Stuðningsgrein vegna framboðs Herdísar Þorgeirsdóttur Vigdís Grímsdóttir skrifar 27. júní 2012 15:30 Og þá er best að koma sér beint að efninu en vera ekkert að læðast í kringum hlutina með alls konar dæmisögum og hinu og þessu sem hugsanlega er fyndið og skemmtilegt. Ég segi bara stutt og laggott frá því sem stendur hjarta mínu næst og það hljómar svona: Ég kýs Herdísi vegna þess að hún er glöð og sönn og einlæg og af því að hún segir alltaf það sem henni finnst. Og ég kýs hana vegna þess að hún er ástríðufull og heil og gerir alltaf það sem hún segist ætla að gera. Og svo kýs ég Herdísi vegna þess að það mun enginn maður eiga neitt inni hjá henni verði hún kjörin. Ég kýs konu sem veit hvað raunverulegt jafnrétti er. Ég kýs Herdísi vegna þess að hún á engin leyndarmál, getur verið hún sjálf og lætur aldrei einsog hún sé fullkomin. Ég kýs konu sem veit að lýðræðið er það sem við verðum að berjast fyrir og hún mun standa og falla með því. Og ég kýs Herdísi vegna þess að það mun enginn maður eiga neitt inni hjá henni verði hún kjörin. Ég kýs konu sem snýr aldrei baki við sannleikanum. Ég kýs Herdísi vegna þess að mig langar ekki í neitt næstum því, mig langar ekki til að forsetinn geti næstum því sagt hvað honum finnst, geti næstum því lagt heiður sinn að veði, geti næstum því kinnroðalaust borið höfuðið hátt. Og ég er viss um að það mun enginn eiga neitt inni hjá Herdísi verði hún kjörin. Ég kýs konu sem stendur keik og afneitar peningavaldinu. Ég kýs Herdísi vegna þess að hún treystir hvorki á klíkur né kónga og mun aldrei gera það, hún styður mannréttindi allra en ekki sumra, gerir sér grein fyrir hættum fátæktar og annarra hlekkja og vill leggja sitt að veði til að breyta óréttlætinu. Og svo er ég viss um að það mun enginn eiga neitt inni hjá Herdísi verði hún kjörin. Ég kýs konu sem er réttsýn og vill stuðla að raunverulegu jafnræði allra Íslendinga. Ég kýs Herdísi vegna þess að hún “vill öllum í húsinu vel” og ég þekki hana af því að standa við orð sín og leika aldrei aðra manneskju en hún er. Og svo er ég viss um að það mun enginn eiga neitt inni hjá henni verði hún kjörin. Ég kýs konu sem mun sitja stolt, sjálfstæð á Bessastöðum. Ég kýs Herdísi Þorgeirsdóttur sem virðir fólkið í landinu - og vill vinna okkur vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Og þá er best að koma sér beint að efninu en vera ekkert að læðast í kringum hlutina með alls konar dæmisögum og hinu og þessu sem hugsanlega er fyndið og skemmtilegt. Ég segi bara stutt og laggott frá því sem stendur hjarta mínu næst og það hljómar svona: Ég kýs Herdísi vegna þess að hún er glöð og sönn og einlæg og af því að hún segir alltaf það sem henni finnst. Og ég kýs hana vegna þess að hún er ástríðufull og heil og gerir alltaf það sem hún segist ætla að gera. Og svo kýs ég Herdísi vegna þess að það mun enginn maður eiga neitt inni hjá henni verði hún kjörin. Ég kýs konu sem veit hvað raunverulegt jafnrétti er. Ég kýs Herdísi vegna þess að hún á engin leyndarmál, getur verið hún sjálf og lætur aldrei einsog hún sé fullkomin. Ég kýs konu sem veit að lýðræðið er það sem við verðum að berjast fyrir og hún mun standa og falla með því. Og ég kýs Herdísi vegna þess að það mun enginn maður eiga neitt inni hjá henni verði hún kjörin. Ég kýs konu sem snýr aldrei baki við sannleikanum. Ég kýs Herdísi vegna þess að mig langar ekki í neitt næstum því, mig langar ekki til að forsetinn geti næstum því sagt hvað honum finnst, geti næstum því lagt heiður sinn að veði, geti næstum því kinnroðalaust borið höfuðið hátt. Og ég er viss um að það mun enginn eiga neitt inni hjá Herdísi verði hún kjörin. Ég kýs konu sem stendur keik og afneitar peningavaldinu. Ég kýs Herdísi vegna þess að hún treystir hvorki á klíkur né kónga og mun aldrei gera það, hún styður mannréttindi allra en ekki sumra, gerir sér grein fyrir hættum fátæktar og annarra hlekkja og vill leggja sitt að veði til að breyta óréttlætinu. Og svo er ég viss um að það mun enginn eiga neitt inni hjá Herdísi verði hún kjörin. Ég kýs konu sem er réttsýn og vill stuðla að raunverulegu jafnræði allra Íslendinga. Ég kýs Herdísi vegna þess að hún “vill öllum í húsinu vel” og ég þekki hana af því að standa við orð sín og leika aldrei aðra manneskju en hún er. Og svo er ég viss um að það mun enginn eiga neitt inni hjá henni verði hún kjörin. Ég kýs konu sem mun sitja stolt, sjálfstæð á Bessastöðum. Ég kýs Herdísi Þorgeirsdóttur sem virðir fólkið í landinu - og vill vinna okkur vel.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar