Umfjöllun og viðtöl: Afturelding-Haukar 22-27 | Myndir Henry Birgir Gunnarsson í Mosfellsbæ skrifar 10. október 2012 11:58 Haukar eru enn í efsta sæti N1-deildar karla og Afturelding er enn stigalaust eftir eina leik kvöldsins í deildinni. Sigur Hauka í kvöld var aldrei í neinni hættu. Örn Ingi Bjarkason var ekki með Mosfellingum í kvöld vegna meiðsla og söknuðu heimamenn hans sárlega. Sóknarleikurinn ekki upp á marga fiska og Haukarnir leiddu í hálfleik, 9-13. Gestirnir slökuðu svolítið mikið á klónni í upphafi síðari hálfleiks og ætluðu augljóslega að taka þetta með vinstri. Mosfellingar komust á bragðið og unnu sig inn í leikinn. Þá sagði Tjörvi Þorgeirsson hingað og ekki lengra. Hann skoraði mikilvæg mörk, kveikti í sínum mönnum sem náðu þægilegu forskoti á ný og kláruðu svo leikinn. Tjörvi var afar drjúgur í liði Hauka. Skoraði mörk og lagði upp. Frammistaða Morkunas í markinu lengstum var aðdáunarverð og hann lofar góðu. Stefán Rafn alltaf skemmtilegur en gerir sig allt of oft sekan um slæmar ákvarðanir. Það kemur hjá stráknum. Annars engin glansframmistaða hjá Haukunum en þessi frammistaða dugði í kvöld. Davíð var magnaður í marki Aftureldingar en það dugði ekki til þar sem aðrir í liðinu voru slakir. Hilmar skilaði sínu en sóknarleikur heimamanna var mjög slakur.Reynir: Þolum ekki pressuna "Þeir voru alltaf skrefi á undan og þetta voru sanngjörn úrslit," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, eftir leik. "Það var vissulega vont að missa Örn Inga en við erum samt að klóra okkur upp úr skítnum frá síðasta leik. Við þurfum samt að vinna aðeins betur í okkar málum. Við vitum að við verðum að leggja á okkur hellings vinnu til þess að ná liðum eins og Haukum og verðum að vera tilbúnir í það." Reynir sagði vissulega ekki gott að vera enn stigalausir en er þó ekkert farinn að örvænta. "Við verðum aðeins að róa okkur. Væntingarnar í kringum liðið voru kannski fullmiklar fyrir veturinn," sagði Reynir en Mosfellingar bjuggu sjálfir til þessa pressu. Styrktu sig og sögðu vera komnir með nóg af botnbaráttu. "Þegar á reyndi þoldum við ekki pressuna sem við settum á okkur sem og aðrir. Við verðum bara að staldra við núna og taka eitt skref í einu. Það hlýtur svo að styttast í stigin," sagði Reynir kíminn.Aron: Megum ekki slaka á Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var slakur eftir leik. Sáttur við stigin en ekkert allt of sáttur við leik síns liðs. "Við bjuggumst við erfiðum leik enda vill Afturelding fara að fá stig. Ég er þokkalega sáttur við leikinn. Varnarleikurinn var þéttur lengstum. Sóknarleikurinn var ágætur þar sem Tjörvi var ákveðinn en við vorum stundum að horfa fullmikið upp í palla í stað þess að horfa á markið," sagði Aron. "Sóknarleikurinn var samt ráðleysislegur á köflum og það þurfum við að bæta. Byrjunin á seinni hálfleik var alls ekki nógu góð hjá okkur en við náðum að rífa okkur upp og klára dæmið." Haukarnir halda til Úkraínu á morgun í Evrópuverkefni en Aron vildi ekki meina að hans lið hefði verið komið með hugann við ferðalagið í seinni hálfleik. "Okkar vandamál er að halda dampi og einbeitingu og við erum að vinna í því. Við erum ekki það góðir að við getum leyft okkur þann munað að slaka á. Við þurfum að vera alveg 100 prósent allan leikinn. Annars erum við lélegir."Úr leiknum í kvöld.Myndir / Valgarður Gíslason Olís-deild karla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira
Haukar eru enn í efsta sæti N1-deildar karla og Afturelding er enn stigalaust eftir eina leik kvöldsins í deildinni. Sigur Hauka í kvöld var aldrei í neinni hættu. Örn Ingi Bjarkason var ekki með Mosfellingum í kvöld vegna meiðsla og söknuðu heimamenn hans sárlega. Sóknarleikurinn ekki upp á marga fiska og Haukarnir leiddu í hálfleik, 9-13. Gestirnir slökuðu svolítið mikið á klónni í upphafi síðari hálfleiks og ætluðu augljóslega að taka þetta með vinstri. Mosfellingar komust á bragðið og unnu sig inn í leikinn. Þá sagði Tjörvi Þorgeirsson hingað og ekki lengra. Hann skoraði mikilvæg mörk, kveikti í sínum mönnum sem náðu þægilegu forskoti á ný og kláruðu svo leikinn. Tjörvi var afar drjúgur í liði Hauka. Skoraði mörk og lagði upp. Frammistaða Morkunas í markinu lengstum var aðdáunarverð og hann lofar góðu. Stefán Rafn alltaf skemmtilegur en gerir sig allt of oft sekan um slæmar ákvarðanir. Það kemur hjá stráknum. Annars engin glansframmistaða hjá Haukunum en þessi frammistaða dugði í kvöld. Davíð var magnaður í marki Aftureldingar en það dugði ekki til þar sem aðrir í liðinu voru slakir. Hilmar skilaði sínu en sóknarleikur heimamanna var mjög slakur.Reynir: Þolum ekki pressuna "Þeir voru alltaf skrefi á undan og þetta voru sanngjörn úrslit," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, eftir leik. "Það var vissulega vont að missa Örn Inga en við erum samt að klóra okkur upp úr skítnum frá síðasta leik. Við þurfum samt að vinna aðeins betur í okkar málum. Við vitum að við verðum að leggja á okkur hellings vinnu til þess að ná liðum eins og Haukum og verðum að vera tilbúnir í það." Reynir sagði vissulega ekki gott að vera enn stigalausir en er þó ekkert farinn að örvænta. "Við verðum aðeins að róa okkur. Væntingarnar í kringum liðið voru kannski fullmiklar fyrir veturinn," sagði Reynir en Mosfellingar bjuggu sjálfir til þessa pressu. Styrktu sig og sögðu vera komnir með nóg af botnbaráttu. "Þegar á reyndi þoldum við ekki pressuna sem við settum á okkur sem og aðrir. Við verðum bara að staldra við núna og taka eitt skref í einu. Það hlýtur svo að styttast í stigin," sagði Reynir kíminn.Aron: Megum ekki slaka á Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var slakur eftir leik. Sáttur við stigin en ekkert allt of sáttur við leik síns liðs. "Við bjuggumst við erfiðum leik enda vill Afturelding fara að fá stig. Ég er þokkalega sáttur við leikinn. Varnarleikurinn var þéttur lengstum. Sóknarleikurinn var ágætur þar sem Tjörvi var ákveðinn en við vorum stundum að horfa fullmikið upp í palla í stað þess að horfa á markið," sagði Aron. "Sóknarleikurinn var samt ráðleysislegur á köflum og það þurfum við að bæta. Byrjunin á seinni hálfleik var alls ekki nógu góð hjá okkur en við náðum að rífa okkur upp og klára dæmið." Haukarnir halda til Úkraínu á morgun í Evrópuverkefni en Aron vildi ekki meina að hans lið hefði verið komið með hugann við ferðalagið í seinni hálfleik. "Okkar vandamál er að halda dampi og einbeitingu og við erum að vinna í því. Við erum ekki það góðir að við getum leyft okkur þann munað að slaka á. Við þurfum að vera alveg 100 prósent allan leikinn. Annars erum við lélegir."Úr leiknum í kvöld.Myndir / Valgarður Gíslason
Olís-deild karla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira