Segir Ólaf Ragnar hafa styrkt stöðu sína enn frekar eftir þáttinn í gær Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. júní 2012 12:00 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur, telur að Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hafi aðeins styrkt stöðu sína eftir umræðuþátt með forsetaframbjóðendum í gærkvöldi. Þóra Arnórsdóttir hefur hins vegar saxað á forskot Ólafs Ragnars samkvæmt nýrri könnun og munurinn á milli þeirra er nú sjö prósentustig. Allir forsetaframbjóðendurnir sex komu fram í umræðuþætti á Rúv í gærkvöldi. Stefanía Óskarsdóttir segir að lítið nýtt hafi komið fram í þættinum sem geti haft áhrif á afstöðu kjósenda. „Mér finnst það svona eftir þáttinn að Ólafur Ragnar sé í ágætis málum og þeir sem eru að bjóða sig fram gegnum hafi lítið gert til að kveikja í kjósendum," segir Stefanía. Hún segir að lítið hafi gerst í þættinum sem geti hjálpað öðrum frambjóðendum að kroppa fylgið af Ólafi Ragnari. Eftir umræðuþátt Stöðvar 2 á sunnudag virðist Þóra Arnórsdóttir hafa styrkt stöðu sína, því samkvæmt könnun Capacent Gallup sem birtist í gær, fyrir umræðuþáttinn á Rúv, mælist Þóra með 39 prósent stuðning en Ólafur Ragnar er sem fyrr með 46 prósent. Svo virðist sem óákveðna fylgið sé farið að dreifa sér á frambjóðendur og Þóra virðist ekki aðeins hafa notið góðs af, því Ari Trausti Guðmundsson mælist með 9 prósenta fylgi, en aðrir minna. Sjö prósentustiga munur er nú á Ólafi Ragnari og Þóru. Stefanía Óskarsdóttir segir að Þóru bíði ærið verkefni ef hún ætli sér að taka fylgi af Ólafi Ragnari. „Mér sýnist að Ólafi Ragnari hafi tekist að svara öllum þeim erfiðu spurningum sem beindust að honum eftir hrunið og hann hefur komist vel frá þeim umræðuþáttum um forsetakosningarnar sem hefur verið sjónvarpað. Mér finnst hann í rauninni hafa styrkt stöðu sína. Ég sé ekkert eftir þennan þátt í gær sem gæti hafa veikt Ólaf Ragnar. Þessi áhersla í þættinum í gær á Icesave gerir í raun ekkert nema styrkja hann," segir Stefanía. thorbjorn@stod2.is Forsetakosningar 2012 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira
Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur, telur að Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hafi aðeins styrkt stöðu sína eftir umræðuþátt með forsetaframbjóðendum í gærkvöldi. Þóra Arnórsdóttir hefur hins vegar saxað á forskot Ólafs Ragnars samkvæmt nýrri könnun og munurinn á milli þeirra er nú sjö prósentustig. Allir forsetaframbjóðendurnir sex komu fram í umræðuþætti á Rúv í gærkvöldi. Stefanía Óskarsdóttir segir að lítið nýtt hafi komið fram í þættinum sem geti haft áhrif á afstöðu kjósenda. „Mér finnst það svona eftir þáttinn að Ólafur Ragnar sé í ágætis málum og þeir sem eru að bjóða sig fram gegnum hafi lítið gert til að kveikja í kjósendum," segir Stefanía. Hún segir að lítið hafi gerst í þættinum sem geti hjálpað öðrum frambjóðendum að kroppa fylgið af Ólafi Ragnari. Eftir umræðuþátt Stöðvar 2 á sunnudag virðist Þóra Arnórsdóttir hafa styrkt stöðu sína, því samkvæmt könnun Capacent Gallup sem birtist í gær, fyrir umræðuþáttinn á Rúv, mælist Þóra með 39 prósent stuðning en Ólafur Ragnar er sem fyrr með 46 prósent. Svo virðist sem óákveðna fylgið sé farið að dreifa sér á frambjóðendur og Þóra virðist ekki aðeins hafa notið góðs af, því Ari Trausti Guðmundsson mælist með 9 prósenta fylgi, en aðrir minna. Sjö prósentustiga munur er nú á Ólafi Ragnari og Þóru. Stefanía Óskarsdóttir segir að Þóru bíði ærið verkefni ef hún ætli sér að taka fylgi af Ólafi Ragnari. „Mér sýnist að Ólafi Ragnari hafi tekist að svara öllum þeim erfiðu spurningum sem beindust að honum eftir hrunið og hann hefur komist vel frá þeim umræðuþáttum um forsetakosningarnar sem hefur verið sjónvarpað. Mér finnst hann í rauninni hafa styrkt stöðu sína. Ég sé ekkert eftir þennan þátt í gær sem gæti hafa veikt Ólaf Ragnar. Þessi áhersla í þættinum í gær á Icesave gerir í raun ekkert nema styrkja hann," segir Stefanía. thorbjorn@stod2.is
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira