Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - HK 28-23 Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 17. október 2012 13:24 Mynd/Vilhelm FH sigraði Íslandsmeistara HK í uppgjöri liðanna sem léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í vor 28-23. Segja má að FH hafi fellt HK á eigin bragði því varnarleikur FH og markvarsla lagði grunninn að sigrinum eftir að HK hafði verið 14-12 yfir í hálfleik. Leikurinn var saga ólíkra hálfleika. HK var mikið betra í fyrri hálfleik. Liðið fékk urmul opinna færa og ef ekki hefði verið fyrir frábæra markvörslu Daníels Freys Andréssonar í marki FH hefði HK getað verið í mjög þægilegri stöðu í hálfleik. Vörn FH var sem gatasigti og sóknarleikurinn hægur og fyrirsjánalegur. Á sama tíma var vörn HK sterk en liðið gerði sig oft sekt um klaufaleg mistök í sókninni auk þess að liðið fór illa með mörg opin færi. Í seinni hálfleik skellti FH vörnin í lás, liðið náði að sundurspila vörn HK á löngum köflum og tryggja sér öruggan sigur að lokum. Miklu munaði um það hjá HK að Ólafur Víðir Ólafsson meiðist snemma leiks og Bjarki Jónsson náði að klippa Bjarka Má Elísson gjörsamlega út úr leiknum. FH fékk að sama skapi gott framlag sóknarlega frá mörgum leikmönnum auk þess sem Sigurður Ágústsson, Ísak Rafnsson og félagar í vörn FH stigu hressilega upp í seinni hálfleik. FH náði þar með HK að stigum en bæði lið eru með fimm stig eftir fimm leiki í afar jafnri deild. Einar Andri: Mættum til leiks í seinni hálfleikmynd/vilhelm„Við vorum á hælunum í fyrri hálfleik og vorum andlausir þó það sé góð stemning í liðinu. Þessir tveir tapleikir þar sem við töpum á síðustu tíu mínútunum hafa greinilega legið djúpt á mönnum. Menn svöruðu heldur betur í seinni hálfleik og sýndu frábæran karakter. Þeir sýndu það sem ég býst við af þessu liði í hverjum leik," sagði Einar Andri Einarsson þjálfari FH í leikslok. „Við fórum að spila vörn í seinni hálfleik. Þeir réðust utanvert á 6-0 vörnina og komust þar í gegn hvað eftir annað. Sóknarlega vorum við hræddir og menn að passa sig að gera ekki mistök sem boðar ekki gott. Svo mættu menn til leiks í seinni hálfleik. „Við horfum ekkert á töfluna, þetta snýst um spilamennsku og þegar FH spilar á getu þá eigum við að taka töluvert af stigum. Það þýðir ekkert að horfa bara á töfluna og spá ekkert í hvernig liðið er að spila, þetta snýst um hvað við gerum á vellinum. „Við getum byggt á þessu fyrir mjög mikilvægan leik í næstu viku á móti Aftureldingu. Við sjáum til hvernig Logi stendur sig í vikunni. Ef hann stendur sig vel þá er aldrei að vita nema við tökum hann inn í hópinn," sagði Einar Andri að lokum. Kristinn: Þurfum að gera það sem við erum góðir í til að vinna leikiKristni var heitt í hamsi í kvöld.mynd/vilhelm„Við erum algjörlega með stjórn á þessum leik í fyrri hálfleik og gerum það sem okkur langar til. Sóknarlega erum við að opna þá og fá mikið af færum og gera fullt af góðum hlutum. Samt sem áður erum við að gera hluti sem við erum ekki vanir að gera og töpum boltanum í staðin fyrir að koma okkur í þægilega stöðu fyrir hálfleik," sagði Kristinn Guðmundsson þjálfari HK í leikslok. „Við höldum áfram að gera þessa vitleysu í seinni hálfleik og erum að brenna inni á ákvarðanatöku og erum seinir að koma okkur til baka. Þeir ná að keyra á okkur. Ef við ætlum að vinna leiki þurfum við að halda okkur við að sem við erum góðir í og sleppa að fara í sirkúsa sem við erum ekkert góðir í. „Ég er mjög ánægður með margt hjá liðinu mínu framan af leik en þegar líður á leikinn þá vantar okkur kraft til að klára þennan leik. „Það hefur ekki verið of mikið að vera án þessara leikmanna. Við getum ekkert beðið eftir að þeir komi og reddi málum, lið byggjast ekki upp á einstaklingum þó það sé gott fyrir breidd. Við höfum haldið út án þessara leikmanna en það klikkar í dag. Við verðum að skoða af hverju." „Við höfum fengið fullt út úr þessum leikmönnum sem við erum með en kannski hefði ég átt að rúlla betur. Við brennum inni í nokkrum stöðum og ég verð að skoða það og læra af því. Ég er mjög ánægður með margt og ekki síst Atla Karl og þá ógnun sem hann er með í þessum leik. Svo er spurning hvort HK liðið haldi betur út þegar það er komið með fleiri leikmenn, auðvitað ætti að vera þannig," sagði Kristinn að lokum. Hér efst í fréttinni má sjá fleiri myndir úr leiknum. Olís-deild karla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira
FH sigraði Íslandsmeistara HK í uppgjöri liðanna sem léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í vor 28-23. Segja má að FH hafi fellt HK á eigin bragði því varnarleikur FH og markvarsla lagði grunninn að sigrinum eftir að HK hafði verið 14-12 yfir í hálfleik. Leikurinn var saga ólíkra hálfleika. HK var mikið betra í fyrri hálfleik. Liðið fékk urmul opinna færa og ef ekki hefði verið fyrir frábæra markvörslu Daníels Freys Andréssonar í marki FH hefði HK getað verið í mjög þægilegri stöðu í hálfleik. Vörn FH var sem gatasigti og sóknarleikurinn hægur og fyrirsjánalegur. Á sama tíma var vörn HK sterk en liðið gerði sig oft sekt um klaufaleg mistök í sókninni auk þess að liðið fór illa með mörg opin færi. Í seinni hálfleik skellti FH vörnin í lás, liðið náði að sundurspila vörn HK á löngum köflum og tryggja sér öruggan sigur að lokum. Miklu munaði um það hjá HK að Ólafur Víðir Ólafsson meiðist snemma leiks og Bjarki Jónsson náði að klippa Bjarka Má Elísson gjörsamlega út úr leiknum. FH fékk að sama skapi gott framlag sóknarlega frá mörgum leikmönnum auk þess sem Sigurður Ágústsson, Ísak Rafnsson og félagar í vörn FH stigu hressilega upp í seinni hálfleik. FH náði þar með HK að stigum en bæði lið eru með fimm stig eftir fimm leiki í afar jafnri deild. Einar Andri: Mættum til leiks í seinni hálfleikmynd/vilhelm„Við vorum á hælunum í fyrri hálfleik og vorum andlausir þó það sé góð stemning í liðinu. Þessir tveir tapleikir þar sem við töpum á síðustu tíu mínútunum hafa greinilega legið djúpt á mönnum. Menn svöruðu heldur betur í seinni hálfleik og sýndu frábæran karakter. Þeir sýndu það sem ég býst við af þessu liði í hverjum leik," sagði Einar Andri Einarsson þjálfari FH í leikslok. „Við fórum að spila vörn í seinni hálfleik. Þeir réðust utanvert á 6-0 vörnina og komust þar í gegn hvað eftir annað. Sóknarlega vorum við hræddir og menn að passa sig að gera ekki mistök sem boðar ekki gott. Svo mættu menn til leiks í seinni hálfleik. „Við horfum ekkert á töfluna, þetta snýst um spilamennsku og þegar FH spilar á getu þá eigum við að taka töluvert af stigum. Það þýðir ekkert að horfa bara á töfluna og spá ekkert í hvernig liðið er að spila, þetta snýst um hvað við gerum á vellinum. „Við getum byggt á þessu fyrir mjög mikilvægan leik í næstu viku á móti Aftureldingu. Við sjáum til hvernig Logi stendur sig í vikunni. Ef hann stendur sig vel þá er aldrei að vita nema við tökum hann inn í hópinn," sagði Einar Andri að lokum. Kristinn: Þurfum að gera það sem við erum góðir í til að vinna leikiKristni var heitt í hamsi í kvöld.mynd/vilhelm„Við erum algjörlega með stjórn á þessum leik í fyrri hálfleik og gerum það sem okkur langar til. Sóknarlega erum við að opna þá og fá mikið af færum og gera fullt af góðum hlutum. Samt sem áður erum við að gera hluti sem við erum ekki vanir að gera og töpum boltanum í staðin fyrir að koma okkur í þægilega stöðu fyrir hálfleik," sagði Kristinn Guðmundsson þjálfari HK í leikslok. „Við höldum áfram að gera þessa vitleysu í seinni hálfleik og erum að brenna inni á ákvarðanatöku og erum seinir að koma okkur til baka. Þeir ná að keyra á okkur. Ef við ætlum að vinna leiki þurfum við að halda okkur við að sem við erum góðir í og sleppa að fara í sirkúsa sem við erum ekkert góðir í. „Ég er mjög ánægður með margt hjá liðinu mínu framan af leik en þegar líður á leikinn þá vantar okkur kraft til að klára þennan leik. „Það hefur ekki verið of mikið að vera án þessara leikmanna. Við getum ekkert beðið eftir að þeir komi og reddi málum, lið byggjast ekki upp á einstaklingum þó það sé gott fyrir breidd. Við höfum haldið út án þessara leikmanna en það klikkar í dag. Við verðum að skoða af hverju." „Við höfum fengið fullt út úr þessum leikmönnum sem við erum með en kannski hefði ég átt að rúlla betur. Við brennum inni í nokkrum stöðum og ég verð að skoða það og læra af því. Ég er mjög ánægður með margt og ekki síst Atla Karl og þá ógnun sem hann er með í þessum leik. Svo er spurning hvort HK liðið haldi betur út þegar það er komið með fleiri leikmenn, auðvitað ætti að vera þannig," sagði Kristinn að lokum. Hér efst í fréttinni má sjá fleiri myndir úr leiknum.
Olís-deild karla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira