Erótíska bylgjan heldur áfram 5. nóvember 2012 15:13 Sylvia Day Bylgja erótískra bókmennta, sem bækur á borð við 50 gráa skugga hafa hrundið af stað, heldur áfram undir merkjum Crossfire-bálksins eftir bandaríska höfundinn Sylviu Day. Day hefur gefið út þrjár bækur í Crossfire-þríleiknum, sem eiga það sameiginlegt með 50 gráum skuggum að fjalla um samskipti hrjáðs auðmanns og fagurrar konu og er barmafull af bersöglum kynlífslýsingum. Fyrsta bókin, Bared to You, sló í gegn þegar hún kom út í apríl. Day gaf hana sjálf út en útgáfurisinn var fljótur að tryggja sér útgáfuréttinn og hefur engin bók í sögu forlagsins selst jafn hratt í Bretlandi. Önnur bókin, Reflected in You, sem kom út í rafútgáfu í byrjun október, seldist í 286 þúsund eintökum í Bandaríkjunum fyrstu vikuna eftir útgáfu og hefur trónað á toppi breska Amazonlistans nær allan mánuðinn. Bókin kom út í kilju í Bretlandi 23. október og seldist í tæplega 83 þúsund eintökum fyrstu vikuna. Aðeins tvær kiljur hafa selst í fleiri eintökum á einni viku í Bretlandi; Casual Vacancy eftir J.K. Rowling og Týnda táknið eftir Dan Brown. Day á þó nokkuð í land með að ná sölutölum E.L. James en skuggabálkur hennar hefur selst í tugum milljóna. Þriðja bókin í Crossfire-bálkinum, Entwined in You, er væntanleg á næsta ári. Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Bylgja erótískra bókmennta, sem bækur á borð við 50 gráa skugga hafa hrundið af stað, heldur áfram undir merkjum Crossfire-bálksins eftir bandaríska höfundinn Sylviu Day. Day hefur gefið út þrjár bækur í Crossfire-þríleiknum, sem eiga það sameiginlegt með 50 gráum skuggum að fjalla um samskipti hrjáðs auðmanns og fagurrar konu og er barmafull af bersöglum kynlífslýsingum. Fyrsta bókin, Bared to You, sló í gegn þegar hún kom út í apríl. Day gaf hana sjálf út en útgáfurisinn var fljótur að tryggja sér útgáfuréttinn og hefur engin bók í sögu forlagsins selst jafn hratt í Bretlandi. Önnur bókin, Reflected in You, sem kom út í rafútgáfu í byrjun október, seldist í 286 þúsund eintökum í Bandaríkjunum fyrstu vikuna eftir útgáfu og hefur trónað á toppi breska Amazonlistans nær allan mánuðinn. Bókin kom út í kilju í Bretlandi 23. október og seldist í tæplega 83 þúsund eintökum fyrstu vikuna. Aðeins tvær kiljur hafa selst í fleiri eintökum á einni viku í Bretlandi; Casual Vacancy eftir J.K. Rowling og Týnda táknið eftir Dan Brown. Day á þó nokkuð í land með að ná sölutölum E.L. James en skuggabálkur hennar hefur selst í tugum milljóna. Þriðja bókin í Crossfire-bálkinum, Entwined in You, er væntanleg á næsta ári.
Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira