Rísandi stjarna í Langholtskirkju Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. desember 2012 12:43 Andri Björn og Ruth sungu bæði á tónleikunum í gær. Hin 23ja ára gamli bassasöngvari Andri Björn Róbertsson og Ruth Jenkins, unnusta hans, fara með stórt hlutverk á árlegum jólatónleikum Kirkjukórs og Graduelakórs Langholtskirkju sem eru haldnir núna um helgina. Þetta er í 35. skipti sem tónleikarnir eru haldnir, en þeir voru fyrst haldnir í Fossvogskirkju í desember 1977 og síðan í nokkur skipti í Landakotskirkju en fluttu svo í Langholtskirkju þegar kirkjan var enn í byggingu. Andri Björn og Ruth syngja flest einsöngslögin, auk Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur. Andri segir alltaf mikla eftirvæntingu ríkja fyrir tónleikunum. „Það er það alltaf á hverju ári. Og þetta er orðinn fastur liður í jólunum hjá mér. Ég bý í London í augnablikinu og ég kem alltaf heim fyrir jólin til að syngja á þessum tónleikum. Það breytist ekkert," segir Andri Björn. Hann er búinn að vera heima í fjóra daga að æfa fyrir tónleikana. „Það er allt skemmtilegt, en það eru fastir punktar eins og Jólin allsstaðar og síðan finnst mér alltaf hátíðlegt að syngja inngöngulagið, Barn er oss fætt," segir Andri Björn, aðspurður um það hvað sé skemmtilegast að syngja. Andri Björn er í námi við Royal Academy of Music í London. Hann kláraði meistaranámið síðasta vor og er núna í óperudeildinni . Hann býst við að klára það eftir eitt og hálft ár. Eftir það tekur vinnan við. „Þá er bara að reyna að finna sér störf og reyna að koma sér á framfæri," segir Andri Björn. Draumurinn sé að vinna í Evrópu, annað hvort í Englandi eða á meginlandinu. „Það er miklu stærri markaður og fleiri tækifæri heldur en hér. Allavega í augnablikinu," segir Andri Björn. Fyrstu tónleikar kóranna voru í gær en einnig eru tónleikar í kvöld og annað kvöld. Tónlist Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hin 23ja ára gamli bassasöngvari Andri Björn Róbertsson og Ruth Jenkins, unnusta hans, fara með stórt hlutverk á árlegum jólatónleikum Kirkjukórs og Graduelakórs Langholtskirkju sem eru haldnir núna um helgina. Þetta er í 35. skipti sem tónleikarnir eru haldnir, en þeir voru fyrst haldnir í Fossvogskirkju í desember 1977 og síðan í nokkur skipti í Landakotskirkju en fluttu svo í Langholtskirkju þegar kirkjan var enn í byggingu. Andri Björn og Ruth syngja flest einsöngslögin, auk Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur. Andri segir alltaf mikla eftirvæntingu ríkja fyrir tónleikunum. „Það er það alltaf á hverju ári. Og þetta er orðinn fastur liður í jólunum hjá mér. Ég bý í London í augnablikinu og ég kem alltaf heim fyrir jólin til að syngja á þessum tónleikum. Það breytist ekkert," segir Andri Björn. Hann er búinn að vera heima í fjóra daga að æfa fyrir tónleikana. „Það er allt skemmtilegt, en það eru fastir punktar eins og Jólin allsstaðar og síðan finnst mér alltaf hátíðlegt að syngja inngöngulagið, Barn er oss fætt," segir Andri Björn, aðspurður um það hvað sé skemmtilegast að syngja. Andri Björn er í námi við Royal Academy of Music í London. Hann kláraði meistaranámið síðasta vor og er núna í óperudeildinni . Hann býst við að klára það eftir eitt og hálft ár. Eftir það tekur vinnan við. „Þá er bara að reyna að finna sér störf og reyna að koma sér á framfæri," segir Andri Björn. Draumurinn sé að vinna í Evrópu, annað hvort í Englandi eða á meginlandinu. „Það er miklu stærri markaður og fleiri tækifæri heldur en hér. Allavega í augnablikinu," segir Andri Björn. Fyrstu tónleikar kóranna voru í gær en einnig eru tónleikar í kvöld og annað kvöld.
Tónlist Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira