Morðæði í bíóhúsum um helgina 29. nóvember 2012 11:32 Tvær morðsögur eru frumsýndar um helgina sem báðar byggja á metsölubókum. Tyler Perry reynir að fylla í spor Morgans Freeman og fer með hlutverk Alex Cross í samnefndri mynd sem kemur í kvikmyndahús um helgina. Freeman lék Cross í þeim tveimur myndum sem þegar hafa verið gerðar um hann, Along Came a Spider og Kiss the Girls, en allar eru myndirnar byggðar á metsölubókum James Patterson. Myndinni er leikstýrt af Rob Cohen sem á meðal annars myndina The Fast and the Furious á ferlinum, en það var fyrsta myndin í seríunni endalausu. Lost-stjarnan Matthew Fox, sem margir muna eftir úr fjölskylduþáttunum Party of Five, bregður sér hér í alveg nýtt hlutverk og leikur sturlaða raðmorðingjann Picasso. Sá sérhæfir sig í pyntingum og nýtur þess að kvelja fórnarlömb sín eins mikið og hann mögulega getur. Cross og félagi hans Tommy Kane, leikinn af Edward Burns, leggja allt í sölurnar til að hafa hendur í hári morðingjans og áður en langt um líður er baráttan orðin heldur betur persónuleg. Spennutryllirinn Nobels Testemente er einnig frumsýndur um helgina og er byggður á metsölubók Lizu Marklund. Myndin fjallar um blaðamanninn Anniku Bengtzon sem sérhæfir sig í umfjöllun um glæpamál fyrir sænskt dagblað. Þegar hún lendir í skotárás þar sem tvær manneskjur týna lífinu fær hún ekki að fjalla um það sjálf, verandi vitni í því. Fljótlega gerir hún sér þó grein fyrir að maðkur er í mysunni og leggur hún sjálfa sig í mikla hættu til að komast til botns í málinu. - trs Menning Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Tvær morðsögur eru frumsýndar um helgina sem báðar byggja á metsölubókum. Tyler Perry reynir að fylla í spor Morgans Freeman og fer með hlutverk Alex Cross í samnefndri mynd sem kemur í kvikmyndahús um helgina. Freeman lék Cross í þeim tveimur myndum sem þegar hafa verið gerðar um hann, Along Came a Spider og Kiss the Girls, en allar eru myndirnar byggðar á metsölubókum James Patterson. Myndinni er leikstýrt af Rob Cohen sem á meðal annars myndina The Fast and the Furious á ferlinum, en það var fyrsta myndin í seríunni endalausu. Lost-stjarnan Matthew Fox, sem margir muna eftir úr fjölskylduþáttunum Party of Five, bregður sér hér í alveg nýtt hlutverk og leikur sturlaða raðmorðingjann Picasso. Sá sérhæfir sig í pyntingum og nýtur þess að kvelja fórnarlömb sín eins mikið og hann mögulega getur. Cross og félagi hans Tommy Kane, leikinn af Edward Burns, leggja allt í sölurnar til að hafa hendur í hári morðingjans og áður en langt um líður er baráttan orðin heldur betur persónuleg. Spennutryllirinn Nobels Testemente er einnig frumsýndur um helgina og er byggður á metsölubók Lizu Marklund. Myndin fjallar um blaðamanninn Anniku Bengtzon sem sérhæfir sig í umfjöllun um glæpamál fyrir sænskt dagblað. Þegar hún lendir í skotárás þar sem tvær manneskjur týna lífinu fær hún ekki að fjalla um það sjálf, verandi vitni í því. Fljótlega gerir hún sér þó grein fyrir að maðkur er í mysunni og leggur hún sjálfa sig í mikla hættu til að komast til botns í málinu. - trs
Menning Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira