Fluttu til Íslands til að hefja minkarækt í Skagafirði Kristján Már Unnarsson skrifar 11. nóvember 2012 16:30 Ungt danskt-íslenskt par, sem er að hasla sér völl í minkarækt á bænum Héraðsdal 2 í Skagafirði, var heimsótt í þættinum „Um land allt", sem var á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Hún er íslensk, Halla Ólafsdóttir frá Djúpavogi, en hann danskur, Jesper Bækgaard. Þau eiga fimm mánaða gamlan son, Jens Ólaf, en þau kynntust fyrir fimm árum þegar bæði voru við háskólanám í Árósum, þó engu sem tengist loðdýrum, en kaupin á minkabúinu var þeirra leið til að flytjast til Íslands. Foreldrar Jespers höfðu rekið minkabú í Danmörku og það var bróðir Jespers, sem er loðdýraræktarráðunautur í Danmörku, sem átti hugmyndina snemma árs 2010 að kaupa íslenskt minkabú. Þau Halla og Jesper eiga fjórðung í búinu á móti fjölskyldu hans, þannig að hér er dæmi um erlenda fjárfestingu í íslenskum landbúnaði. Fram kom í þættinum að þau þekktu nánast ekkert til Skagafjarðar, þegar þau fluttu þangað, en svo vel líkar þeim að þau segjast ekkert vera á förum aftur, og Jesper hefur gengið ótrúlega vel að læra íslenskuna, eins og heyra má í viðtölum í þættinum. Fjallað var um loðdýraræktina á Íslandi í þættinum „Um land allt" í kvöld en þeir Kristján Már Unnarsson og Baldur Hrafnkell Jónsson kvikmyndatökumaður heimsóttu einnig minkabændur á Skörðugili og fóðurstöðina á Sauðárkróki, sem bændurnir segja að sé lykilþáttur í starfsemi búanna á Norðurlandi. Dýr Skagafjörður Um land allt Tengdar fréttir Loðdýrabændur brosa út að eyrum Íslenskir loðdýrabændur upplifa nú fádæma góðæri og hefur hagnaður af búrekstrinum sjaldan eða aldrei verið jafnmikill. Á síðasta uppboði í Kaupmannahöfn á íslenskum minkaskinnum fékkst yfir tíu þúsund króna meðalverð. Framleiðslukostnaður á hverju skinni er hins vegar um sex þúsund krónur. Hreinn hagnaður nemur því um 40 prósentum af sölutekjum. 11. nóvember 2012 19:15 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Ungt danskt-íslenskt par, sem er að hasla sér völl í minkarækt á bænum Héraðsdal 2 í Skagafirði, var heimsótt í þættinum „Um land allt", sem var á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Hún er íslensk, Halla Ólafsdóttir frá Djúpavogi, en hann danskur, Jesper Bækgaard. Þau eiga fimm mánaða gamlan son, Jens Ólaf, en þau kynntust fyrir fimm árum þegar bæði voru við háskólanám í Árósum, þó engu sem tengist loðdýrum, en kaupin á minkabúinu var þeirra leið til að flytjast til Íslands. Foreldrar Jespers höfðu rekið minkabú í Danmörku og það var bróðir Jespers, sem er loðdýraræktarráðunautur í Danmörku, sem átti hugmyndina snemma árs 2010 að kaupa íslenskt minkabú. Þau Halla og Jesper eiga fjórðung í búinu á móti fjölskyldu hans, þannig að hér er dæmi um erlenda fjárfestingu í íslenskum landbúnaði. Fram kom í þættinum að þau þekktu nánast ekkert til Skagafjarðar, þegar þau fluttu þangað, en svo vel líkar þeim að þau segjast ekkert vera á förum aftur, og Jesper hefur gengið ótrúlega vel að læra íslenskuna, eins og heyra má í viðtölum í þættinum. Fjallað var um loðdýraræktina á Íslandi í þættinum „Um land allt" í kvöld en þeir Kristján Már Unnarsson og Baldur Hrafnkell Jónsson kvikmyndatökumaður heimsóttu einnig minkabændur á Skörðugili og fóðurstöðina á Sauðárkróki, sem bændurnir segja að sé lykilþáttur í starfsemi búanna á Norðurlandi.
Dýr Skagafjörður Um land allt Tengdar fréttir Loðdýrabændur brosa út að eyrum Íslenskir loðdýrabændur upplifa nú fádæma góðæri og hefur hagnaður af búrekstrinum sjaldan eða aldrei verið jafnmikill. Á síðasta uppboði í Kaupmannahöfn á íslenskum minkaskinnum fékkst yfir tíu þúsund króna meðalverð. Framleiðslukostnaður á hverju skinni er hins vegar um sex þúsund krónur. Hreinn hagnaður nemur því um 40 prósentum af sölutekjum. 11. nóvember 2012 19:15 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Loðdýrabændur brosa út að eyrum Íslenskir loðdýrabændur upplifa nú fádæma góðæri og hefur hagnaður af búrekstrinum sjaldan eða aldrei verið jafnmikill. Á síðasta uppboði í Kaupmannahöfn á íslenskum minkaskinnum fékkst yfir tíu þúsund króna meðalverð. Framleiðslukostnaður á hverju skinni er hins vegar um sex þúsund krónur. Hreinn hagnaður nemur því um 40 prósentum af sölutekjum. 11. nóvember 2012 19:15