Tilviljun að íslenskur talgervill er í Android-símum 26. september 2012 18:02 Íslenskan og tæknin. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í málfræði hjá Háskóla Íslands, segir að það þurfi að bregðast fljótt við varðandi tungumál og tækni áður en slíkt verið of seint. Eiríkur var í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en hann tók þátt í rannsókn á síðasta ári þar sem staða 30 tungumála í Evrópu gegn tækninni var skoðuð. Þar kom fram að tveir þriðju hlutar tungumálanna eru í ákveðinni hættu, þar á meðal íslensk tunga, enda málsvæðið lítið og dýrt að þjónusta það. „Tungumálið er ekki í bráðri hættu, ekki í þeim skilningi að þau eru að deyja út, en þessi tungumál héldu ekki í við tækniþróunina," útskýrði Eiríkur en hann segir það fyrirsjáanlegt í framtíðinni að tæki og tól, hvort sem það eru tölvur, símar eða heimilistæki, verði raddstýrð. „Og þá er spurningin hvaða tungumál við eigum að tala?" segir Eiríkur. Hann segir hættuna sem steðjar að tungumálinu ekki bráða. Hann líkir henni við hlýnun jarðar, „þetta gerist hægt, kannski ekki á næstu árum eða áratugum, en ef við grípum ekki í taumana núna, getur það orðið of seint þegar að því kemur," segir Eiríkur. Hann bendir á að ríkið þyrfti helst að koma að þessu verkefni, sérstaklega í ljósi þess að fyrirtæki sem framleiða slík tæki, sjá ekki hag sinn í að þjónusta sérstaklega málsvæði sem telur um 300 þúsund manns. Eiríkur segir að það sé íslenskur talgervill í android-síma hér á landi, „en það var bara tilviljun því það var Íslendingur sem vann við talgreiningu hjá Google," segir Eiríkur. Hann segir Ísland geti ekki treyst á slíka heppni. Hægt er að hlusta á viðtalið hér. Loftslagsmál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í málfræði hjá Háskóla Íslands, segir að það þurfi að bregðast fljótt við varðandi tungumál og tækni áður en slíkt verið of seint. Eiríkur var í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en hann tók þátt í rannsókn á síðasta ári þar sem staða 30 tungumála í Evrópu gegn tækninni var skoðuð. Þar kom fram að tveir þriðju hlutar tungumálanna eru í ákveðinni hættu, þar á meðal íslensk tunga, enda málsvæðið lítið og dýrt að þjónusta það. „Tungumálið er ekki í bráðri hættu, ekki í þeim skilningi að þau eru að deyja út, en þessi tungumál héldu ekki í við tækniþróunina," útskýrði Eiríkur en hann segir það fyrirsjáanlegt í framtíðinni að tæki og tól, hvort sem það eru tölvur, símar eða heimilistæki, verði raddstýrð. „Og þá er spurningin hvaða tungumál við eigum að tala?" segir Eiríkur. Hann segir hættuna sem steðjar að tungumálinu ekki bráða. Hann líkir henni við hlýnun jarðar, „þetta gerist hægt, kannski ekki á næstu árum eða áratugum, en ef við grípum ekki í taumana núna, getur það orðið of seint þegar að því kemur," segir Eiríkur. Hann bendir á að ríkið þyrfti helst að koma að þessu verkefni, sérstaklega í ljósi þess að fyrirtæki sem framleiða slík tæki, sjá ekki hag sinn í að þjónusta sérstaklega málsvæði sem telur um 300 þúsund manns. Eiríkur segir að það sé íslenskur talgervill í android-síma hér á landi, „en það var bara tilviljun því það var Íslendingur sem vann við talgreiningu hjá Google," segir Eiríkur. Hann segir Ísland geti ekki treyst á slíka heppni. Hægt er að hlusta á viðtalið hér.
Loftslagsmál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira