Fólk lítur björtum augum til framtíðar Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 22. júlí 2012 12:00 Guðrún Jóna Jónsdóttir, formaður ungra jafnaðarmanna, er nú stödd í Noregi. mynd/AFP Norðmenn minnast þess í dag að eitt ár er liðið frá voðaverkunum í Útey og Osló þar sem fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik drap 77 manns og særði 242. Formaður ungra jafnaðarmanna sem verður viðstödd minningarathöfn í Útey í dag segir fólk líta björtum augum til framtíðarinnar og vilja halda hugsjónum þeirra sem voru drepnir á lofti. Dagurinn hófst með minningarathöfn í miðborg Osló þar sem blómsveigur var lagður á staðinn þar sem bílasprengja sprakk fyrir ári síðan og 8 manns létu lífið.Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs og Haraldur fimmti Noregskonungur voru viðstaddir. Stoltenberg sagði Breivik ekki hafa tekist ætlunarverk sitt að eyðileggja vilja Noregs til að vera fjölþjóðlegt samfélag. Þá var einnig minningarguðþjónusta í dómkirkjunni í Osló í morgun og síðar í dag verða minningarathafnir í Útey og tónleikar í miðborg Osló. Guðrún Jóna Jónsdóttir formaður ungra jafnaðarmanna er nú stödd í Noregi og var hún á leið á minningarathöfn í Útey þegar fréttastofa náði tali af henni í morgun. „Við erum sem sagt hérna saman, alþjóðafulltrúar allstaðar að, krakkar sem voru í Útey í fyrra og svo formenn norðurlanda ungra jafnaðarmannasamtakanna," segir Guðrún. Hún segir Stoltenberg hafa sett tóninn fyrir daginn í morgun. „Hann sagði: „Við munum aldrei gleyma, aldrei gleyma þeim sem voru drepnir, þeirra hugsjónum og aldrei gleyma því að svona hlutir geta gerst ef við erum ekki alltaf á verði." Stemmningin er svona, það eru allir fullir af von um framtíðina og hugsjónum þeirra sem voru drepnir í þessum voðalega atburði." Hún segir Norðmenn hafa staðið mjög vel að viðburðum dagsins og þau muni fá frjálsan tíma á eyjunni í dag til að íhuga það sem gerðist og minnast hinna látnu.Hvernig líður þér sjálfri að vera að fara þarna út í eyjuna þar sem þessir atburðir áttu sér stað? „Ég er ekkert búin að hlakka til. Ég er búin að kvíða fyrir þessum degi, það er mikið af tilfinningum sem værast um í manni og ofboðslega mikil sorg og skilningsleysi fyrir þessum hugsjónum. Ég samt held að þetta verði gott fyrir mig og alla sem eru að fara og geta sýnt samhuginn sem allir Íslendingar finna fyrir norðmönnum í dag og gerðu svo sannarlega fyrir ári síðan." Hér heima munu ungir jafnaðarmenn standa fyrir stuttri athöfn í minningarlundinum við Norræna húsið í Vatnsmýri til að minnast fórnarlamba voðaverkanna og hefst hún klukkan hálf níu í kvöld. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
Norðmenn minnast þess í dag að eitt ár er liðið frá voðaverkunum í Útey og Osló þar sem fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik drap 77 manns og særði 242. Formaður ungra jafnaðarmanna sem verður viðstödd minningarathöfn í Útey í dag segir fólk líta björtum augum til framtíðarinnar og vilja halda hugsjónum þeirra sem voru drepnir á lofti. Dagurinn hófst með minningarathöfn í miðborg Osló þar sem blómsveigur var lagður á staðinn þar sem bílasprengja sprakk fyrir ári síðan og 8 manns létu lífið.Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs og Haraldur fimmti Noregskonungur voru viðstaddir. Stoltenberg sagði Breivik ekki hafa tekist ætlunarverk sitt að eyðileggja vilja Noregs til að vera fjölþjóðlegt samfélag. Þá var einnig minningarguðþjónusta í dómkirkjunni í Osló í morgun og síðar í dag verða minningarathafnir í Útey og tónleikar í miðborg Osló. Guðrún Jóna Jónsdóttir formaður ungra jafnaðarmanna er nú stödd í Noregi og var hún á leið á minningarathöfn í Útey þegar fréttastofa náði tali af henni í morgun. „Við erum sem sagt hérna saman, alþjóðafulltrúar allstaðar að, krakkar sem voru í Útey í fyrra og svo formenn norðurlanda ungra jafnaðarmannasamtakanna," segir Guðrún. Hún segir Stoltenberg hafa sett tóninn fyrir daginn í morgun. „Hann sagði: „Við munum aldrei gleyma, aldrei gleyma þeim sem voru drepnir, þeirra hugsjónum og aldrei gleyma því að svona hlutir geta gerst ef við erum ekki alltaf á verði." Stemmningin er svona, það eru allir fullir af von um framtíðina og hugsjónum þeirra sem voru drepnir í þessum voðalega atburði." Hún segir Norðmenn hafa staðið mjög vel að viðburðum dagsins og þau muni fá frjálsan tíma á eyjunni í dag til að íhuga það sem gerðist og minnast hinna látnu.Hvernig líður þér sjálfri að vera að fara þarna út í eyjuna þar sem þessir atburðir áttu sér stað? „Ég er ekkert búin að hlakka til. Ég er búin að kvíða fyrir þessum degi, það er mikið af tilfinningum sem værast um í manni og ofboðslega mikil sorg og skilningsleysi fyrir þessum hugsjónum. Ég samt held að þetta verði gott fyrir mig og alla sem eru að fara og geta sýnt samhuginn sem allir Íslendingar finna fyrir norðmönnum í dag og gerðu svo sannarlega fyrir ári síðan." Hér heima munu ungir jafnaðarmenn standa fyrir stuttri athöfn í minningarlundinum við Norræna húsið í Vatnsmýri til að minnast fórnarlamba voðaverkanna og hefst hún klukkan hálf níu í kvöld.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?