Erfiðum réttarhöldum lokið 24. ágúst 2012 12:30 Frá dómsuppkvaðningu í dag. mynd/AFP Skiptar skoðanir virðast vera á dómnum yfir Breivik í dag. Aðstandendur hafa margir hverjir fagnað niðurstöðunni og lýst yfir ánægju sinni með að málið hafi nú loks verið leitt til lykta. Aðrir eru þó á öðru máli og segja dóminn vera vægan. Lögmaður aðstandenda sagði í kjölfar dómsins að flestir væru sáttir með að réttarhöldin hefðu sýnt fram á að Breivik hafi verið heill á geði þegar hann framdi ódæðisverk sín. Upphaflegt mat geðlækna um að fjöldamorðinginn hafi í raun verið haldinn geðrofa hafi komið þeim á óvart. Þá hefur Knut Storberget, fyrrverandi dómsmálaráðherra Noregs, fagnað niðurstöðunni. Í samtali við norska ríkisútvarpið sagði hann að Breivik muni sitja bak við lás og slá alla sína tíð og það væri tvímælalaust jákvæð niðurstaða.Útey.mynd/AFPEftir að niðurstaða dómsins var kunngjörð í morgun tók við langur og strangur lestur þar sem ódæðisverkum Breiviks var lýst af mikilli nákvæmni. Rúmt ár er liðið síðan bílasprengja Breiviks sprakk í stjórnarráðshverfinu í Ósló. Sprengjan var níu hundruð og fimmtíu kíló að þyngd en hún sprakk fyrir utan skrifstofur Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs. Átta manns létust í tilræðinu og tugir særðust. Ljóst er að Breivik notaði áburð og brennsluolíu við gerð sprengjunnar. Á meðan yfirvöld í Ósló tókust á við afleiðingar sprengjunnar hélt Breivik í átt að Útey. Skotárásin stóð yfir í eina klukkustund og fimmtán mínútur. Við dómsuppkvaðninguna í dag var gert grein fyrir hverju einasta fórnarlambi Breiviks. Sextíu og níu manns létust í skotárásinni en alls skaut Breivik 297 skotum úr riffli sínum og skammbyssu.Breivik brosti þegar niðurstaðan var kynnt í morgun.mynd/APSjónarvottar og eftirlifendur segja að Breivik hafi verið yfirvegaður og skipulagður. Hann var loks handtekinn af sérsveit norsku lögreglunnar. Sextánda apríl síðastliðin hófust réttarhöldin yfir Breivik í héraðsdómshúsinu í Ósló. Hann gekkst við sakargiftum en réttlætti verknaðinn með vísun í neyðarvarnarsjónarmið. Að voðaverkin hefðu verið viðbragð við ágangi múslíma í norsku samfélagi sem og ítökum marxista sem hann telur hafa eyðilagt menningu Noregs. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Skiptar skoðanir virðast vera á dómnum yfir Breivik í dag. Aðstandendur hafa margir hverjir fagnað niðurstöðunni og lýst yfir ánægju sinni með að málið hafi nú loks verið leitt til lykta. Aðrir eru þó á öðru máli og segja dóminn vera vægan. Lögmaður aðstandenda sagði í kjölfar dómsins að flestir væru sáttir með að réttarhöldin hefðu sýnt fram á að Breivik hafi verið heill á geði þegar hann framdi ódæðisverk sín. Upphaflegt mat geðlækna um að fjöldamorðinginn hafi í raun verið haldinn geðrofa hafi komið þeim á óvart. Þá hefur Knut Storberget, fyrrverandi dómsmálaráðherra Noregs, fagnað niðurstöðunni. Í samtali við norska ríkisútvarpið sagði hann að Breivik muni sitja bak við lás og slá alla sína tíð og það væri tvímælalaust jákvæð niðurstaða.Útey.mynd/AFPEftir að niðurstaða dómsins var kunngjörð í morgun tók við langur og strangur lestur þar sem ódæðisverkum Breiviks var lýst af mikilli nákvæmni. Rúmt ár er liðið síðan bílasprengja Breiviks sprakk í stjórnarráðshverfinu í Ósló. Sprengjan var níu hundruð og fimmtíu kíló að þyngd en hún sprakk fyrir utan skrifstofur Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs. Átta manns létust í tilræðinu og tugir særðust. Ljóst er að Breivik notaði áburð og brennsluolíu við gerð sprengjunnar. Á meðan yfirvöld í Ósló tókust á við afleiðingar sprengjunnar hélt Breivik í átt að Útey. Skotárásin stóð yfir í eina klukkustund og fimmtán mínútur. Við dómsuppkvaðninguna í dag var gert grein fyrir hverju einasta fórnarlambi Breiviks. Sextíu og níu manns létust í skotárásinni en alls skaut Breivik 297 skotum úr riffli sínum og skammbyssu.Breivik brosti þegar niðurstaðan var kynnt í morgun.mynd/APSjónarvottar og eftirlifendur segja að Breivik hafi verið yfirvegaður og skipulagður. Hann var loks handtekinn af sérsveit norsku lögreglunnar. Sextánda apríl síðastliðin hófust réttarhöldin yfir Breivik í héraðsdómshúsinu í Ósló. Hann gekkst við sakargiftum en réttlætti verknaðinn með vísun í neyðarvarnarsjónarmið. Að voðaverkin hefðu verið viðbragð við ágangi múslíma í norsku samfélagi sem og ítökum marxista sem hann telur hafa eyðilagt menningu Noregs.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira