntum. Við Þórshöfn gera þeir ráð fyrir að flugvöllurinn verði stækkaður svo mikið að hann verði sá næststærsti á landinu, á eftir Keflavíkurflugvelli.Höfnin í Gunnólfsvík yrði sú stærsta á Íslandi.Hugmyndin er að bjóða fram aðstöðu fyrir umskipunarhöfn vegna siglinga yfir Norðuríshafið og iðnaðarlóðir undir olíu- og gasvinnslustöðvar. Nokkrir landeigendur brugðust hins vegar ókvæða við þegar áformin voru kynnt í fyrra, töluðu um loftkastala, og bentu á að gildistaka skipulagsins myndi þrengja möguleika þeirra til framkvæmda á eigin jörðum. Undir þetta tók Skipulagsstofnun, sagði áform um risahöfn og alþjóðaflugvöll á Langanesi ekki raunhæf, og ekki væri rétt að takmarka mögulegar framkvæmdir bænda fyrr en raunhæfari forsendur lægju fyrir.Eftir stækkun yrði Þórhafnarflugvöllur næststærsti flugvöllur landsins.En nú hefur Langanesbyggð auglýst aðalskipulagið að nýju, en með breytingum, og segir Gunnólfur Lárusson sveitarstjóri að tekið hafi verið tillit til óska landeigenda, iðnaðarlóðir minnkaðar og þverbraut flugvallarins stytt. Þá hefur það líka gerst í millitíðinni að alþjóðleg fyrirtæki eru farin að gera viljayfirlýsingar við sveitarfélög hérlendis um hafnaraðstöðu vegna olíuleitar í Norðurhöfum. Frestur til að skila inn athugasemdum við nýja skipulagið er til 25. júní. Í viðtali á Stöð 2 í mars í fyrra sagði Gunnólfur sveitarstjóri að byrjað væri að kynna erlendum fjárfestum og stórveldum áformin, búið væri að útbúa bækling á kínversku og kínverski sendiherrann hefði heimsótt Langanesbyggð til að kynna sér málið.
Tengdar fréttir Viljayfirlýsingar komnar um þrjár þjónustuhafnir fyrir olíuborpalla Olíudreifing hefur í samstarfi við stærsta þjónustufyrirtæki heims við olíuborpalla gert viljayfirlýsingar síðustu tvo daga um að hafnirnar á Reyðarfirði, Húsavík og Akureyri verði þjónustumiðstöðvar við olíuleit á Jan Mayen-hryggnum og við Austur-Grænland. Spáð er að fyrsti borpallurinn komi á Drekasvæðið eftir eitt ár til þrjú ár. 12. apríl 2012 18:30 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Viljayfirlýsingar komnar um þrjár þjónustuhafnir fyrir olíuborpalla Olíudreifing hefur í samstarfi við stærsta þjónustufyrirtæki heims við olíuborpalla gert viljayfirlýsingar síðustu tvo daga um að hafnirnar á Reyðarfirði, Húsavík og Akureyri verði þjónustumiðstöðvar við olíuleit á Jan Mayen-hryggnum og við Austur-Grænland. Spáð er að fyrsti borpallurinn komi á Drekasvæðið eftir eitt ár til þrjú ár. 12. apríl 2012 18:30