Er lukka Schumacher á þrotum? Birgir Þór Harðarson skrifar 12. júní 2012 19:45 Mercedes getur ekki útskýrt hvers vegna bíll Schumachers bilar hvað eftir annað. Ætli lukka hans sé á þrotum? nordicphotos/afp Mercedes-liðið í Formúlu 1 leggur nú alla stund á að reyna að leysa vandamál Michael Schumacher. Heimsmeistarinn sjöfaldi hefur átt gríðarlega erfitt tímabil þrátt fyrir að hafa samkeppnishæfa græju í höndunum. Schumacher hefur aðeins skorað tvö stig í fyrstu sjö mótum ársins. Liðsfélagi hans er fimmti í stigabaráttunni með 67 stig og einn sigur í Kína. Vel getur verið að lukka Schumacher sé á þrotum. Í mótum ársins hefur Schumacher þurft að glíma við gírkassavandamál í Ástralíu, laust hjól eftir viðgerðarhlé í Kína, DRS vandræði í Barein, eldsneytisþrýstingstap í Mónakó og svo festist DRS vængurinn í uppréttri stöðu um síðustu helgi í Kanada. Allt eru þetta vélræn vandamál sem Schumacher hefur lítið með að gera sjálfur sem ökuþór. Ross Brawn, liðstjóri Mercedes-liðsins, segir enga augljósa skýringu á þessari óheppni meistarans. Sérstaklega eru vandræðin ömurleg því Nico Rosberg, liðsfélagi Schumachers, er einn fárra sem klárað hefur alla hringi í mótum ársins. "Báðir bílarnir eru smíðaðir eftir nákvæmlega sömu reglum og aðferðum," segir Brawn. "Þessi vandræði með bíl Schumachers eru að skaða stöðu okkar í heimsmeistarabaráttunni. Því fær þetta vandamál algeran forgang." Formúla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Mercedes-liðið í Formúlu 1 leggur nú alla stund á að reyna að leysa vandamál Michael Schumacher. Heimsmeistarinn sjöfaldi hefur átt gríðarlega erfitt tímabil þrátt fyrir að hafa samkeppnishæfa græju í höndunum. Schumacher hefur aðeins skorað tvö stig í fyrstu sjö mótum ársins. Liðsfélagi hans er fimmti í stigabaráttunni með 67 stig og einn sigur í Kína. Vel getur verið að lukka Schumacher sé á þrotum. Í mótum ársins hefur Schumacher þurft að glíma við gírkassavandamál í Ástralíu, laust hjól eftir viðgerðarhlé í Kína, DRS vandræði í Barein, eldsneytisþrýstingstap í Mónakó og svo festist DRS vængurinn í uppréttri stöðu um síðustu helgi í Kanada. Allt eru þetta vélræn vandamál sem Schumacher hefur lítið með að gera sjálfur sem ökuþór. Ross Brawn, liðstjóri Mercedes-liðsins, segir enga augljósa skýringu á þessari óheppni meistarans. Sérstaklega eru vandræðin ömurleg því Nico Rosberg, liðsfélagi Schumachers, er einn fárra sem klárað hefur alla hringi í mótum ársins. "Báðir bílarnir eru smíðaðir eftir nákvæmlega sömu reglum og aðferðum," segir Brawn. "Þessi vandræði með bíl Schumachers eru að skaða stöðu okkar í heimsmeistarabaráttunni. Því fær þetta vandamál algeran forgang."
Formúla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira