Jón Arnór og Helena valin körfuknattleiksfólk ársins 2012 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2012 17:00 Mynd/KKÍ.is Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir hafa verið valin körfuknattleiksmaður og körfuknattleikskona ársins 2012 af KKÍ. Þetta er í níunda sinn sem Jón Arnór er valinn en Helena hefur nú alls átta sinnum verð valin og það átta sinnum í röð. Körfuknattleikskona og maður ársins 2012 voru valin af stjórn, starfsmönnum, afreksnefnd og landsliðþjálfurum (yngri landsliða og A-landsliða) KKÍ en samtals voru 22 einstaklingar sem komu að valinu. Pálína Gunnlaugsdóttir varð í 2. sæti hjá konunum en í 3. sætinu er síðan Hildur Sigurðardóttir. Aðrar sem fengu atkvæði eru í stafrófsröð: Petrúnella Skúladóttir, Sara Rún Hinriksdóttir og Sigrún Ámundadóttir. Hlynur Bæringsson varð í 2. sæti hjá körlunum en í þriðja sætinu er síðan Jakob Sigurðarson sem var valinn körfuboltamaður ársins í fyrra. Aðrir sem fengu atkvæði eruu í stafrófsröð: Haukur Helgi Pálsson, Hörður Axel Vilhjálmsson, Justin Shouse og Pavel Ermolinskji.Helena Sverrisdóttir, Good Angels Kosice, Slóvakíu Helena er nú á sínu öðru ári hjá Good Angels Kosice frá Slóvakíu en liðið er langsterkasta lið Slóvakíu og leikur í Meistaradeild Evrópu. Helena varð fyrsta konan frá Íslandi sem spilar í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð og er lið hennar um þessar mundir efst í sínum riðli í þeirri keppni. Lið hennar er á toppi slóvakísku deildarinnar að auki en þar hefur Helena leikið mjög vel. Hún hefur mest skorað meðal annars 18, 15 og 35 stig í leik fyrir sitt lið og hefur verið að fá stærra hlutverk í báðum keppnum. Helena var með betri leikmönnum á Norðurlandamóti kvenna sem fram fór í Osló sl. vor þar sem Ísland hafnaði í 3. sæti. Hún var valin í úrvalslið mótsins. Helena leiddi mótið í stigum skoruðum að meðaltali (20,8), stoðsendingum að meðaltali (5,0) og var þriðja í fráköstum að meðaltali (7,5).Jón Arnór Stefánsson, CAI Zaragoza, Spáni Jón Arnór Stefánsson er á sínu öðru ári með liði sínu Zaragoza í ACB-deildinni á Spáni og hefur verið lykilmaður liðsins á þeim tíma. Lið CAI Zaragoza gekk vel á síðasta ári i deildinni og rétt missti af sæti í úrslitakeppninni í lok tímabilsins. Jón Arnór leikur sem fyrr lykilhlutverk í vörn og sókn liðsins og er iðulega inná þegar mest á reynir. Liðið er um þessar mundir í 7. sæti af 18 liðum og hefur gengið vel á fyrri helming tímabilsins. Jón Arnór var frábær með landsliði Íslands í sumar sem tók þátt í erfiðu verkefni þar sem leiknir voru 10 leikir á 30 dögum gegn gríðarlega sterkum körfuknattleiksþjóðum. Íslenska liðið stóð sig vel í mörgum leikjum og var Jón Arnór leiðtogi liðsins. Hann varð að keppni lokinni í 9. sæti yfir stigahæstu menn í keppninni að meðaltali með 18,5 stig í leik.Jón Arnór Stefánsson.Mynd/AntonKörfuboltafólk ársins frá árinu 1998: 1998: Helgi Jónas Guðfinnsson og Anna María Sveinsdóttir 1999: Herbert Arnarson og Guðbjörg Norðfjörð 2000: Ólafur Jón Ormsson og Erla Þorsteinsdóttir 2001: Logi Gunnarsson og Kristín Björk Jónsdóttir 2002: Jón Arnór Stefánsson og Birna Valgarðsdóttir 2003: Jón Arnór Stefánsson og Signý Hermannsdóttir 2004: Jón Arnór Stefánsson og Birna Valgarðsdóttir 2005: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2006: Brenton Birmingham og Helena Sverrisdóttir 2007: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2008: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2009: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2010: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2011: Jakob Örn Sigurðarson og Helena Sverrisdóttir 2012: Jón Arnór Stefánsson og Helena SverrisdóttirOftast valin Körfuboltamaður ársins:* 9 Jón Arnór Stefánsson (2002, 2003, 2004, 2005, 2007, 2008, 2009, 2010, 2012) 8 Helena Sverrisdóttir ( 2005, 2006, 2007, 2008, 2009, 2010, 2011, 2012) 4 Jón Kr. Gíslason (1987, 1989, 1992, 1993) 3 Kristinn Jörundsson (1973, 1975, 1977) 2 Jón Sigurðsson (1976, 1978) 2 Valur Ingimundarson (1984, 1988) 2 Guðmundur Bragason (1991, 1996) 2 Anna María Sveinsdóttir (1994, 1998) 2 Birna Valgarðsdóttir (2002, 2004) 1 Jakob Örn Sigurðarson (2011)* Valið hefur verið tvískipt síðan 1998 en frá 1973 til og með 1997 var aðeins valin einn aðili, karl eða kona, en síðan þá hafa verið valin Körfuknattleiksmaður og Körfuknattleikskona ársins. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir hafa verið valin körfuknattleiksmaður og körfuknattleikskona ársins 2012 af KKÍ. Þetta er í níunda sinn sem Jón Arnór er valinn en Helena hefur nú alls átta sinnum verð valin og það átta sinnum í röð. Körfuknattleikskona og maður ársins 2012 voru valin af stjórn, starfsmönnum, afreksnefnd og landsliðþjálfurum (yngri landsliða og A-landsliða) KKÍ en samtals voru 22 einstaklingar sem komu að valinu. Pálína Gunnlaugsdóttir varð í 2. sæti hjá konunum en í 3. sætinu er síðan Hildur Sigurðardóttir. Aðrar sem fengu atkvæði eru í stafrófsröð: Petrúnella Skúladóttir, Sara Rún Hinriksdóttir og Sigrún Ámundadóttir. Hlynur Bæringsson varð í 2. sæti hjá körlunum en í þriðja sætinu er síðan Jakob Sigurðarson sem var valinn körfuboltamaður ársins í fyrra. Aðrir sem fengu atkvæði eruu í stafrófsröð: Haukur Helgi Pálsson, Hörður Axel Vilhjálmsson, Justin Shouse og Pavel Ermolinskji.Helena Sverrisdóttir, Good Angels Kosice, Slóvakíu Helena er nú á sínu öðru ári hjá Good Angels Kosice frá Slóvakíu en liðið er langsterkasta lið Slóvakíu og leikur í Meistaradeild Evrópu. Helena varð fyrsta konan frá Íslandi sem spilar í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð og er lið hennar um þessar mundir efst í sínum riðli í þeirri keppni. Lið hennar er á toppi slóvakísku deildarinnar að auki en þar hefur Helena leikið mjög vel. Hún hefur mest skorað meðal annars 18, 15 og 35 stig í leik fyrir sitt lið og hefur verið að fá stærra hlutverk í báðum keppnum. Helena var með betri leikmönnum á Norðurlandamóti kvenna sem fram fór í Osló sl. vor þar sem Ísland hafnaði í 3. sæti. Hún var valin í úrvalslið mótsins. Helena leiddi mótið í stigum skoruðum að meðaltali (20,8), stoðsendingum að meðaltali (5,0) og var þriðja í fráköstum að meðaltali (7,5).Jón Arnór Stefánsson, CAI Zaragoza, Spáni Jón Arnór Stefánsson er á sínu öðru ári með liði sínu Zaragoza í ACB-deildinni á Spáni og hefur verið lykilmaður liðsins á þeim tíma. Lið CAI Zaragoza gekk vel á síðasta ári i deildinni og rétt missti af sæti í úrslitakeppninni í lok tímabilsins. Jón Arnór leikur sem fyrr lykilhlutverk í vörn og sókn liðsins og er iðulega inná þegar mest á reynir. Liðið er um þessar mundir í 7. sæti af 18 liðum og hefur gengið vel á fyrri helming tímabilsins. Jón Arnór var frábær með landsliði Íslands í sumar sem tók þátt í erfiðu verkefni þar sem leiknir voru 10 leikir á 30 dögum gegn gríðarlega sterkum körfuknattleiksþjóðum. Íslenska liðið stóð sig vel í mörgum leikjum og var Jón Arnór leiðtogi liðsins. Hann varð að keppni lokinni í 9. sæti yfir stigahæstu menn í keppninni að meðaltali með 18,5 stig í leik.Jón Arnór Stefánsson.Mynd/AntonKörfuboltafólk ársins frá árinu 1998: 1998: Helgi Jónas Guðfinnsson og Anna María Sveinsdóttir 1999: Herbert Arnarson og Guðbjörg Norðfjörð 2000: Ólafur Jón Ormsson og Erla Þorsteinsdóttir 2001: Logi Gunnarsson og Kristín Björk Jónsdóttir 2002: Jón Arnór Stefánsson og Birna Valgarðsdóttir 2003: Jón Arnór Stefánsson og Signý Hermannsdóttir 2004: Jón Arnór Stefánsson og Birna Valgarðsdóttir 2005: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2006: Brenton Birmingham og Helena Sverrisdóttir 2007: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2008: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2009: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2010: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2011: Jakob Örn Sigurðarson og Helena Sverrisdóttir 2012: Jón Arnór Stefánsson og Helena SverrisdóttirOftast valin Körfuboltamaður ársins:* 9 Jón Arnór Stefánsson (2002, 2003, 2004, 2005, 2007, 2008, 2009, 2010, 2012) 8 Helena Sverrisdóttir ( 2005, 2006, 2007, 2008, 2009, 2010, 2011, 2012) 4 Jón Kr. Gíslason (1987, 1989, 1992, 1993) 3 Kristinn Jörundsson (1973, 1975, 1977) 2 Jón Sigurðsson (1976, 1978) 2 Valur Ingimundarson (1984, 1988) 2 Guðmundur Bragason (1991, 1996) 2 Anna María Sveinsdóttir (1994, 1998) 2 Birna Valgarðsdóttir (2002, 2004) 1 Jakob Örn Sigurðarson (2011)* Valið hefur verið tvískipt síðan 1998 en frá 1973 til og með 1997 var aðeins valin einn aðili, karl eða kona, en síðan þá hafa verið valin Körfuknattleiksmaður og Körfuknattleikskona ársins.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn