Sagafilm með í Emmy-tilnefningu 20. október 2012 15:30 MYNDIR / SAGAFILM Þýska heimildarmyndin Wettlauf Zum Südpol, sem heitir á ensku Race to the South Pole, er tilnefnd til alþjóðlegu Emmy-verðlaunanna sem besta heimildarmyndin. Myndin er framleidd af þýska framleiðslufyrirtækinu Loopfilm en íslenska framleiðslufyrirtækið Sagafilm aðstoðaði við framleiðslu á þessu metnaðarfulla verkefni. Heimildarmyndin fjallar um örlagaríkt einvígi á milli Norðmannsins Roald Amundsen og Bretans Robert Falcon Scott, menn sem lögðu líf sitt að veði fyrir hundrað árum til að komast að enda jarðar – á sjálfan suðurpólinn. Roald og fimm manna hópur hans var fyrstur til að komast á áfangastað þann 14. desember árið 1911. Robert komst á pólinn aðeins 34 dögum seinna. Roald og hans hópur komst áfallalaust til baka af suðurpólnum á meðan Robert og hans menn létust allir á leiðinni heim. Race to the South Pole keppir við heimildarmyndirnar Across Land, Across Sea frá Suður-Kóreu, Hiter's Escape frá Argentínu og Terry Pratchett: Choosing to Die frá Bretlandi á alþjóðlegu Emmy-verðlaunahátíðinni. Verðlaunin verða afhent þann 19. nóvember næstkomandi í New York-borg. Meðfylgjandi eru myndir sem teknar voru við tökur á heimildarmyndinni.Sagafilm á Facebook Menning Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Þýska heimildarmyndin Wettlauf Zum Südpol, sem heitir á ensku Race to the South Pole, er tilnefnd til alþjóðlegu Emmy-verðlaunanna sem besta heimildarmyndin. Myndin er framleidd af þýska framleiðslufyrirtækinu Loopfilm en íslenska framleiðslufyrirtækið Sagafilm aðstoðaði við framleiðslu á þessu metnaðarfulla verkefni. Heimildarmyndin fjallar um örlagaríkt einvígi á milli Norðmannsins Roald Amundsen og Bretans Robert Falcon Scott, menn sem lögðu líf sitt að veði fyrir hundrað árum til að komast að enda jarðar – á sjálfan suðurpólinn. Roald og fimm manna hópur hans var fyrstur til að komast á áfangastað þann 14. desember árið 1911. Robert komst á pólinn aðeins 34 dögum seinna. Roald og hans hópur komst áfallalaust til baka af suðurpólnum á meðan Robert og hans menn létust allir á leiðinni heim. Race to the South Pole keppir við heimildarmyndirnar Across Land, Across Sea frá Suður-Kóreu, Hiter's Escape frá Argentínu og Terry Pratchett: Choosing to Die frá Bretlandi á alþjóðlegu Emmy-verðlaunahátíðinni. Verðlaunin verða afhent þann 19. nóvember næstkomandi í New York-borg. Meðfylgjandi eru myndir sem teknar voru við tökur á heimildarmyndinni.Sagafilm á Facebook
Menning Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira