Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Hvíta Rússland 36-28 Henry Birgir Gunnarsson í Laugardalshöllinni skrifar 31. október 2012 16:01 Mynd/Valli Ísland vann sinn fyrsta leik í undankeppni EM 2014 þegar Hvít-Rússar komu í heimsókn í Laugardalshöllina. Sigurinn hefði þó hæglega getað orðið mun stærri. Eftir tíu mínútna leik komst íslenska liðið yfir og hélt forskotinu allt til enda. Fjórum mörkum munaði á liðunum í hálfleik, 17-13. Strákarnir hefðu hæglega getað unnið mun stærri sigur en gáfu eftir þegar forskotið var orðið þægilegt. Munurinn aðeins þrjú mörk þegar sjö mínútur voru eftir en þá gáfu strákarnir okkar í og kláruðu leikinn með sóma. Talsverður gæðamunur er á þessum tveimur liðum og hefði sigurinn hæglega getað orðið stærri. Leikurinn mjög kaflaskiptur en íslenskur sigur aldrei í neinni hættu. Sóknarleikurinn rúllaði lengstum vel. Alexander var klipptur út og Aron lék því lausum hala og kunni vel það. Hvít-Rússarnir réðu ekkert við hann. Guðjón kom upp í síðari hálfleik og Snorri stýrði spilinu vel. Varnarleikurinn var upp og ofan. Lengstum ágætur en gaf þó fullmikið eftir á köflum. Ekki hjálpaði til að markavarslan var lengstum léleg. Aron átti nokkra spretti en Hreiðar var heillum horfinn. Liðið gerði það sem til þurfti að þessu sinni og átta marka sigur er ásættanlegur. Þeir þurftu þó að spýta vel í undir lokin til að ná því forskoti.Snorri: Ætla ekki að spila jafn mikið og Gummi Hrafnkels "Við erum með undirtökin allan leikinn og það er meira fyrir okkar klaufaskap en þeirra gæði að við náum ekki almennilega forskoti fyrr en í lokin," sagði leikstjórnandinn Snorri Steinn Guðjónsson. "Við erum oft með fjögurra til sex marka forystu en verðum kannski of værukærir. Við sýndum samt úr hverju við erum gerðir þegar á þurfti að halda. "Þetta er átta marka sigur en hann hefði auðvitað getað orðið stærri. Við eigum það til að vera lengi í gang og höfum oft verið lengur að því en í dag. Heilt yfir held ég samt að við getum verið sáttir þó alltaf megi gera betur." Snorri lék sinn 200. landsleik í kvöld en hversu marga leiki ætlar hann að ná? "Ég veit það ekki en þeir verða alveg klárlega færri en hjá Gumma Hrafnkels. Ég verð samt hérna áfram á meðan ég er valinn og er í formi."Sverre: Vitum að við erum betri Varnarjaxlinn Sverre Jakobsson var léttur í lund eftir leik eins og venjulega en það er oftast mjög stutt í brosið hjá Akureyringnum. "Ég er svona þokkalega sáttur. Átta marka sigur er fínt og allt það. Ég hefði samt viljað sjá tíu til fimmtán marka sigur," sagði Sverre en hvað með varnarleikinn sem var kaflaskiptur? "Það komu nokkrum sinnum slakir kaflar og ætli vörnin hafi ekki verið í lagi í svona 40 mínútur. Sumt var ágætt en ég vil miklu meiri gæði hjá okkur í vörnina. "Trúin var samt mikil hjá okkur og við höfðum aldrei áhyggjur af því að við myndum tapa. Þó svo við hefðum dottið niður fór sjálfstraustið aldrei. Við vitum að við erum betri og eigum að vinna þá. "Næsta skref er að bæta sig. Þetta var fyrsti leikur í undankeppninni, nýr þjálfari og stuttur undirbúningur. Við kölluðum samt fram gæðin þegar á þurfti að halda sem var gott. Ég hafði alltaf trú á því að við myndum vinna þetta sannfærandi."Aron þjálfari: Mikil samstaða í liðinu Aron Kristjánsson þreytti frumraun sína sem landsliðsþjálfari í kvöld og getur ekki kvartað mikið yfir átta marka sigri. Hann sagðist hafa verið stoltur af því að leiða Ísland til leiks. "Ég var ánægður með strákana. Mikill vilji, barátta og samstaða. Þetta var samt mjög kaflaskipt en nógu gott til þess að vinna leikinn," sagði Aron en liðið heldur nú til Rúmeníu og spilar þar um helgina. "Það verður allt öðruvísi leikur. Við munum mæta liði sem spilar grimma 6/0 vörn og þurfum að undirbúa okkur vel fyrir það. Rúmenar eru með stórhættulegar skyttur og hávaxna leikmenn," sagði þjálfarinn en liðsins bíður langt og erfitt ferðalag. "Við erum líklega ekki komnir upp á hótel í Rúmeníu fyrr en klukkan þrjú á laugardag. Það verður fullt hús þarna úti og mikil stemning. Umhverfið verður erfitt," sagði Aron en var ekki mikill léttir að vinna fyrsta leikinn? "Jú, ekki spurning. Þetta var átta marka sigur og við skorum 36 mörk. Það er okkar leikur að enda vel og ná upp góðu forskoti eins og við gerðum í dag."Guðjón Valur: Hvít-Rússar ekki neinir bjánar Hinn nýi landsliðsfyrirliði Íslands, Guðjón Valur Sigurðsson, spilaði glimrandi vel í kvöld og var markahæstur í íslenska liðinu ásamt Aroni Pálmarssyni með ellefu mörk. "Ég er ánægður með átta marka sigur," sagði Guðjón Valur og staldraði við. Var því eðlilega spurt hvað annað hann væri ánægður með? "Við megum ekki vera í einhverri neikvæðni þó svo þetta hafi verið upp og ofan. Það sást alveg í þessum leik að Hvít-Rússar eru ekki neinir bjánar. Það er fullt af frambærilegum mönnum í liðinu og erfitt að eiga við þá í vörninni. Við áttum stundum í erfiðleikum með þá," sagði Guðjón. "Við fengum auðvitað ekki mikinn undirbúning fyrir leikinn. Það náðist þó átta marka sigur sem gæti reynst gulls ígildi á endanum. Verðum bara í Pollýönnu-leiknum og höldum öllu góðu og jákvæðu," sagði Guðjón og glotti við tönn. "Byrjunin var erfið en svo náðum við góðu taki á þeim. Þá förum við að hiksta en komum svo inn aftur og klárum með stæl." Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu Sjá meira
Ísland vann sinn fyrsta leik í undankeppni EM 2014 þegar Hvít-Rússar komu í heimsókn í Laugardalshöllina. Sigurinn hefði þó hæglega getað orðið mun stærri. Eftir tíu mínútna leik komst íslenska liðið yfir og hélt forskotinu allt til enda. Fjórum mörkum munaði á liðunum í hálfleik, 17-13. Strákarnir hefðu hæglega getað unnið mun stærri sigur en gáfu eftir þegar forskotið var orðið þægilegt. Munurinn aðeins þrjú mörk þegar sjö mínútur voru eftir en þá gáfu strákarnir okkar í og kláruðu leikinn með sóma. Talsverður gæðamunur er á þessum tveimur liðum og hefði sigurinn hæglega getað orðið stærri. Leikurinn mjög kaflaskiptur en íslenskur sigur aldrei í neinni hættu. Sóknarleikurinn rúllaði lengstum vel. Alexander var klipptur út og Aron lék því lausum hala og kunni vel það. Hvít-Rússarnir réðu ekkert við hann. Guðjón kom upp í síðari hálfleik og Snorri stýrði spilinu vel. Varnarleikurinn var upp og ofan. Lengstum ágætur en gaf þó fullmikið eftir á köflum. Ekki hjálpaði til að markavarslan var lengstum léleg. Aron átti nokkra spretti en Hreiðar var heillum horfinn. Liðið gerði það sem til þurfti að þessu sinni og átta marka sigur er ásættanlegur. Þeir þurftu þó að spýta vel í undir lokin til að ná því forskoti.Snorri: Ætla ekki að spila jafn mikið og Gummi Hrafnkels "Við erum með undirtökin allan leikinn og það er meira fyrir okkar klaufaskap en þeirra gæði að við náum ekki almennilega forskoti fyrr en í lokin," sagði leikstjórnandinn Snorri Steinn Guðjónsson. "Við erum oft með fjögurra til sex marka forystu en verðum kannski of værukærir. Við sýndum samt úr hverju við erum gerðir þegar á þurfti að halda. "Þetta er átta marka sigur en hann hefði auðvitað getað orðið stærri. Við eigum það til að vera lengi í gang og höfum oft verið lengur að því en í dag. Heilt yfir held ég samt að við getum verið sáttir þó alltaf megi gera betur." Snorri lék sinn 200. landsleik í kvöld en hversu marga leiki ætlar hann að ná? "Ég veit það ekki en þeir verða alveg klárlega færri en hjá Gumma Hrafnkels. Ég verð samt hérna áfram á meðan ég er valinn og er í formi."Sverre: Vitum að við erum betri Varnarjaxlinn Sverre Jakobsson var léttur í lund eftir leik eins og venjulega en það er oftast mjög stutt í brosið hjá Akureyringnum. "Ég er svona þokkalega sáttur. Átta marka sigur er fínt og allt það. Ég hefði samt viljað sjá tíu til fimmtán marka sigur," sagði Sverre en hvað með varnarleikinn sem var kaflaskiptur? "Það komu nokkrum sinnum slakir kaflar og ætli vörnin hafi ekki verið í lagi í svona 40 mínútur. Sumt var ágætt en ég vil miklu meiri gæði hjá okkur í vörnina. "Trúin var samt mikil hjá okkur og við höfðum aldrei áhyggjur af því að við myndum tapa. Þó svo við hefðum dottið niður fór sjálfstraustið aldrei. Við vitum að við erum betri og eigum að vinna þá. "Næsta skref er að bæta sig. Þetta var fyrsti leikur í undankeppninni, nýr þjálfari og stuttur undirbúningur. Við kölluðum samt fram gæðin þegar á þurfti að halda sem var gott. Ég hafði alltaf trú á því að við myndum vinna þetta sannfærandi."Aron þjálfari: Mikil samstaða í liðinu Aron Kristjánsson þreytti frumraun sína sem landsliðsþjálfari í kvöld og getur ekki kvartað mikið yfir átta marka sigri. Hann sagðist hafa verið stoltur af því að leiða Ísland til leiks. "Ég var ánægður með strákana. Mikill vilji, barátta og samstaða. Þetta var samt mjög kaflaskipt en nógu gott til þess að vinna leikinn," sagði Aron en liðið heldur nú til Rúmeníu og spilar þar um helgina. "Það verður allt öðruvísi leikur. Við munum mæta liði sem spilar grimma 6/0 vörn og þurfum að undirbúa okkur vel fyrir það. Rúmenar eru með stórhættulegar skyttur og hávaxna leikmenn," sagði þjálfarinn en liðsins bíður langt og erfitt ferðalag. "Við erum líklega ekki komnir upp á hótel í Rúmeníu fyrr en klukkan þrjú á laugardag. Það verður fullt hús þarna úti og mikil stemning. Umhverfið verður erfitt," sagði Aron en var ekki mikill léttir að vinna fyrsta leikinn? "Jú, ekki spurning. Þetta var átta marka sigur og við skorum 36 mörk. Það er okkar leikur að enda vel og ná upp góðu forskoti eins og við gerðum í dag."Guðjón Valur: Hvít-Rússar ekki neinir bjánar Hinn nýi landsliðsfyrirliði Íslands, Guðjón Valur Sigurðsson, spilaði glimrandi vel í kvöld og var markahæstur í íslenska liðinu ásamt Aroni Pálmarssyni með ellefu mörk. "Ég er ánægður með átta marka sigur," sagði Guðjón Valur og staldraði við. Var því eðlilega spurt hvað annað hann væri ánægður með? "Við megum ekki vera í einhverri neikvæðni þó svo þetta hafi verið upp og ofan. Það sást alveg í þessum leik að Hvít-Rússar eru ekki neinir bjánar. Það er fullt af frambærilegum mönnum í liðinu og erfitt að eiga við þá í vörninni. Við áttum stundum í erfiðleikum með þá," sagði Guðjón. "Við fengum auðvitað ekki mikinn undirbúning fyrir leikinn. Það náðist þó átta marka sigur sem gæti reynst gulls ígildi á endanum. Verðum bara í Pollýönnu-leiknum og höldum öllu góðu og jákvæðu," sagði Guðjón og glotti við tönn. "Byrjunin var erfið en svo náðum við góðu taki á þeim. Þá förum við að hiksta en komum svo inn aftur og klárum með stæl."
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita