Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 28-25 Sigmar Sigfússon í Safamýri skrifar 6. desember 2012 14:59 Fram vann borgarslaginn í handboltanum í kvöld er Valur kom í heimsókn. Mikilvægur sigur fyrir Fram sem var með jafnmörg stig og Valur sem er nú komið í næstneðsta sæti deildarinnar. Fyrri hálfeikur fór hægt af stað og lítið var um mörk á upphafsmínútunum. Bæði lið spiluðu sterkan varnarleik í fyrri hálfleik og liðin voru nokkuð jöfn fyrstu tíu mínúturnar. Þá kom góður kafli hjá heimamönnum í Fram og þeir náðu þriggja marka forystu á þriggja mínútu kafla í stöðuna 7 - 4. Stefán Baldvin Stefánsson, hornamaðurinn knái í Fram átti mikinn þátt í þeim kafla og skoraði nokkur góð mörk úr hraðaupphlaupi, ásamt virkilega flottum mörkum úr horninu. Hjá Valsmönnum átti Atli Már Báruson góðan leik í fyrri hálfleik og tætti sundur vörn Framara á tímabili og skoraði lagleg mörk. Markmenn beggja liða tóku fimm skotin hver. Framarar fóru með þriggja marka forskot inn í hálfleik, 15 – 12. Seinni hálfleikur fór virkilega fjörlega af stað og leikurinn var mjög hraður. Liðin voru að taka hraða miðju hvað eftir annað og mörkin hrúguðust inn. Framarar höfðu þó yfirhöndinu allan hálfleikinn og náðu þegar mest var fimm marka forystu á 43 mínútu, 24 – 19. Framarar virtust ætla að halda þetta út en þá tók Heimir Ríkharðsson, aðstoðarþjálfari Vals leikhlé. Eftir það kom góður kafli hjá Valsmönnum og náðu þeir að minnka muninn í tvö mörk. Hjálmar Þór Arnarson, línumaður Vals, spilaði feykilega vel í þessum kafla, skoraði dýrmæt mörk og fiskaði nokkur víti. Lengra komust Valsmenn ekki og piltarnir úr Safamýri lönduðu afar dýrmætum sigri 28 - 25 og fara upp fyrir Val á stigatöflunni. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Valsmanna var fjarri góðu gamni hjá Val þar sem hann er staddur í Serbíu á þjálfaranámskeiði. Stefán Baldvin Stefánsson var markahæstur hjá Fram með sjö mörk og Finnur Ingi Stefánsson hjá Val sömuleiðis með sjö mörk.Heimir: Við gerðum alltof mikið af mistökum „Við komum hingað til þess að vinna leikinn en við gerum bara allt of mikið af mistökum. Það sem gerist er að við töpum öllum yfirtölu köflunum okkar í leiknum, þar sem við erum einum fleiri og það er virkilega dýrt í svona leik," sagði Heimir Ríkharðsson, aðstoðarþjálfari Vals eftir leikinn. „Við vorum að fá á okkur mjög ódýr mörk og það er dýrt í svona jöfnum leik og við hefðum ekki þurft að gera mikið betur í þessum leik til þess að klára þetta" „Eins og allir vita er þetta gríðarlega jöfn deild, þetta eru sjö lið sem eru að berjast og það munar um hvert einasta stig. En við komum tvíefldir til leiks í næsta leik. Við eigum Haukana næst og þurfum að nýta tímann vel og þétta okkar leik. Mér fannst strákarnir þó berjast vel í kvöld en það munaði mikið um fjarveru Valdimars í kvöld"Sigurður: Mættum einbeittir til leiks „Mjög gott að vera loksins farinn að sigra, búið að vera afar langur tími án sigurs. Menn voru orðnir hálf þunglyndir og greyið Einar orðinn algjör taugahrúga og það vill enginn," sagði gleðigjafinn Sigurður Eggertsson, leikmaður Fram, með miklum gríntón eftir leikinn. „Það er eitthvað sérstakt við það að vinna mitt uppeldisfélag Val, og sérstaklega í svona mikilvægum fjögurra stiga leik eins og þessi var. Við vissum að við þurftum að mæta einbeittir til leiks sem að við gerðum. Þegar við slitum þá aðeins frá okkur fundum við fyrir mikilli stemningu innan liðsins sem hefur oft vantað hjá okkur í vetur" „ Það væri virkilega gott að taka tvo leiki í röð núna. Við spilum á móti ÍR næst en þeir hafa verið að spila vel að undanförnu svo ég býst við erfiðum leik" sagði Sigurður að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Sjá meira
Fram vann borgarslaginn í handboltanum í kvöld er Valur kom í heimsókn. Mikilvægur sigur fyrir Fram sem var með jafnmörg stig og Valur sem er nú komið í næstneðsta sæti deildarinnar. Fyrri hálfeikur fór hægt af stað og lítið var um mörk á upphafsmínútunum. Bæði lið spiluðu sterkan varnarleik í fyrri hálfleik og liðin voru nokkuð jöfn fyrstu tíu mínúturnar. Þá kom góður kafli hjá heimamönnum í Fram og þeir náðu þriggja marka forystu á þriggja mínútu kafla í stöðuna 7 - 4. Stefán Baldvin Stefánsson, hornamaðurinn knái í Fram átti mikinn þátt í þeim kafla og skoraði nokkur góð mörk úr hraðaupphlaupi, ásamt virkilega flottum mörkum úr horninu. Hjá Valsmönnum átti Atli Már Báruson góðan leik í fyrri hálfleik og tætti sundur vörn Framara á tímabili og skoraði lagleg mörk. Markmenn beggja liða tóku fimm skotin hver. Framarar fóru með þriggja marka forskot inn í hálfleik, 15 – 12. Seinni hálfleikur fór virkilega fjörlega af stað og leikurinn var mjög hraður. Liðin voru að taka hraða miðju hvað eftir annað og mörkin hrúguðust inn. Framarar höfðu þó yfirhöndinu allan hálfleikinn og náðu þegar mest var fimm marka forystu á 43 mínútu, 24 – 19. Framarar virtust ætla að halda þetta út en þá tók Heimir Ríkharðsson, aðstoðarþjálfari Vals leikhlé. Eftir það kom góður kafli hjá Valsmönnum og náðu þeir að minnka muninn í tvö mörk. Hjálmar Þór Arnarson, línumaður Vals, spilaði feykilega vel í þessum kafla, skoraði dýrmæt mörk og fiskaði nokkur víti. Lengra komust Valsmenn ekki og piltarnir úr Safamýri lönduðu afar dýrmætum sigri 28 - 25 og fara upp fyrir Val á stigatöflunni. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Valsmanna var fjarri góðu gamni hjá Val þar sem hann er staddur í Serbíu á þjálfaranámskeiði. Stefán Baldvin Stefánsson var markahæstur hjá Fram með sjö mörk og Finnur Ingi Stefánsson hjá Val sömuleiðis með sjö mörk.Heimir: Við gerðum alltof mikið af mistökum „Við komum hingað til þess að vinna leikinn en við gerum bara allt of mikið af mistökum. Það sem gerist er að við töpum öllum yfirtölu köflunum okkar í leiknum, þar sem við erum einum fleiri og það er virkilega dýrt í svona leik," sagði Heimir Ríkharðsson, aðstoðarþjálfari Vals eftir leikinn. „Við vorum að fá á okkur mjög ódýr mörk og það er dýrt í svona jöfnum leik og við hefðum ekki þurft að gera mikið betur í þessum leik til þess að klára þetta" „Eins og allir vita er þetta gríðarlega jöfn deild, þetta eru sjö lið sem eru að berjast og það munar um hvert einasta stig. En við komum tvíefldir til leiks í næsta leik. Við eigum Haukana næst og þurfum að nýta tímann vel og þétta okkar leik. Mér fannst strákarnir þó berjast vel í kvöld en það munaði mikið um fjarveru Valdimars í kvöld"Sigurður: Mættum einbeittir til leiks „Mjög gott að vera loksins farinn að sigra, búið að vera afar langur tími án sigurs. Menn voru orðnir hálf þunglyndir og greyið Einar orðinn algjör taugahrúga og það vill enginn," sagði gleðigjafinn Sigurður Eggertsson, leikmaður Fram, með miklum gríntón eftir leikinn. „Það er eitthvað sérstakt við það að vinna mitt uppeldisfélag Val, og sérstaklega í svona mikilvægum fjögurra stiga leik eins og þessi var. Við vissum að við þurftum að mæta einbeittir til leiks sem að við gerðum. Þegar við slitum þá aðeins frá okkur fundum við fyrir mikilli stemningu innan liðsins sem hefur oft vantað hjá okkur í vetur" „ Það væri virkilega gott að taka tvo leiki í röð núna. Við spilum á móti ÍR næst en þeir hafa verið að spila vel að undanförnu svo ég býst við erfiðum leik" sagði Sigurður að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita