Stelpan sem stal senunni á Möðrudal Kristján Már Unnarsson skrifar 15. október 2012 14:22 Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir, 6 ára geitahirðir á Möðrudal á Fjöllum, stal senunni í þættinum "Um land allt" sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. Hún lokkaði geitahjörðina á bænum til sín með brauðpoka og hoppaði og skoppaði í kringum þær. Þarna sáust einnig hundur, yrðlingur og heimalningur en geiturnar eru þó uppáhaldsdýrin hennar Ísoldar. "Af því að þær eru svo fyndnar," sagði sú stutta. Þættirnir "Um land allt" verða á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldum en í þeim verður fjallað um mannlíf um landið, fjarri skarkala borgarinnar, og þær áskoranir sem fólk stendur frammi fyrir víða í dreifbýlinu. Ísold Fönn byrjaði í skóla í fyrsta sinn í haust. Foreldrar hennar, Vilhjálmur Vernharðsson og Elísabet Svava Kristjánsdóttir, bændur á Möðrudal, stóðu frammi fyrir erfiðri ákvörðun; hvernig skólamálum dótturinnar yrði best hagað, en þau búa á þeirri jörð sem hæst stendur á Íslandi, í 470 metra hæð yfir sjávarmáli. Sveitarfélagið bauð upp á skóla á Fljótsdalshéraði, að Brúarási í Jökulsárhlíð, en einnig kom til greina að hún færi í skóla á Vopnafjörð eða í Mývatnssveit. Allir þessir kostir hefðu kallað á langan akstur yfir fjallvegi í misjafnri færð. Þau völdu fremur að halda annað heimili á Akureyri og að dóttirin færi þar í skóla. Á virkum dögum í vetur er því móðirin á Akureyri með dótturinni meðan faðirinn sinnir bústörfum á Möðrudal en fjölskyldan sameinast svo um helgar. Vilhjálmur er frá Möðrudal en kynntist eiginkonunni þegar hún vann sem landvörður í Kverkfjöllum fyrir átta árum. Forfeður Vilhjálms hafa setið jörðina frá árinu 1875 og langafi hans var með yfir þúsund fjár á vetrarfóðrum. Ferðamennirnir hafa nú tekið yfir það hlutverk sem sauðkindin hafði í gegnum aldirnar, að vera grundvöllur búsetunnar. Hefðbundinn búskapur hefur að mestu lagst af á Hólsfjöllum og Möðrudalsöræfum og er nú aðeins búið á tveimur jörðum, Möðrudal og Grímsstöðum. Í þættinum var einnig fjallað um hvernig hjónin á Möðrudal freista þess að efla vetrarferðamennsku til að styðja við búsetuna, meðal annars með því að bjóða upp á jeppaferðir á Vatnajökul og hálendið norðan jökulsins. Þá var Vilhjálmur bóndi spurður um hvernig honum litist á fjárfestingaráform Kínverjans Nubo á Grímsstöðum og að fá hann sem nágranna. Börn og uppeldi Fljótsdalshérað Um land allt Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira
Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir, 6 ára geitahirðir á Möðrudal á Fjöllum, stal senunni í þættinum "Um land allt" sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. Hún lokkaði geitahjörðina á bænum til sín með brauðpoka og hoppaði og skoppaði í kringum þær. Þarna sáust einnig hundur, yrðlingur og heimalningur en geiturnar eru þó uppáhaldsdýrin hennar Ísoldar. "Af því að þær eru svo fyndnar," sagði sú stutta. Þættirnir "Um land allt" verða á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldum en í þeim verður fjallað um mannlíf um landið, fjarri skarkala borgarinnar, og þær áskoranir sem fólk stendur frammi fyrir víða í dreifbýlinu. Ísold Fönn byrjaði í skóla í fyrsta sinn í haust. Foreldrar hennar, Vilhjálmur Vernharðsson og Elísabet Svava Kristjánsdóttir, bændur á Möðrudal, stóðu frammi fyrir erfiðri ákvörðun; hvernig skólamálum dótturinnar yrði best hagað, en þau búa á þeirri jörð sem hæst stendur á Íslandi, í 470 metra hæð yfir sjávarmáli. Sveitarfélagið bauð upp á skóla á Fljótsdalshéraði, að Brúarási í Jökulsárhlíð, en einnig kom til greina að hún færi í skóla á Vopnafjörð eða í Mývatnssveit. Allir þessir kostir hefðu kallað á langan akstur yfir fjallvegi í misjafnri færð. Þau völdu fremur að halda annað heimili á Akureyri og að dóttirin færi þar í skóla. Á virkum dögum í vetur er því móðirin á Akureyri með dótturinni meðan faðirinn sinnir bústörfum á Möðrudal en fjölskyldan sameinast svo um helgar. Vilhjálmur er frá Möðrudal en kynntist eiginkonunni þegar hún vann sem landvörður í Kverkfjöllum fyrir átta árum. Forfeður Vilhjálms hafa setið jörðina frá árinu 1875 og langafi hans var með yfir þúsund fjár á vetrarfóðrum. Ferðamennirnir hafa nú tekið yfir það hlutverk sem sauðkindin hafði í gegnum aldirnar, að vera grundvöllur búsetunnar. Hefðbundinn búskapur hefur að mestu lagst af á Hólsfjöllum og Möðrudalsöræfum og er nú aðeins búið á tveimur jörðum, Möðrudal og Grímsstöðum. Í þættinum var einnig fjallað um hvernig hjónin á Möðrudal freista þess að efla vetrarferðamennsku til að styðja við búsetuna, meðal annars með því að bjóða upp á jeppaferðir á Vatnajökul og hálendið norðan jökulsins. Þá var Vilhjálmur bóndi spurður um hvernig honum litist á fjárfestingaráform Kínverjans Nubo á Grímsstöðum og að fá hann sem nágranna.
Börn og uppeldi Fljótsdalshérað Um land allt Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira