Umfjöllun, viðtöl og myndir: HK - FH 22-24 | Símabikarinn í handbolta Guðmundur Marinó Ingvarsson í Digranesi skrifar 2. desember 2012 17:30 Bjarki Már Elísson skoraði átta mörk fyrir HK í kvöld. Mynd/Daníel FH tryggði sér sæti í 8 liða úrslitum Símabikarsins með því að leggja HK að velli 24-22 í Digranesinu í kvöld. FH var alltaf skrefi á undan í leiknum og var yfir í hálfleik 12-9. Leikurinn var ekki rismikill. Takturinn í honum var hægur og ljóst að liðin lögðu megin áherslu á varnarleikinn. Þrátt fyrir að liðin léki öflugan varnarleik þá fylgdu hraðaupphlaupin ekki enda liðin bæði fljót að skila sér til baka. FH skoraði fyrsta markið en HK komst í 2-1 sem var eina skiptið sem liðið var yfir. FH var lengst af tveim til þrem mörkum yfir en mestu munaði fjórum mörkum á liðunum 21-17 þegar sex mínútur voru eftir af leiknum. HK náði að vinna þriggja marka forystu FH í hálfleik upp á fyrstu mínútum seinni hálfleiks en FH náði aftur yfirhöndinni fljótt í kjölfarið og því var þetta mjög erfitt fyrir vængbrotið lið HK sem lék án Ólafs Víðis Ólafssonar, Tandra Konráðssonar, Eyþórs Magnússonar, Daníels Bergs Grétarssonar og Vladimir Djuric. Bjarki Már Gunnarsson reyndi að draga vagninn í skyttunni vinstra megin og skoraði fimm góð mörk og var duglegur að reyna. Nafni hans Elísson stóð að vanda fyrir sínu auk þess sem Björn Ingi Friðþjófsson varði vel. FH missti Loga Geirsson útaf meiddan snemma í leiknum. Logi er meiddur á nára og gæti misst af tveimur síðustu leikjum FH í deildinni fyrir jóla- og landsleikjafríið. Sigurður Ágústsson stóð sig mjög vel á línunni hjá FH og Ísak Rafnsson átti mjög góða innkomu í sóknina í fyrri hálfleik og Andri Berg Haraldsson í seinni hálfleik. Daníel Freyr Andrésson var mjög góður í markinu. Það hjálpaði liðunum ekki að keyra upp hraðann í leiknum að þeir áhorfendur sem þó mættu í Digranesið voru mættir til að horfa á leikinn en ekki til að styðja liðin. Langvarandi þögn var á áhorfendapöllunum og mega áhorfendur mæta á leikina með að hugarfari að styðja við sitt lið í stað þess að sitja horfa og bjóða upp á einstaka golfklapp. Einar Andri: FH spilaði heilsteyptan leik„Það er frábært að vera kominn í 8 liða úrslit. FH spilaði flottan og heilsteyptan leik í vörn og sókn. Ég er ánægður með strákana," sagði Einar Andri Einarsson þjálfari FH í leikslok. „HK er þannig lið að það gefst aldrei upp. Þeir vita nákvæmlega hvað þeir geta og hvað þeir vilja gera. Þeir spila alltaf frábæra vörn og eru með flotta markmenn. Svo spila þeir agaðan sóknarleik og það skilar þeim mörkum. Þeir leika virkilega flottan handbolta og Kiddi (Kristinn Guðmundsson) er að gera virkilega flotta hluti. Það er mikið um meiðsli hjá þeim og þetta spilaðist nákvæmlega eins og ég bjóst við ef ég á að segja eins og er. „Mér fannst við spila vel. Við lékum aðeins betri varnarleik og aðeins betri sóknarleik í leiknum. Þetta er bara tvö mörk í lokin og viljinn var mikill í mínu liði. Það var liðsheild sem skilaði þessu." FH átti í vandræðum gegn maður á mann vörn gegn Fram á fimmtudaginn en það fór ekkert um Einar Andra þegar HK var farið að sækja FH langt út á völlinn á síðustu mínútunum. „Við fengum gott mark hér í lokin þar sem við gerðum hlutina nákvæmlega eins og við viljum gera þá. Ég óttast ekki maður á mann vörn," sagði Einar Andri að lokum. Kristinn: Vorum dofnir í fyrri hálfleik„Við settum meiri kraft í þetta er það fór að líða á. Við vorum mjög dofnir í fyrri hálfleik og leikurinn var á mjög lágu plani í fyrri hálfleik. Ég talaði um það í hálfleik að ef við ætluðum að vinna þá yrðum við að hafa trú á því og mér fannst við bæta við í seinni hálfleik en það vantaði aðeins meiri klókindi og aðeins meira af þessu og hinu þá hefði þetta dottið okkar megin en við áttum í vandræðum sóknarlega og náum ekki alveg að koma floti á boltann," sagði Kristinn Guðmundsson eftir leikinn. „Við héldum áfram og börðumst og það er aldrei að vita hvað hefði gerst ef þeir hefðu dæmt ruðning þarna í restina en vogun vinnur, vogun tapar. Ég vil samt alls ekki kenna dómrunum um tapið, þetta er svona stöngin inn, stöngin út. „Þú verður að selja þig dýrt og við gerðum það en ekki nóg. Við vorum dofnir í fyrri hálfleik og þá skapa þeir þennan þriggja marka mun sem við eyddum orku í að vinna upp og missum þá svo aftur frá okkur. Þá verður þetta alltaf svolítið þungt. Við hefðum getað vel getað skapað okkur fleiri sénsa," sagði Kristinn sem vildi lítið gefa upp hvort einhver að meiddu leikmönnunum gæti verið kominn í keppnisgallan í þeim tveimur umferðum sem eftir eru fyrir jól nema hvað Daníel Berg er á sjónum og mætir ekki aftur til leiks fyrr en á nýju ári. Olís-deild karla Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Sjá meira
FH tryggði sér sæti í 8 liða úrslitum Símabikarsins með því að leggja HK að velli 24-22 í Digranesinu í kvöld. FH var alltaf skrefi á undan í leiknum og var yfir í hálfleik 12-9. Leikurinn var ekki rismikill. Takturinn í honum var hægur og ljóst að liðin lögðu megin áherslu á varnarleikinn. Þrátt fyrir að liðin léki öflugan varnarleik þá fylgdu hraðaupphlaupin ekki enda liðin bæði fljót að skila sér til baka. FH skoraði fyrsta markið en HK komst í 2-1 sem var eina skiptið sem liðið var yfir. FH var lengst af tveim til þrem mörkum yfir en mestu munaði fjórum mörkum á liðunum 21-17 þegar sex mínútur voru eftir af leiknum. HK náði að vinna þriggja marka forystu FH í hálfleik upp á fyrstu mínútum seinni hálfleiks en FH náði aftur yfirhöndinni fljótt í kjölfarið og því var þetta mjög erfitt fyrir vængbrotið lið HK sem lék án Ólafs Víðis Ólafssonar, Tandra Konráðssonar, Eyþórs Magnússonar, Daníels Bergs Grétarssonar og Vladimir Djuric. Bjarki Már Gunnarsson reyndi að draga vagninn í skyttunni vinstra megin og skoraði fimm góð mörk og var duglegur að reyna. Nafni hans Elísson stóð að vanda fyrir sínu auk þess sem Björn Ingi Friðþjófsson varði vel. FH missti Loga Geirsson útaf meiddan snemma í leiknum. Logi er meiddur á nára og gæti misst af tveimur síðustu leikjum FH í deildinni fyrir jóla- og landsleikjafríið. Sigurður Ágústsson stóð sig mjög vel á línunni hjá FH og Ísak Rafnsson átti mjög góða innkomu í sóknina í fyrri hálfleik og Andri Berg Haraldsson í seinni hálfleik. Daníel Freyr Andrésson var mjög góður í markinu. Það hjálpaði liðunum ekki að keyra upp hraðann í leiknum að þeir áhorfendur sem þó mættu í Digranesið voru mættir til að horfa á leikinn en ekki til að styðja liðin. Langvarandi þögn var á áhorfendapöllunum og mega áhorfendur mæta á leikina með að hugarfari að styðja við sitt lið í stað þess að sitja horfa og bjóða upp á einstaka golfklapp. Einar Andri: FH spilaði heilsteyptan leik„Það er frábært að vera kominn í 8 liða úrslit. FH spilaði flottan og heilsteyptan leik í vörn og sókn. Ég er ánægður með strákana," sagði Einar Andri Einarsson þjálfari FH í leikslok. „HK er þannig lið að það gefst aldrei upp. Þeir vita nákvæmlega hvað þeir geta og hvað þeir vilja gera. Þeir spila alltaf frábæra vörn og eru með flotta markmenn. Svo spila þeir agaðan sóknarleik og það skilar þeim mörkum. Þeir leika virkilega flottan handbolta og Kiddi (Kristinn Guðmundsson) er að gera virkilega flotta hluti. Það er mikið um meiðsli hjá þeim og þetta spilaðist nákvæmlega eins og ég bjóst við ef ég á að segja eins og er. „Mér fannst við spila vel. Við lékum aðeins betri varnarleik og aðeins betri sóknarleik í leiknum. Þetta er bara tvö mörk í lokin og viljinn var mikill í mínu liði. Það var liðsheild sem skilaði þessu." FH átti í vandræðum gegn maður á mann vörn gegn Fram á fimmtudaginn en það fór ekkert um Einar Andra þegar HK var farið að sækja FH langt út á völlinn á síðustu mínútunum. „Við fengum gott mark hér í lokin þar sem við gerðum hlutina nákvæmlega eins og við viljum gera þá. Ég óttast ekki maður á mann vörn," sagði Einar Andri að lokum. Kristinn: Vorum dofnir í fyrri hálfleik„Við settum meiri kraft í þetta er það fór að líða á. Við vorum mjög dofnir í fyrri hálfleik og leikurinn var á mjög lágu plani í fyrri hálfleik. Ég talaði um það í hálfleik að ef við ætluðum að vinna þá yrðum við að hafa trú á því og mér fannst við bæta við í seinni hálfleik en það vantaði aðeins meiri klókindi og aðeins meira af þessu og hinu þá hefði þetta dottið okkar megin en við áttum í vandræðum sóknarlega og náum ekki alveg að koma floti á boltann," sagði Kristinn Guðmundsson eftir leikinn. „Við héldum áfram og börðumst og það er aldrei að vita hvað hefði gerst ef þeir hefðu dæmt ruðning þarna í restina en vogun vinnur, vogun tapar. Ég vil samt alls ekki kenna dómrunum um tapið, þetta er svona stöngin inn, stöngin út. „Þú verður að selja þig dýrt og við gerðum það en ekki nóg. Við vorum dofnir í fyrri hálfleik og þá skapa þeir þennan þriggja marka mun sem við eyddum orku í að vinna upp og missum þá svo aftur frá okkur. Þá verður þetta alltaf svolítið þungt. Við hefðum getað vel getað skapað okkur fleiri sénsa," sagði Kristinn sem vildi lítið gefa upp hvort einhver að meiddu leikmönnunum gæti verið kominn í keppnisgallan í þeim tveimur umferðum sem eftir eru fyrir jól nema hvað Daníel Berg er á sjónum og mætir ekki aftur til leiks fyrr en á nýju ári.
Olís-deild karla Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita