Microsoft gerir atlögu að Apple - Surface kynnt til sögunnar Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 19. júní 2012 19:45 Tæknirisinn Microsoft ryður sér nú til rúms á spjaldtölvumarkaðinum en Steve Ballmer, stjórnarformaður fyrirtækisins, opinberaði hina nýstárlegu Surface spjaldtölvu um helgina. Surface hefur vakið mikla athygli en hönnun hennar þykir afar frumleg. Spjaldtölvan er knúin af nýjasta stýrikerfi Microsoft, Windows 8, og munu viðskiptavinir Microsoft geta valið milli Intel eða ARM örjörva. Þannig verður hægt að keyra öll helstu forrit Windows stýrikerfisins í Surface, þar á meðal Office hugbúnaðarpakkann og myndvinnsluforritið Photoshop.Surface verður knúin af Windows 8 stýrikerfinu.mynd/APNokkur tæknifyrirtæki hafa þó gagnrýnt Microsoft fyrir að þróa sína eigin spjaldtölvu en fjölmargar spjaldtölvur koma til með að nota Windows 8 stýrkerfið þegar það kemur á markað. Ballmer gefur þó lítið fyrir áhyggjur fyrirtækjanna. Hann bendir á að það sé nauðsynlegt fyrir Microsoft að bjóða upp á viðeigandi tækjabúnað fyrir hugbúnað sinn. Snertiskjár Surface er 11 tommur að stærð og er umgjörð hennar úr steyptu magnesíni. Þá verður hægt að tengja lyklaborð við tölvuna. Hægt er að sjá kynningarmyndband fyrir Surface hér fyrir ofan. Áhugasamir geta síðan kynnt sér ítarlega umfjöllun tæknifréttasíðunnar The Verge um spjaldtölvuna. Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Tæknirisinn Microsoft ryður sér nú til rúms á spjaldtölvumarkaðinum en Steve Ballmer, stjórnarformaður fyrirtækisins, opinberaði hina nýstárlegu Surface spjaldtölvu um helgina. Surface hefur vakið mikla athygli en hönnun hennar þykir afar frumleg. Spjaldtölvan er knúin af nýjasta stýrikerfi Microsoft, Windows 8, og munu viðskiptavinir Microsoft geta valið milli Intel eða ARM örjörva. Þannig verður hægt að keyra öll helstu forrit Windows stýrikerfisins í Surface, þar á meðal Office hugbúnaðarpakkann og myndvinnsluforritið Photoshop.Surface verður knúin af Windows 8 stýrikerfinu.mynd/APNokkur tæknifyrirtæki hafa þó gagnrýnt Microsoft fyrir að þróa sína eigin spjaldtölvu en fjölmargar spjaldtölvur koma til með að nota Windows 8 stýrkerfið þegar það kemur á markað. Ballmer gefur þó lítið fyrir áhyggjur fyrirtækjanna. Hann bendir á að það sé nauðsynlegt fyrir Microsoft að bjóða upp á viðeigandi tækjabúnað fyrir hugbúnað sinn. Snertiskjár Surface er 11 tommur að stærð og er umgjörð hennar úr steyptu magnesíni. Þá verður hægt að tengja lyklaborð við tölvuna. Hægt er að sjá kynningarmyndband fyrir Surface hér fyrir ofan. Áhugasamir geta síðan kynnt sér ítarlega umfjöllun tæknifréttasíðunnar The Verge um spjaldtölvuna.
Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira