Vasadiskó: Heiðar spilaði Botnleðju lagið Fallhlíf Birgir Örn Steinarsson skrifar 12. júní 2012 14:04 Heiðar tók forskot á Botnleðju sæluna og spilaði lagið Fallhlíf órafmagnað í útvarpsþættinum Vasadiskó. Rokkáhugamenn bíða eflaust með öndina í hálsinum yfir endurkomu sveitarinnar Botnleðja, sem ríður á vaðið á fimmtudaginn með sinum fyrstu eigin tónleikum í rúm sjö ár. Liðsmenn heiðruðu minningu vinar, síns Hermanns Fannars, fyrir áramót með því að koma fram óvænt á tónleikum er haldnir voru í Kaplakrika í hans nafni. Stuttlega eftir það tilkynnti sveitin um að hún hyggðist snúa aftur til leiks í ár en hún mun spila á nokkrum tónlistarhátíðum í sumar. Fyrst leikur Botnleðja þó á eigin tónleikum á Gauk og Stöng um helgina þar sem sveitin ætlar að leika í tæpar tvær klukkustundir, lög af öllum plötum sínum fimm. Um upphitun sér Nolo. Uppselt er á seinni tónleika sveitarinnar, sem haldnir verða á laugardaginn 16. júní - en miðar á fyrri tónleikana fóru nýverið á sölu og enn er hægt að tryggja sér eintak á midi.is. Vegna þessa kíkti Heiðar Örn Kristjánsson, söngvari og gítarleikari Botnleðju, í heimsókn í útvarpsþáttinn Vasadiskó á sunnudaginn síðastliðinn. Þangað mætti hann með sitt eigið vasadiskó auk kassagítars en í lok viðtalssins spilaði hann lagið Fallhlíf sem var upphaflega að finna á plötunni Douglas Dakota frá árinu 2000. Fylgist með Vasadiskó á Fésbókinni. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Rokkáhugamenn bíða eflaust með öndina í hálsinum yfir endurkomu sveitarinnar Botnleðja, sem ríður á vaðið á fimmtudaginn með sinum fyrstu eigin tónleikum í rúm sjö ár. Liðsmenn heiðruðu minningu vinar, síns Hermanns Fannars, fyrir áramót með því að koma fram óvænt á tónleikum er haldnir voru í Kaplakrika í hans nafni. Stuttlega eftir það tilkynnti sveitin um að hún hyggðist snúa aftur til leiks í ár en hún mun spila á nokkrum tónlistarhátíðum í sumar. Fyrst leikur Botnleðja þó á eigin tónleikum á Gauk og Stöng um helgina þar sem sveitin ætlar að leika í tæpar tvær klukkustundir, lög af öllum plötum sínum fimm. Um upphitun sér Nolo. Uppselt er á seinni tónleika sveitarinnar, sem haldnir verða á laugardaginn 16. júní - en miðar á fyrri tónleikana fóru nýverið á sölu og enn er hægt að tryggja sér eintak á midi.is. Vegna þessa kíkti Heiðar Örn Kristjánsson, söngvari og gítarleikari Botnleðju, í heimsókn í útvarpsþáttinn Vasadiskó á sunnudaginn síðastliðinn. Þangað mætti hann með sitt eigið vasadiskó auk kassagítars en í lok viðtalssins spilaði hann lagið Fallhlíf sem var upphaflega að finna á plötunni Douglas Dakota frá árinu 2000. Fylgist með Vasadiskó á Fésbókinni.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira