Tími poxins er liðinn Stefanía Benónísdóttir skrifar 13. júní 2012 15:00 Michael Jordan verður fimmtugur á næsta ári. Það þýðir bara eitt, við sem ólumst upp á tímum körfuboltamynda og pox-keppna, erum orðin fullorðin. Og ekki bara við, heldur líka þið sem slituð barnsskónum við Teletubbies hlátur, þið eruð líka orðin fullorðin. Ég fæ það stundum á tilfinninguna að fólki lítist ekkert alltof vel á að leyfa okkur, Jordan- og Teletubbieskynslóðinni, að fullorðnast og taka við stjórnartaumunum. Það er jú skiljanlegt að vissu leyti. Við vorum náttúrulega ginnkeypt fyrir nýjungum sem stóðust ekki tímans tönn. Þar á meðal má nefna tölvugæludýr, buffalóskó, smellubuxur, Spice Girls, Baywatch og þarna teygjuna sem þú bast við fótbolta og sjálfan þig og átti að gera þig að næsta Pele. Svo erum við líka löngu hætt að blogga. Annað sem við tókum ástfóstri við hefur elst betur. Internetið er t.d. enn hér, Björk er ennþá frægasti Íslendingurinn, rappið er komið til að vera, „Aftur til framtíðar" er enn besti þríleikur allra tíma og flestir nota nú farsíma. Við höfum aðlagast nýjum heimi áreynslulaust en þrátt fyrir ungan aldur erum við kynslóð sem hefur lifað tímana tvenna. Við munum eftir þeirri tíð þegar fólk í Reykjavík læsti ekki húsum sínum, verslað var hjá kaupmanninum á horninu, kaffitími með kökum og kexi var nauðsyn en ekki óhollusta, krakkar komu sér sjálf á íþróttaæfingar, heimatekið slátur var á boðstólum a.m.k. einu sinni í viku og heimildavinna fyrir ritgerðir var unnin á bókasöfnum. Við munum eftir blankheitum, góðæri og svo aftur blankheitum. Nú bíðum við spennt eftir hvaða nýjungar framtíðin ber í skauti sér. Við, Jordan- og Teletubbieskynslóðin, vorum alin upp af kynslóð sem knúði fram miklar breytingar í mannréttindamálum og það hefur mótað okkur. Við vorum frædd um að það er ekki til neitt sem heitir „hið eina rétta fjölskylduform", og að samkynhneigð er sjálfsagður hluti af tilverunni rétt eins og gagnkynhneigð. Við höfum alla tíð lifað í alþjóðlegu samfélagi. Við erum Íslendingar af alls konar uppruna og þjóðarbrotum og einhver okkar hafa haft tækifæri á að búa og jafnvel læra erlendis. Við tölum góða ensku, (sjónvarpi og interneti að þakka), og höfum ferðast víða, (góðærinu sáluga að þakka). Svo má taka fram að við tökum þeim ferðalögum ekki sem sjálfsögðum hlut, (blankheitunum að þakka). Við erum vel menntuð að meðaltali og ég veit ekki betur en að flest vorum við það heppin að ganga í ógetuskipta grunnskóla og læra að einkunnir eru langt í frá eini mælikvarðinn á hæfni.Erum við ekki hin fínasta kynslóð þökk sé þeim sem ólu okkur upp? Væri það nokkuð slæmt þó að við fullorðnumst og tækjum við stjórnartaumunum? Með þökk fyrir þína þjónustu, Ólafur Ragnar Grímsson, og fullvissu um að eldri kynslóðir hafi alið okkur vel upp, mun ég kjósa kynslóðaskipti á Bessastöðum. Ég mun kjósa Þóru Arnórsdóttur sem forseta Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Michael Jordan verður fimmtugur á næsta ári. Það þýðir bara eitt, við sem ólumst upp á tímum körfuboltamynda og pox-keppna, erum orðin fullorðin. Og ekki bara við, heldur líka þið sem slituð barnsskónum við Teletubbies hlátur, þið eruð líka orðin fullorðin. Ég fæ það stundum á tilfinninguna að fólki lítist ekkert alltof vel á að leyfa okkur, Jordan- og Teletubbieskynslóðinni, að fullorðnast og taka við stjórnartaumunum. Það er jú skiljanlegt að vissu leyti. Við vorum náttúrulega ginnkeypt fyrir nýjungum sem stóðust ekki tímans tönn. Þar á meðal má nefna tölvugæludýr, buffalóskó, smellubuxur, Spice Girls, Baywatch og þarna teygjuna sem þú bast við fótbolta og sjálfan þig og átti að gera þig að næsta Pele. Svo erum við líka löngu hætt að blogga. Annað sem við tókum ástfóstri við hefur elst betur. Internetið er t.d. enn hér, Björk er ennþá frægasti Íslendingurinn, rappið er komið til að vera, „Aftur til framtíðar" er enn besti þríleikur allra tíma og flestir nota nú farsíma. Við höfum aðlagast nýjum heimi áreynslulaust en þrátt fyrir ungan aldur erum við kynslóð sem hefur lifað tímana tvenna. Við munum eftir þeirri tíð þegar fólk í Reykjavík læsti ekki húsum sínum, verslað var hjá kaupmanninum á horninu, kaffitími með kökum og kexi var nauðsyn en ekki óhollusta, krakkar komu sér sjálf á íþróttaæfingar, heimatekið slátur var á boðstólum a.m.k. einu sinni í viku og heimildavinna fyrir ritgerðir var unnin á bókasöfnum. Við munum eftir blankheitum, góðæri og svo aftur blankheitum. Nú bíðum við spennt eftir hvaða nýjungar framtíðin ber í skauti sér. Við, Jordan- og Teletubbieskynslóðin, vorum alin upp af kynslóð sem knúði fram miklar breytingar í mannréttindamálum og það hefur mótað okkur. Við vorum frædd um að það er ekki til neitt sem heitir „hið eina rétta fjölskylduform", og að samkynhneigð er sjálfsagður hluti af tilverunni rétt eins og gagnkynhneigð. Við höfum alla tíð lifað í alþjóðlegu samfélagi. Við erum Íslendingar af alls konar uppruna og þjóðarbrotum og einhver okkar hafa haft tækifæri á að búa og jafnvel læra erlendis. Við tölum góða ensku, (sjónvarpi og interneti að þakka), og höfum ferðast víða, (góðærinu sáluga að þakka). Svo má taka fram að við tökum þeim ferðalögum ekki sem sjálfsögðum hlut, (blankheitunum að þakka). Við erum vel menntuð að meðaltali og ég veit ekki betur en að flest vorum við það heppin að ganga í ógetuskipta grunnskóla og læra að einkunnir eru langt í frá eini mælikvarðinn á hæfni.Erum við ekki hin fínasta kynslóð þökk sé þeim sem ólu okkur upp? Væri það nokkuð slæmt þó að við fullorðnumst og tækjum við stjórnartaumunum? Með þökk fyrir þína þjónustu, Ólafur Ragnar Grímsson, og fullvissu um að eldri kynslóðir hafi alið okkur vel upp, mun ég kjósa kynslóðaskipti á Bessastöðum. Ég mun kjósa Þóru Arnórsdóttur sem forseta Íslands.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar