Ferðamenn grétu af hræðslu - aðrir upplifðu ævintýri Kristján Már Unnarsson skrifar 13. september 2012 19:30 Dæmi eru um að erlendir ferðamenn hafi grátið og orðið mjög hræddir í veðurofsanum á Norðurlandi meðan aðrir upplifðu þetta sem ævintýri. Áætla má að mörg hundruð ferðamenn hafi lent í illviðrinu. Guðrún María Valgeirsdóttir, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, segir að öll hótel hafi verið full. Erfitt ástand hafi verið þar sem rafmagnið fór, og á þeim veitingastöðum. „Sumum ferðamönnum finnst þetta ævintýri en öðrum bregður í brún og það eru dæmi um það að fólk hafi farið hreinlega að gráta og orðið mjög hrætt," segir Guðrún María í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Ferðamennirnir í rútu, sem Stöðvar 2-menn hittu í Reykjahlíð, neyddust til að hætta við fara yfir Sprengisand en fóru í staðinn hringveginn um Austfirði að sunnan. Það virðist ekki hafa spillt fyrir. „Það sem við höfum séð í þessari rútu er alveg magnað. Fjöllin, rokið, snjórinn, á frekar lítilli eyju," sagði Joaquin Duran Toro, ferðamaður frá Spáni. Hann sagði ótrúlegt hvernig veðrið breyttist rétt eins og fingrum væri smellt og sagðist hafa næga sól á Spáni. „Ég hef séð nóg af sólinni, ég vil sjá eitthvað annað og þetta er allt öðruvísi," sagði Spánverjinn. Olga Zhanova frá Rússlandi sagði að þar væri oft kalt en Ísland væri kaldara land. Ekki var þó að heyra nein vonbrigði. „Þetta er mjög gott land, mjög fallegt," sagði Olga. Ari Arnórsson, leiðsögumaður ferðahópsins, sagði að þessir ferðamenn væru ekki síður ánægðir, og jafnvel ánægðari, en þeir sem voru í ferðinni á undan í tómu sólskini. „Það er mikilvægt að vera ekki að afsaka að það skuli vera ísland á Íslandi," sagði Ari. Aðalvandræði þessa hóps, eftir langa rútuferð, var að finna hvergi salerni við verslunarmiðstöðina í Reykjahlíð laust fyrir klukkan nítján og mátti sjá vonbrigðasvip þegar allt reyndist þar lokað og læst. Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Um land allt Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Dæmi eru um að erlendir ferðamenn hafi grátið og orðið mjög hræddir í veðurofsanum á Norðurlandi meðan aðrir upplifðu þetta sem ævintýri. Áætla má að mörg hundruð ferðamenn hafi lent í illviðrinu. Guðrún María Valgeirsdóttir, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, segir að öll hótel hafi verið full. Erfitt ástand hafi verið þar sem rafmagnið fór, og á þeim veitingastöðum. „Sumum ferðamönnum finnst þetta ævintýri en öðrum bregður í brún og það eru dæmi um það að fólk hafi farið hreinlega að gráta og orðið mjög hrætt," segir Guðrún María í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Ferðamennirnir í rútu, sem Stöðvar 2-menn hittu í Reykjahlíð, neyddust til að hætta við fara yfir Sprengisand en fóru í staðinn hringveginn um Austfirði að sunnan. Það virðist ekki hafa spillt fyrir. „Það sem við höfum séð í þessari rútu er alveg magnað. Fjöllin, rokið, snjórinn, á frekar lítilli eyju," sagði Joaquin Duran Toro, ferðamaður frá Spáni. Hann sagði ótrúlegt hvernig veðrið breyttist rétt eins og fingrum væri smellt og sagðist hafa næga sól á Spáni. „Ég hef séð nóg af sólinni, ég vil sjá eitthvað annað og þetta er allt öðruvísi," sagði Spánverjinn. Olga Zhanova frá Rússlandi sagði að þar væri oft kalt en Ísland væri kaldara land. Ekki var þó að heyra nein vonbrigði. „Þetta er mjög gott land, mjög fallegt," sagði Olga. Ari Arnórsson, leiðsögumaður ferðahópsins, sagði að þessir ferðamenn væru ekki síður ánægðir, og jafnvel ánægðari, en þeir sem voru í ferðinni á undan í tómu sólskini. „Það er mikilvægt að vera ekki að afsaka að það skuli vera ísland á Íslandi," sagði Ari. Aðalvandræði þessa hóps, eftir langa rútuferð, var að finna hvergi salerni við verslunarmiðstöðina í Reykjahlíð laust fyrir klukkan nítján og mátti sjá vonbrigðasvip þegar allt reyndist þar lokað og læst.
Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Um land allt Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira