Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍR 34-29 Stefán Árni Pálsson í Kaplakrika skrifar 6. desember 2012 15:02 FH vann flottan sigur á ÍR, 34-29, í Kaplakrika í kvöld en heimamenn höfðu yfirhöndina allan leikinn og var sigurinn aldrei í hættu. FH tyllti sér því í annað sæti deildarinnar með 13 stig. Ásbjörn Friðriksson var atkvæðamestur í liði FH með átta mörk en Guðni Már Kristinsson gerði sjö fyrir ÍR. Jafnræði var á með liðunum fyrstu mínútur leiksins en þegar staðan var 7-6 fyrir FH-ingum eftir rúmlega tíu mínútna leik þá stungu heimamenn af. Næstu mínútur voru FH-ingar ívið sterkari og sýndu lipra takta í sóknarleik sínum. Þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum voru FH-ingar komnir í 12-9 og ÍR-ingar brugðu á það ráð að taka leikhlé. ÍR-ingar græddur ekkert á leikhléinu og var spilamennska þeirra alveg skelfilega í fyrri hálfleiknum. FH komust fljótlega í 17-9 og ÍR-ingum var fyrirmunað að koma boltanum í netið. Staðan var síðan 19-12 fyrir FH í hálfleik og ÍR-ingar þurftu því heldur betur að taka sinn leik í gegn í hálfleiknum til að komast aftur inn í leikinn. FH-ingar byrjuðu síðari hálfleikinn vel og komust fljótlega níu mörkum yfir, 22-13, en þá tóku ÍR-ingar aðeins við sér og minnkuðu muninn niður í fimm mörk, 24-19. Eftir það var munurinn svipaður næstu mínútur og ÍR-ingar neituði að gefast upp. Gestirnir náðu að þétta vörnina og FH-ingar voru oft á tíðum í vandræðum að komast í gegn. FH-ingar voru samt aldrei á því að gefa leikinn frá sér og héldu sama muni nánast út allan leikinn en honum lauk með þægilegum sigri heimamanna, 34-29. Bjarki: Ekki boðlegt að fá á sig 19 mörk í fyrri hálfleik„Að fá 34 mörk á sig í svona leik er mjög slæmt," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, eftir leikinn í kvöld. „Leikurinn var nokkuð jafn alveg þangað til að staðan var 9-9 og þá virðist eitthvað gerast í kollinum á mönnum." „Varnarleikurinn hrinur hjá okkur og sóknarleikurinn var alltof einstaklingsmiðaður. Við fáum á okkur 19 mörk í fyrri hálfleiknum og það er einfaldlega ekki boðlegt." „Við vörum loksins í gang undir lokin þegar korter er eftir af leiknum og þá átta strákarnir sig á því að við eigum möguleika. Það var bara fyrir mörg byrjenda mistök í lok leiksins sem leikurinn fer alfarið frá okkur." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Bjarka hér að ofan. Einar Andri: Sýndum frábæran sóknarleik í 60 mínútur„Ég er bara gríðarlega ánægður með liðið, við spiluðum virkilega vel," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Liðið spilaði sérstaklega vel sóknarlega enda skorum við 34 mörk. Við erum að keyra upp hraðann í leiknum allan tímann og mikið af mörkum koma eftir hröð upphlaup. Síðan er liðið að fá mörk úr öllum stöðum og þetta leit virkilega vel út í kvöld." „Það var ekki mikil markvarsla hjá liðinu til að byrja með en síðan kemur Sigurður (Örn Arnarson) inná völlinn, tekur nokkrar mikilvæga bolta og það svona skóp þessa forystu sem liðið náði í fyrri hálfleiknum." „Sigurður er búinn að vera brjálaður á bekknum í allan vetur að bíða eftir tækifærinu, það kom í kvöld og hann sýndi heldur betur að hann er traustsins verður."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Sjá meira
FH vann flottan sigur á ÍR, 34-29, í Kaplakrika í kvöld en heimamenn höfðu yfirhöndina allan leikinn og var sigurinn aldrei í hættu. FH tyllti sér því í annað sæti deildarinnar með 13 stig. Ásbjörn Friðriksson var atkvæðamestur í liði FH með átta mörk en Guðni Már Kristinsson gerði sjö fyrir ÍR. Jafnræði var á með liðunum fyrstu mínútur leiksins en þegar staðan var 7-6 fyrir FH-ingum eftir rúmlega tíu mínútna leik þá stungu heimamenn af. Næstu mínútur voru FH-ingar ívið sterkari og sýndu lipra takta í sóknarleik sínum. Þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum voru FH-ingar komnir í 12-9 og ÍR-ingar brugðu á það ráð að taka leikhlé. ÍR-ingar græddur ekkert á leikhléinu og var spilamennska þeirra alveg skelfilega í fyrri hálfleiknum. FH komust fljótlega í 17-9 og ÍR-ingum var fyrirmunað að koma boltanum í netið. Staðan var síðan 19-12 fyrir FH í hálfleik og ÍR-ingar þurftu því heldur betur að taka sinn leik í gegn í hálfleiknum til að komast aftur inn í leikinn. FH-ingar byrjuðu síðari hálfleikinn vel og komust fljótlega níu mörkum yfir, 22-13, en þá tóku ÍR-ingar aðeins við sér og minnkuðu muninn niður í fimm mörk, 24-19. Eftir það var munurinn svipaður næstu mínútur og ÍR-ingar neituði að gefast upp. Gestirnir náðu að þétta vörnina og FH-ingar voru oft á tíðum í vandræðum að komast í gegn. FH-ingar voru samt aldrei á því að gefa leikinn frá sér og héldu sama muni nánast út allan leikinn en honum lauk með þægilegum sigri heimamanna, 34-29. Bjarki: Ekki boðlegt að fá á sig 19 mörk í fyrri hálfleik„Að fá 34 mörk á sig í svona leik er mjög slæmt," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, eftir leikinn í kvöld. „Leikurinn var nokkuð jafn alveg þangað til að staðan var 9-9 og þá virðist eitthvað gerast í kollinum á mönnum." „Varnarleikurinn hrinur hjá okkur og sóknarleikurinn var alltof einstaklingsmiðaður. Við fáum á okkur 19 mörk í fyrri hálfleiknum og það er einfaldlega ekki boðlegt." „Við vörum loksins í gang undir lokin þegar korter er eftir af leiknum og þá átta strákarnir sig á því að við eigum möguleika. Það var bara fyrir mörg byrjenda mistök í lok leiksins sem leikurinn fer alfarið frá okkur." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Bjarka hér að ofan. Einar Andri: Sýndum frábæran sóknarleik í 60 mínútur„Ég er bara gríðarlega ánægður með liðið, við spiluðum virkilega vel," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Liðið spilaði sérstaklega vel sóknarlega enda skorum við 34 mörk. Við erum að keyra upp hraðann í leiknum allan tímann og mikið af mörkum koma eftir hröð upphlaup. Síðan er liðið að fá mörk úr öllum stöðum og þetta leit virkilega vel út í kvöld." „Það var ekki mikil markvarsla hjá liðinu til að byrja með en síðan kemur Sigurður (Örn Arnarson) inná völlinn, tekur nokkrar mikilvæga bolta og það svona skóp þessa forystu sem liðið náði í fyrri hálfleiknum." „Sigurður er búinn að vera brjálaður á bekknum í allan vetur að bíða eftir tækifærinu, það kom í kvöld og hann sýndi heldur betur að hann er traustsins verður."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita