Snorri Steinn: Leikaðferðirnar verða þær sömu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2012 11:15 Snorri Steinn Guðjónsson. Mynd/AFP Snorri Steinn Guðjónsson og félagar í íslenska karlalandsliðinu í handbolta spila í kvöld sinn fyrsta leik síðan að liðið tapaði fyrir Ungverjum í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í London. Íslenska liðið fær ekki mikinn tíma til að undirbúa sig fyrir leikinn á móti Hvít-Rússum í Laugardalshöllinni en leikurinn hefst klukkan 19.130 í kvöld. Strákarnir hittust á mánudaginn og náðu bara þremur æfingum með nýja þjálfaranum Aroni Kristjánssyni. „Við þekkjum þetta alveg og þegar kemur að landsliðinu þá er oft lítill tími. Þetta er öðruvísi en í sumar þegar við fengum heilt sumar en þessar tarnir eru oft svona og þá er oft ágætt að vera með samstillt lið. Það eru margir í liðinu sem þekkjast vel og við erum búnir að spila lengi saman," sagði Snorri Steinn Guðjónsso0n. „Það er kominn nýr þjálfari en hann er að byggja á góðum grunni held ég en ætlar svo með tíð og tíma að koma með sínar áherslur inn. Eðlilega þá gerist það ekki á þessum þremur æfingum sem við höfum fyrir þennan leik. Hann er ekkert að breyta of miklu og tekur bara þann pól í hæðina að grunnurinn sé góður og þá þarf bara að byggja á því og þróa hann," sagði Snorri Steinn. „Þótt að grunnurinn sé góður þá gerast hlutirnir ekki að sjálfum sér. Hann er búinn að vera á bakinu á okkur á æfingunum og hefur látið aðeins í sér heyra þegar við dettum á hælana," sagði Snorri Steinn. „Þegar kemur nýr þjálfari þá þarf hann að kynnast liðinu og að sama skapi við kynnast honum og hans aðferðum. Gummi var búinn að vera með þetta í langan tíma og það er ákveðin vítamínssprauta að breyta aðeins til og fá inn nýja menn. Það verða alltaf smá breytingar þegar kemur nýr þjálfari," sagði Snorri Steinn. „Það á alltaf að vera þannig í landsliði að menn þurfi að sanna sig og kannski enn meira þegar kemur inn nýr þjálfari. Það er bara gott og þá fara menn sjálfkrafa meira upp á tærnar. Við þurfum á því á halda sérstaklega þegar tíminn er svona stuttur. Aron hefur sagt það sjálfur að hann ætlar að byggja á góðum grunni og við erum ekkert að fara gera neinar "drastískar" breytingar, hvorki í vörn né sókn. Leikaðferðirnar verða þær sömu og þegar lið hafa verið að spila lengi saman er minni ástæða til að breyta hlutunum og þá sérstaklega þegar þetta hefur virkað," sagði Snorri. Siarhei Rutenka leikur með stórliði Barcelona og verður í aðalhlutverki í liði Hvíta-Rússlands í kvöld. „Rutenka er einn af betri handboltamönnum í heiminum og klárlega þeirra besti maður. Við sáum það á vídeói í gær og Aron hefur komið inn á það að við getum ekki gleymt hinum eða látið þá vera. Vörnin þarf að virka sem ein heild þótt að áherslan verði lögð á Rutenka því hann er prímusmótorinn í þessu liði. Vörnin þarf bara að standa og hjálp markvörðunum. Það er gömul lumma en ef hún er gerð rétt þá virkar hún," sagði Snorri Steinn. Snorri Steinn var lengi að finna sér lið eftir að AG fór á hausinn en er nú farinn að spila með GOG í dönsku b-deildinni. „Það er fínt að vera kominn í gang allavega. Fríið var ágætt og ég gerði mjög gott úr því. Það gerði mér ágætt og gaf mér smá tíma til að vinna úr hlutunum. Það var bara fínt og ég er ferskur núna," sagði Snorri Steinn. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Leik lokið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson og félagar í íslenska karlalandsliðinu í handbolta spila í kvöld sinn fyrsta leik síðan að liðið tapaði fyrir Ungverjum í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í London. Íslenska liðið fær ekki mikinn tíma til að undirbúa sig fyrir leikinn á móti Hvít-Rússum í Laugardalshöllinni en leikurinn hefst klukkan 19.130 í kvöld. Strákarnir hittust á mánudaginn og náðu bara þremur æfingum með nýja þjálfaranum Aroni Kristjánssyni. „Við þekkjum þetta alveg og þegar kemur að landsliðinu þá er oft lítill tími. Þetta er öðruvísi en í sumar þegar við fengum heilt sumar en þessar tarnir eru oft svona og þá er oft ágætt að vera með samstillt lið. Það eru margir í liðinu sem þekkjast vel og við erum búnir að spila lengi saman," sagði Snorri Steinn Guðjónsso0n. „Það er kominn nýr þjálfari en hann er að byggja á góðum grunni held ég en ætlar svo með tíð og tíma að koma með sínar áherslur inn. Eðlilega þá gerist það ekki á þessum þremur æfingum sem við höfum fyrir þennan leik. Hann er ekkert að breyta of miklu og tekur bara þann pól í hæðina að grunnurinn sé góður og þá þarf bara að byggja á því og þróa hann," sagði Snorri Steinn. „Þótt að grunnurinn sé góður þá gerast hlutirnir ekki að sjálfum sér. Hann er búinn að vera á bakinu á okkur á æfingunum og hefur látið aðeins í sér heyra þegar við dettum á hælana," sagði Snorri Steinn. „Þegar kemur nýr þjálfari þá þarf hann að kynnast liðinu og að sama skapi við kynnast honum og hans aðferðum. Gummi var búinn að vera með þetta í langan tíma og það er ákveðin vítamínssprauta að breyta aðeins til og fá inn nýja menn. Það verða alltaf smá breytingar þegar kemur nýr þjálfari," sagði Snorri Steinn. „Það á alltaf að vera þannig í landsliði að menn þurfi að sanna sig og kannski enn meira þegar kemur inn nýr þjálfari. Það er bara gott og þá fara menn sjálfkrafa meira upp á tærnar. Við þurfum á því á halda sérstaklega þegar tíminn er svona stuttur. Aron hefur sagt það sjálfur að hann ætlar að byggja á góðum grunni og við erum ekkert að fara gera neinar "drastískar" breytingar, hvorki í vörn né sókn. Leikaðferðirnar verða þær sömu og þegar lið hafa verið að spila lengi saman er minni ástæða til að breyta hlutunum og þá sérstaklega þegar þetta hefur virkað," sagði Snorri. Siarhei Rutenka leikur með stórliði Barcelona og verður í aðalhlutverki í liði Hvíta-Rússlands í kvöld. „Rutenka er einn af betri handboltamönnum í heiminum og klárlega þeirra besti maður. Við sáum það á vídeói í gær og Aron hefur komið inn á það að við getum ekki gleymt hinum eða látið þá vera. Vörnin þarf að virka sem ein heild þótt að áherslan verði lögð á Rutenka því hann er prímusmótorinn í þessu liði. Vörnin þarf bara að standa og hjálp markvörðunum. Það er gömul lumma en ef hún er gerð rétt þá virkar hún," sagði Snorri Steinn. Snorri Steinn var lengi að finna sér lið eftir að AG fór á hausinn en er nú farinn að spila með GOG í dönsku b-deildinni. „Það er fínt að vera kominn í gang allavega. Fríið var ágætt og ég gerði mjög gott úr því. Það gerði mér ágætt og gaf mér smá tíma til að vinna úr hlutunum. Það var bara fínt og ég er ferskur núna," sagði Snorri Steinn.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Leik lokið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita