Ferrari-liðið sannfært um ágæti Massa og framlengir samninginn Birgir Þór Harðarson skrifar 17. október 2012 06:00 Það var langt síðan síðast og Massa fagnaði því vel og innilega að komast á verðlaunapall í Japan fyrir rúmri viku. nordicphotos/afp Brasilíski Formúlu 1-ökuþórinn Felipe Massa mun aka hjá Ferrari áfram á næsta ári. Þetta staðfesti liðið í gær. Sæti Massa virtist falt hverjum sem er fyrr í sumar þegar Massa stóð sig hörmulega. Massa hefur ekið hjá Ferrari síðan árið 2006 eftir að hafa staðið sig vel hjá Sauber frá 2003. Þá tók hann við sem liðsfélagi Michael Schumacher af Rubens Barrichello. Massa var svo í titilbaráttu við Lewis Hamilton árið 2008, sem hann hélt að hann hefði unnið í um það bil tíu sekúntur eða þangað til Hamilton vann sæti í síðustu beygju í síðasta móti. Í japanska kappakstrinum náði Massa verðlaunasæti í fyrsta sinn síðan í kóreska kappakstrinum árið 2010. Það er til marks um hversu erfitt þetta tímabil hefur verið og það í fyrra. Stefano Domenicali, liðstjóri Ferrari, segir liðið hafa fullt traust á Massa til að sinna starfi annars ökuþórs liðsins á eftir Fernando Alonso. Það hefur lengi verið stefna Ferrari að velja annan ökuþórinn fram yfir hinn. Ökumannsmarkaðurinn iðar af lífi þessa dagana. Nico Hulkenberg er sagður á leið frá Force India til Sauber, Jules Bianchi gæti fyllt lausa sætið hjá Force India. Þá er talið víst að Bruno Senna fái ekki áfram að aka hjá Williams og að finnski tilraunaökuþórinn Valtteri Bottas fái tækifærið. Bæði Bottas og Bianchi hafa staðið sig ógnarvel á æfingum í ár og í fyrra. Þeir eiga því keppnissæti víst þó það verði kannski ekki hjá eins stórum liðum og Williams og Force India. Formúla Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Brasilíski Formúlu 1-ökuþórinn Felipe Massa mun aka hjá Ferrari áfram á næsta ári. Þetta staðfesti liðið í gær. Sæti Massa virtist falt hverjum sem er fyrr í sumar þegar Massa stóð sig hörmulega. Massa hefur ekið hjá Ferrari síðan árið 2006 eftir að hafa staðið sig vel hjá Sauber frá 2003. Þá tók hann við sem liðsfélagi Michael Schumacher af Rubens Barrichello. Massa var svo í titilbaráttu við Lewis Hamilton árið 2008, sem hann hélt að hann hefði unnið í um það bil tíu sekúntur eða þangað til Hamilton vann sæti í síðustu beygju í síðasta móti. Í japanska kappakstrinum náði Massa verðlaunasæti í fyrsta sinn síðan í kóreska kappakstrinum árið 2010. Það er til marks um hversu erfitt þetta tímabil hefur verið og það í fyrra. Stefano Domenicali, liðstjóri Ferrari, segir liðið hafa fullt traust á Massa til að sinna starfi annars ökuþórs liðsins á eftir Fernando Alonso. Það hefur lengi verið stefna Ferrari að velja annan ökuþórinn fram yfir hinn. Ökumannsmarkaðurinn iðar af lífi þessa dagana. Nico Hulkenberg er sagður á leið frá Force India til Sauber, Jules Bianchi gæti fyllt lausa sætið hjá Force India. Þá er talið víst að Bruno Senna fái ekki áfram að aka hjá Williams og að finnski tilraunaökuþórinn Valtteri Bottas fái tækifærið. Bæði Bottas og Bianchi hafa staðið sig ógnarvel á æfingum í ár og í fyrra. Þeir eiga því keppnissæti víst þó það verði kannski ekki hjá eins stórum liðum og Williams og Force India.
Formúla Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn