Raikkönen gæti farið aftur til Ferrari Birgir Þór Harðarson skrifar 30. júlí 2012 12:00 Kimi er ekki viss hvar hann verður á næsta ári. nordicphotos/afp Kimi Raikkönen tekur ekki fyrir að snúa aftur til Ferrari á næsta ári. Hann ók fyrir ítalska liðið í þrjú ár, 2007-2009, og varð heimsmeistari í rauðum fák árið 2007. Raikkönen ekur nú fyrir Lotus. Árangur Kimi í Lotus-bílnum í ár hefur vakið áhuga Ferrari-liðsins á honum á ný en hann þótti mjög vinsæll þar áður en ákvað að gefa Formúlu 1 upp á bátinn í lok árs 2009 og huga að heimsmeistarakeppninni í rallý. Ferrari-liðið er nú að skima eftir nýjum ökumanni til að fylla sæti Felipe Massa á næsta ári. Massa hefur ekki náð markmiðum sínum og liðsins í mótum ársins og því er talið víst að hann fái samning sinn ekki endurnýjaðan. Lotus-liðið á hinn bóginn gerir ráð fyrir því að Raikkönen aki fyrir liðið á næsta ári. Kimi hefur verið í samningsviðræðum við lið sitt í einhvern tíma því samningur hans við liðið rennur út í lok þessa árs. Formúla 1 er nú í sumarfríi allan ágústmánuð og keppir næst á belgísku brautinni í Spa-Francorshamps. Það verður því kannski lítið um að vera á ökumannamarkaðinum á næstunni. Formúla Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Kimi Raikkönen tekur ekki fyrir að snúa aftur til Ferrari á næsta ári. Hann ók fyrir ítalska liðið í þrjú ár, 2007-2009, og varð heimsmeistari í rauðum fák árið 2007. Raikkönen ekur nú fyrir Lotus. Árangur Kimi í Lotus-bílnum í ár hefur vakið áhuga Ferrari-liðsins á honum á ný en hann þótti mjög vinsæll þar áður en ákvað að gefa Formúlu 1 upp á bátinn í lok árs 2009 og huga að heimsmeistarakeppninni í rallý. Ferrari-liðið er nú að skima eftir nýjum ökumanni til að fylla sæti Felipe Massa á næsta ári. Massa hefur ekki náð markmiðum sínum og liðsins í mótum ársins og því er talið víst að hann fái samning sinn ekki endurnýjaðan. Lotus-liðið á hinn bóginn gerir ráð fyrir því að Raikkönen aki fyrir liðið á næsta ári. Kimi hefur verið í samningsviðræðum við lið sitt í einhvern tíma því samningur hans við liðið rennur út í lok þessa árs. Formúla 1 er nú í sumarfríi allan ágústmánuð og keppir næst á belgísku brautinni í Spa-Francorshamps. Það verður því kannski lítið um að vera á ökumannamarkaðinum á næstunni.
Formúla Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira