Golfdagurinn haldinn hátíðlegur á morgun 19. júní 2012 19:00 Í tilefni af Ólympíuviku ÍSÍ mun Golfsamband Íslands, í samstarfi við golfklúbba vítt og breitt um landið, standa að Golfdeginum sem verður haldinn miðvikudaginn 20. júní næstkomandi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá sambandinu. „Keppt verður í golfi á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu árið 2016 í fyrsta sinn frá árinu 1904. Af þessu tilefni stendur GSÍ í samstarfi við ÍSÍ fyrir Golfdeginum til að kynna Íslendingum fyrir golfi sem Ólympíuíþrótt. Á Golfdeginum mun fjöldi golfklúbba vítt og breitt um landið taka á móti börnum og unglingum og kynna þeim fyrir golfíþróttinni sem nýtur mikilla vinsælda hér á landi. Opið verður milli 16-19 á æfingasvæði golfklúbba um allt land þar sem börnum og unglingum verður kynnt íþróttin og kennd undirstöðuatriðin. Áhugasömum er bent á að kynna sér golfklúbba í sínu nágreni. Nýverið stofnaði GSÍ afrekssjóðinn Forskot í samstarfi við fyrirtækin Icelandair, Valitor, Íslandsbanka, og Eimskip með það að markmiði að koma íslenskum kylfingum inn á Ólympíuleikana árið 2016. Markið er sett hátt en ef marka má þann uppgang sem orðið hefur í íslensku golfi á undanförnum árum þá er stutt í það að Íslendingar eignist kylfinga í fremstu röð. Golf er í dag næstvinsælasta íþrótt landsins og eru um 17 þúsund manns félagar í golfklúbbi hér á landi. Stöðug fjölgun hefur verið meðal íslenskra kylfinga á undanförnum árum og er golfíþróttin líklega hvergi eins vinsæl og hér á Íslandi. Það er aldrei að vita nema að næsta Ólympíustjarna Íslands kynni sér golfíþróttina á Golfdeginum," að því er segir í fréttatilkynningu frá GSÍ Golf Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Í tilefni af Ólympíuviku ÍSÍ mun Golfsamband Íslands, í samstarfi við golfklúbba vítt og breitt um landið, standa að Golfdeginum sem verður haldinn miðvikudaginn 20. júní næstkomandi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá sambandinu. „Keppt verður í golfi á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu árið 2016 í fyrsta sinn frá árinu 1904. Af þessu tilefni stendur GSÍ í samstarfi við ÍSÍ fyrir Golfdeginum til að kynna Íslendingum fyrir golfi sem Ólympíuíþrótt. Á Golfdeginum mun fjöldi golfklúbba vítt og breitt um landið taka á móti börnum og unglingum og kynna þeim fyrir golfíþróttinni sem nýtur mikilla vinsælda hér á landi. Opið verður milli 16-19 á æfingasvæði golfklúbba um allt land þar sem börnum og unglingum verður kynnt íþróttin og kennd undirstöðuatriðin. Áhugasömum er bent á að kynna sér golfklúbba í sínu nágreni. Nýverið stofnaði GSÍ afrekssjóðinn Forskot í samstarfi við fyrirtækin Icelandair, Valitor, Íslandsbanka, og Eimskip með það að markmiði að koma íslenskum kylfingum inn á Ólympíuleikana árið 2016. Markið er sett hátt en ef marka má þann uppgang sem orðið hefur í íslensku golfi á undanförnum árum þá er stutt í það að Íslendingar eignist kylfinga í fremstu röð. Golf er í dag næstvinsælasta íþrótt landsins og eru um 17 þúsund manns félagar í golfklúbbi hér á landi. Stöðug fjölgun hefur verið meðal íslenskra kylfinga á undanförnum árum og er golfíþróttin líklega hvergi eins vinsæl og hér á Íslandi. Það er aldrei að vita nema að næsta Ólympíustjarna Íslands kynni sér golfíþróttina á Golfdeginum," að því er segir í fréttatilkynningu frá GSÍ
Golf Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira