Stuðningsgrein: Mig langar orðið að flytja heim Ingibjörg Björnsdóttir skrifar 25. júní 2012 11:39 Ég kemst því miður ekki til þess að kjósa mér forseta, í mínum heimabæ er hvorki sendiráð né ræðismaður og ekki hægt að komast á kjöstað öðruvísi en með bát eða flugvél. Erindi mínu um utankjörfund hjá lögregluyfirvaldinu í bænum mínum var tekið fálega hjá utanríkisráðuneytinu, þar fara menn eftir fordæmum, en gefa ekki. Þar sem ég kemst ekki sjálf verður einu atkvæði minna að telja, og það gæti skipt sköpum. Það gæti skipt sköpum fyrir mig og fjölskyldu mína, heimflutningur gæti dregist um ókomna óvissu tíð ef atkvæði falla ekki eins og mér geðjast best. Ég get ekki hugsað mér að fara með börnin mín heim í sama lævi blandaða loft og ég yfirgaf sjálf fyrir þrettán árum. Ég finn enn til óyndis svo mikils að ég verð að skekja axlir þegar ég hugsa til fyrrverandi forsætisráðherra tala um púnkt og húrrahróp og forseta voran. Fréttamenn og konur gerðu sér það að leik árið 1996 að spyrja þáverandi forsætisráðherra hvernig hann hygðist hylla nýkjörinn forseta, þetta með púnktinn þótti skondið meðal sumra. Það þótti líka sumum skondið þegar útséð var um úrslit á kosninganótt að forsætisráðherrann skyldi tilkynna að skrifstofa forseta myndi framvegis vera til húsa á Sóleyjargötu 1, en ekki í Stjórnarráðinu eins og tíðkast hafði um árabil. Svo mikil var gremjan milli þessarra tveggja manna að þeir gátu ekki hugsað sér að vinna undir sama þaki. Nú er öldin önnur, og þeir hafa bætt ráð sitt, eða eignast annan óvin. Tortryggnir klækjarefir eins og þeir geta nefnilega ekki hugsað sér það að einstaklingar taki sig saman án þess að vera með dúnka fulla af ráðabruggi og samsæriskenningum. Nú eru þeir sameinaðir í óvild sinni á forsætisráðherra, og eru tilbúnir til að trúa öllu upp á hana og hennar samstarfsfólk, eins og því að setja af stað forsetaframboð til þess eins að koma núverandi forseta frá svo hægt sé að koma Íslandi inn í Evrópusambandið möglunarlaust og framselja þar með sjálfstæði, fisk og fjallkonu og annað sem þeim er sérlega annt um… Sú er þeirra aðferð, að fjarstýra fólki, plotta og pukrast hleypa engum að sem ekki er á þeirra fyrirfram ákveðnu mælendaskrá. Þeir hafa ekki kynnst því fyrr að breiður hópur fólks taki höndum saman til þess að koma geðslegri og frambærilegri manneskju í stað þeirra. Forseti Íslands á ekki að vera pólitískur leiðtogi eða uppalandi þjóðar. Forseti á að vera menningarleg, hlý, greind, glaðleg og skynsöm manneskja. Embættið var sett á sem mótvægi við Norrænu kóngahúsin, það þótti tilhlýðilegt á sínum tíma að Íslendingar gætu sent ópólítískan fulltrúa á heldri manna mót, hérðasmót og allavega mannamót.. Forseti á að vera manneskja sem óþvinguð ferðast meðal samborgara sinna samtímis því að hún hittir heldri borgara heimsins og segir þeim fallegar sögur af landinu sínu. Forseti Íslands á ekki að vera pólitískur embættismaður eða löggjafi. Alþingi á að sjá um að semja lög, og forsetinn skrifar undir þau. Það er Alþingismanna og kvenna að vinna sína vinnu í nefndum þannig að sem mestur meirihluti fáist fyrir hverri nýrri lagasetningu, þannig að forseti geti áhyggjulaus skrifað undir ný lög. Forseti Íslands á að miðla íslenskri menningu og framleiðslu erlendis og sameinast þjóðinni á viðburðum innanlands, en ekki vera í orðaskaki og látalátum við fulltrúa þjóðarinnar á Alþingi og í ráðuneytum. Þessu virðast gömlu óvildarmennirnir frá síðustu öld hafa gleymt. Þeir vilja að forseti hafi úrslitavald um öll lög, og geti hvenær sem er breytt sér í sjálfskipaðan öryggisventil þjóðar sem var. Þjóð sem er vill frið, sátt, samlyndi og skynsamlegar ákvarðanir. Þjóð sem er kýs sér fulltrúa á Alþingi til að tala máli sínu þar. Þjóð sem er vill ópólitískan fulltrúa sem ferst vel að bera hróður Íslands um heimsbyggðina, sem með látleysi og hispursleysi hrífur fólk og gefur von um breytta tíma. Þjóð sem var endasendtist á eftir ungum, gröðum strákum sem skildu sína hinum stóra heimi hvernig átti að græða með því að taka lán og eyða annarra peningum. Þjóð sem er og græddi ekki neitt, vill öryggi til að ala upp börnin sín, gera gamla fólkinu glaðan dag og hlúa að hinum sjúku. Þjóð sem er, er kona eins og ég og kona eins og Þóra Arnórsdóttir. Þessvegna myndi ég kjósa hana, kæmist ég til þess. Ég vona að þið sem komist á kjörstað, eða til utankjörfundaratkvæðagreiðslu séuð eins og ég. Því eins og áður sagði, þá langar mig svo ósköp mikið heim, en skilyrði fyrir því að ég komi heim er það að ég eigi einhverja samleið með þjóðinni minni. Samleiðin felst í því að gefa bitrum mönnum frí, og hleypa glaðlyndri konu að. Konu sem færi dæmalaust vel sem fulltrúi þjóðarinnar á mannamótum, hvort sem er heima eða heiman. Konu sem hefur auk allra ofantalinna kosta, kjark til þess að bjóða sig fram í embætti Forseta Íslands, þvert á allar staðalmyndir um embættið. Ég vona innilega að þjóðin mín og ég eigum samleið, þá kem ég heim áður en árið er á enda og spegla mig glöð í Forseta Íslands Þóru Arnórsdóttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Ég kemst því miður ekki til þess að kjósa mér forseta, í mínum heimabæ er hvorki sendiráð né ræðismaður og ekki hægt að komast á kjöstað öðruvísi en með bát eða flugvél. Erindi mínu um utankjörfund hjá lögregluyfirvaldinu í bænum mínum var tekið fálega hjá utanríkisráðuneytinu, þar fara menn eftir fordæmum, en gefa ekki. Þar sem ég kemst ekki sjálf verður einu atkvæði minna að telja, og það gæti skipt sköpum. Það gæti skipt sköpum fyrir mig og fjölskyldu mína, heimflutningur gæti dregist um ókomna óvissu tíð ef atkvæði falla ekki eins og mér geðjast best. Ég get ekki hugsað mér að fara með börnin mín heim í sama lævi blandaða loft og ég yfirgaf sjálf fyrir þrettán árum. Ég finn enn til óyndis svo mikils að ég verð að skekja axlir þegar ég hugsa til fyrrverandi forsætisráðherra tala um púnkt og húrrahróp og forseta voran. Fréttamenn og konur gerðu sér það að leik árið 1996 að spyrja þáverandi forsætisráðherra hvernig hann hygðist hylla nýkjörinn forseta, þetta með púnktinn þótti skondið meðal sumra. Það þótti líka sumum skondið þegar útséð var um úrslit á kosninganótt að forsætisráðherrann skyldi tilkynna að skrifstofa forseta myndi framvegis vera til húsa á Sóleyjargötu 1, en ekki í Stjórnarráðinu eins og tíðkast hafði um árabil. Svo mikil var gremjan milli þessarra tveggja manna að þeir gátu ekki hugsað sér að vinna undir sama þaki. Nú er öldin önnur, og þeir hafa bætt ráð sitt, eða eignast annan óvin. Tortryggnir klækjarefir eins og þeir geta nefnilega ekki hugsað sér það að einstaklingar taki sig saman án þess að vera með dúnka fulla af ráðabruggi og samsæriskenningum. Nú eru þeir sameinaðir í óvild sinni á forsætisráðherra, og eru tilbúnir til að trúa öllu upp á hana og hennar samstarfsfólk, eins og því að setja af stað forsetaframboð til þess eins að koma núverandi forseta frá svo hægt sé að koma Íslandi inn í Evrópusambandið möglunarlaust og framselja þar með sjálfstæði, fisk og fjallkonu og annað sem þeim er sérlega annt um… Sú er þeirra aðferð, að fjarstýra fólki, plotta og pukrast hleypa engum að sem ekki er á þeirra fyrirfram ákveðnu mælendaskrá. Þeir hafa ekki kynnst því fyrr að breiður hópur fólks taki höndum saman til þess að koma geðslegri og frambærilegri manneskju í stað þeirra. Forseti Íslands á ekki að vera pólitískur leiðtogi eða uppalandi þjóðar. Forseti á að vera menningarleg, hlý, greind, glaðleg og skynsöm manneskja. Embættið var sett á sem mótvægi við Norrænu kóngahúsin, það þótti tilhlýðilegt á sínum tíma að Íslendingar gætu sent ópólítískan fulltrúa á heldri manna mót, hérðasmót og allavega mannamót.. Forseti á að vera manneskja sem óþvinguð ferðast meðal samborgara sinna samtímis því að hún hittir heldri borgara heimsins og segir þeim fallegar sögur af landinu sínu. Forseti Íslands á ekki að vera pólitískur embættismaður eða löggjafi. Alþingi á að sjá um að semja lög, og forsetinn skrifar undir þau. Það er Alþingismanna og kvenna að vinna sína vinnu í nefndum þannig að sem mestur meirihluti fáist fyrir hverri nýrri lagasetningu, þannig að forseti geti áhyggjulaus skrifað undir ný lög. Forseti Íslands á að miðla íslenskri menningu og framleiðslu erlendis og sameinast þjóðinni á viðburðum innanlands, en ekki vera í orðaskaki og látalátum við fulltrúa þjóðarinnar á Alþingi og í ráðuneytum. Þessu virðast gömlu óvildarmennirnir frá síðustu öld hafa gleymt. Þeir vilja að forseti hafi úrslitavald um öll lög, og geti hvenær sem er breytt sér í sjálfskipaðan öryggisventil þjóðar sem var. Þjóð sem er vill frið, sátt, samlyndi og skynsamlegar ákvarðanir. Þjóð sem er kýs sér fulltrúa á Alþingi til að tala máli sínu þar. Þjóð sem er vill ópólitískan fulltrúa sem ferst vel að bera hróður Íslands um heimsbyggðina, sem með látleysi og hispursleysi hrífur fólk og gefur von um breytta tíma. Þjóð sem var endasendtist á eftir ungum, gröðum strákum sem skildu sína hinum stóra heimi hvernig átti að græða með því að taka lán og eyða annarra peningum. Þjóð sem er og græddi ekki neitt, vill öryggi til að ala upp börnin sín, gera gamla fólkinu glaðan dag og hlúa að hinum sjúku. Þjóð sem er, er kona eins og ég og kona eins og Þóra Arnórsdóttir. Þessvegna myndi ég kjósa hana, kæmist ég til þess. Ég vona að þið sem komist á kjörstað, eða til utankjörfundaratkvæðagreiðslu séuð eins og ég. Því eins og áður sagði, þá langar mig svo ósköp mikið heim, en skilyrði fyrir því að ég komi heim er það að ég eigi einhverja samleið með þjóðinni minni. Samleiðin felst í því að gefa bitrum mönnum frí, og hleypa glaðlyndri konu að. Konu sem færi dæmalaust vel sem fulltrúi þjóðarinnar á mannamótum, hvort sem er heima eða heiman. Konu sem hefur auk allra ofantalinna kosta, kjark til þess að bjóða sig fram í embætti Forseta Íslands, þvert á allar staðalmyndir um embættið. Ég vona innilega að þjóðin mín og ég eigum samleið, þá kem ég heim áður en árið er á enda og spegla mig glöð í Forseta Íslands Þóru Arnórsdóttur.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar