Vettel fljótastur í Valencia Birgir Þór Harðarson skrifar 22. júní 2012 18:31 Vettel hefur unnið kappaksturinn í Valencia 2010 og 2011. Hann er því á góðri leið með að sækja sinn þriðja sigur í röð í höfninni í Valencia. nordicphotos/afp Heimsmeistarinn Sebastian Vettel var fljótastur á seinni æfingum dagsins fyrir kappaksturinn í Valencia á Spáni á sunnudag. Red Bull-liðið notaðist við uppfærðan afturenda bílsins. Eins og svo oft áður í sumar skilur sekúnta efstu fimmtán að. Það er því mjög erfitt að segja til um það hver muni hrifsa ráspól í tímatökunum á morgun. Pastor Maldonado var fljótastur á Williams-bíl sínum á fyrri æfingum dagins. Hann náði þó ekki að halda því og endaði þrettándi. Vettel varð annar í þeirri æfingu og aðeins 0,08 sekúntum á eftir Maldonado. Red Bull-bílarnir líta út fyrir að vera fyrna sterkir í Valencia því Mark Webber, liðsfélagi Vettels, var aldrei langt undan. Á seinni æfingunni varð Nico Hulkenberg á Force India annar og Kamui Kobayashi þriðji. Þá kom Michael Schumacher og Bruno Senna. McLaren-menn virðast vera í einhverskonar vandræðum í Valencia því þeir komust ekki á topp 10 í seinni æfingunni og voru aðeins í fjórða og áttunda sæti á þeirri fyrri. Á sama hátt virðist Felipe Massa ekki ná að fylgja eftir markmiðum sínum um að skáka liðsfélaga sínum Fernando Alonso. Massa var aðeins fjórtándi í fyrri æfingunni og fimmtándi í þeirri seinni. Formúla Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel var fljótastur á seinni æfingum dagsins fyrir kappaksturinn í Valencia á Spáni á sunnudag. Red Bull-liðið notaðist við uppfærðan afturenda bílsins. Eins og svo oft áður í sumar skilur sekúnta efstu fimmtán að. Það er því mjög erfitt að segja til um það hver muni hrifsa ráspól í tímatökunum á morgun. Pastor Maldonado var fljótastur á Williams-bíl sínum á fyrri æfingum dagins. Hann náði þó ekki að halda því og endaði þrettándi. Vettel varð annar í þeirri æfingu og aðeins 0,08 sekúntum á eftir Maldonado. Red Bull-bílarnir líta út fyrir að vera fyrna sterkir í Valencia því Mark Webber, liðsfélagi Vettels, var aldrei langt undan. Á seinni æfingunni varð Nico Hulkenberg á Force India annar og Kamui Kobayashi þriðji. Þá kom Michael Schumacher og Bruno Senna. McLaren-menn virðast vera í einhverskonar vandræðum í Valencia því þeir komust ekki á topp 10 í seinni æfingunni og voru aðeins í fjórða og áttunda sæti á þeirri fyrri. Á sama hátt virðist Felipe Massa ekki ná að fylgja eftir markmiðum sínum um að skáka liðsfélaga sínum Fernando Alonso. Massa var aðeins fjórtándi í fyrri æfingunni og fimmtándi í þeirri seinni.
Formúla Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira