Grosjean fær fimm sæta víti í Þýskalandi Birgir Þór Harðarson skrifar 16. júlí 2012 21:30 Grosjean hefur sýnt að hann getur búið til mikið úr litlu. nordicphotos/afp Romain Grosjean hjá Lotus-liðinu fær fimm sæta viti á ráslínunni í næsta móti sem fram fer í Hockenheim í Þýskalandi um næstu helgi. Gírkassinn í Lotus-bílnum bilaði svo um hann þurfti að skipta. Í síðasta hring í breska kappakstrinum í Silverstone komu upp vandræði með gírkassann í bíl Grosjean. Hefði vandamálið komið upp fyrr hefði hann að öllum líkindum ekki getað lokið móti. Grosjean endaði mótið í sjötta sæti á eftir liðsfélaga sínum Kimi Raikkönen. Ef skipt er um í gírkassa á milli móta fá ökumenn sjálfkrafa fimm sæta refsingu á ráslínu næsta móts. Sama hvar Grosjean lendir í tímatökunum í Hockenheim mun hann falla aftur um fimm sæti. "Við vorum heppin að gírkassinn klikkaði ekki fyrr í keppninni," sagði James Allison tæknistjóri Lotus. "Grosjean sýndi hins vegar á Silverstone að þó hann ræsi aftarlega þarf það ekki endilega að þýða lélegur árangur í keppni." Formúla Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Romain Grosjean hjá Lotus-liðinu fær fimm sæta viti á ráslínunni í næsta móti sem fram fer í Hockenheim í Þýskalandi um næstu helgi. Gírkassinn í Lotus-bílnum bilaði svo um hann þurfti að skipta. Í síðasta hring í breska kappakstrinum í Silverstone komu upp vandræði með gírkassann í bíl Grosjean. Hefði vandamálið komið upp fyrr hefði hann að öllum líkindum ekki getað lokið móti. Grosjean endaði mótið í sjötta sæti á eftir liðsfélaga sínum Kimi Raikkönen. Ef skipt er um í gírkassa á milli móta fá ökumenn sjálfkrafa fimm sæta refsingu á ráslínu næsta móts. Sama hvar Grosjean lendir í tímatökunum í Hockenheim mun hann falla aftur um fimm sæti. "Við vorum heppin að gírkassinn klikkaði ekki fyrr í keppninni," sagði James Allison tæknistjóri Lotus. "Grosjean sýndi hins vegar á Silverstone að þó hann ræsi aftarlega þarf það ekki endilega að þýða lélegur árangur í keppni."
Formúla Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira