Brynjar: Krefst þess að ungu strákarnir standi sig betur en í fyrra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2012 17:30 Brynjar Þór Björnsson. Mynd/Anton Brynjar Þór Björnsson er á leið heim í KR eftir eitt ár í atvinnumennsku í Svíþjóð. Hann mun spila með liðinu ásamt Helga Má Magnússyni sem er annar uppalinn KR-ingur sem ætlar að æfa og spila í DHL-höllinni næsta vetur. „Það er orðið nokkuð öruggt með okkur báða og bara formsatriði eins og staðan er núna," segir Brynjar Þór sem hefur orðið þrisvar sinnum Íslandsmeistari með KR-ingum þrátt fyrir að vera enn bara 24 ára gamall. „Það er lítið búið að vera að gerast úti og þetta er örugga leiðin. Ég vildi ekki vera of seinn í þessu heldur til að ég missti ekki af tilboðunum hér heima. Það er einhver fyrirvari í þessu að ég geti farið ef það kemur eitthvað spennandi," sagði Brynjar. „Ég er búinn að vera vanur því að vinna síðustu árin sem ég hef spilað með KR og við ætlum ekki að gefa það upp á bátinn. Ef við og Helgi komum báðir þá er þetta orðinn ágætlega sterkur mannskapur," sagði Brynjar. „Ég er mjög bjartsýnn fyrir hönd ungu strákana í KR-liðinu fyrir þetta tímabil og krefst þess að þeir standi sig vel í vetur og betur en í fyrra. Það er fínt fyrir þá að fá eldri og reyndari menn inn í þetta sem geta þá barið þá áfram," sagði Brynjar. Brynjar Þór skoraði 10,4 stig að meðaltali á 25,1 mínútum í leik með Jämtland í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en hann hitti úr 40,8 prósent þriggja stiga skota sinna. „Þetta var tækifæri sem ég hefði alls ekki viljað sleppa. Það var lærdómsríkt að vera einn úti og spila með strákum sem maður hafði aldrei spilað með áður. Þetta var mjög gaman og dýrmætt tækifæri fyrir mig," segir Brynjar sem segir að það skipti miklu máli að fá Helga líka aftur heim. „Helgi gerði eiginlega allt í 08 í vetur. Hann var að skora, taka fráköst og gefa stoðsendingar. Hann er ekki sá leikmaður sem maður tekur mikið eftir í tölfræðinni en hann skilar alltaf sínu. Þetta var að ég held besta tímabilið hans síðan að hann fór í atvinnumennsku og hann stóð sig svakalega vel," sagði Brynjar og það er mikil spenna út í KR fyrir komandi vetri. „Það verður sterkur kjarni af KR-ingum í liðinu og það er það sem KR-ingar vilja; að vera með nóg af KR-ingum í liðinu og vera að berjast um titla," segir Brynjar að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Sjá meira
Brynjar Þór Björnsson er á leið heim í KR eftir eitt ár í atvinnumennsku í Svíþjóð. Hann mun spila með liðinu ásamt Helga Má Magnússyni sem er annar uppalinn KR-ingur sem ætlar að æfa og spila í DHL-höllinni næsta vetur. „Það er orðið nokkuð öruggt með okkur báða og bara formsatriði eins og staðan er núna," segir Brynjar Þór sem hefur orðið þrisvar sinnum Íslandsmeistari með KR-ingum þrátt fyrir að vera enn bara 24 ára gamall. „Það er lítið búið að vera að gerast úti og þetta er örugga leiðin. Ég vildi ekki vera of seinn í þessu heldur til að ég missti ekki af tilboðunum hér heima. Það er einhver fyrirvari í þessu að ég geti farið ef það kemur eitthvað spennandi," sagði Brynjar. „Ég er búinn að vera vanur því að vinna síðustu árin sem ég hef spilað með KR og við ætlum ekki að gefa það upp á bátinn. Ef við og Helgi komum báðir þá er þetta orðinn ágætlega sterkur mannskapur," sagði Brynjar. „Ég er mjög bjartsýnn fyrir hönd ungu strákana í KR-liðinu fyrir þetta tímabil og krefst þess að þeir standi sig vel í vetur og betur en í fyrra. Það er fínt fyrir þá að fá eldri og reyndari menn inn í þetta sem geta þá barið þá áfram," sagði Brynjar. Brynjar Þór skoraði 10,4 stig að meðaltali á 25,1 mínútum í leik með Jämtland í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en hann hitti úr 40,8 prósent þriggja stiga skota sinna. „Þetta var tækifæri sem ég hefði alls ekki viljað sleppa. Það var lærdómsríkt að vera einn úti og spila með strákum sem maður hafði aldrei spilað með áður. Þetta var mjög gaman og dýrmætt tækifæri fyrir mig," segir Brynjar sem segir að það skipti miklu máli að fá Helga líka aftur heim. „Helgi gerði eiginlega allt í 08 í vetur. Hann var að skora, taka fráköst og gefa stoðsendingar. Hann er ekki sá leikmaður sem maður tekur mikið eftir í tölfræðinni en hann skilar alltaf sínu. Þetta var að ég held besta tímabilið hans síðan að hann fór í atvinnumennsku og hann stóð sig svakalega vel," sagði Brynjar og það er mikil spenna út í KR fyrir komandi vetri. „Það verður sterkur kjarni af KR-ingum í liðinu og það er það sem KR-ingar vilja; að vera með nóg af KR-ingum í liðinu og vera að berjast um titla," segir Brynjar að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Sjá meira