Bændur beðnir um að svipast um eftir strokufanganum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. desember 2012 13:16 Matthías Máni Erlingsson Lögregla er enn engu nær um hvar strokufanginn Matthías Máni er eftir nærri fjögura sólarhringa leit. Lögreglan hefur beðið bændur að leita í útihúsum og kannað sumarbústaði á Suðurlandi. Það var um eitt leytið á mánudaginn sem að Matthías Máni Erlingsson strauk af Litla-Hrauni. Hann er 24 ára og var í haust dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Fjölmennt lið lögreglu hefur leitað hans síðan og tóku björgunarsveitarmenn þátt í leitinni í gær og í fyrrdag. Arnar Rúnar Marteinsson er aðalvarðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Það er verið að vinna úr ábendingum sem okkur hafa borist en þetta hefur engan árangur borið enn þá en við erum svona að reyna að þrengja hringinn." „Þær eru yfir hundrað ábendingar sem okkur hafa borist. Þær eru ábyggilega komnar á annað hundraðið," segir hann. Ábendingarnar hafi þó enn engu skilað. „Það má segja það að við erum ekki mikið nær við erum í raun ekki með neitt fast í hendi, það er rétt, það er í raun óvenjulegt eftir svona langan tíma. Hann virðist ekki hafa haft samband við nokkurn mann," segir hann. Arnar segir mikla leit hafa farið fram á Suðurlandi og meðal annars kannaðir sumarbústaðir á svæðinu. „Sumarhús og það er búið að tala við bændur og láta þá fara í kringum útihús og annað slíkt þar sem talið er líklegast að hann hafi farið en það er ekki búið að gera heildarleit í Grímsnesinu eða annað slíkt enda væri það kannski eins og að leita að nál í heystakki," segir hann. Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um það hvar Matthías gæti verið að finna eru beðnir að hafa samband í síma 444-1000. Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Lögregla er enn engu nær um hvar strokufanginn Matthías Máni er eftir nærri fjögura sólarhringa leit. Lögreglan hefur beðið bændur að leita í útihúsum og kannað sumarbústaði á Suðurlandi. Það var um eitt leytið á mánudaginn sem að Matthías Máni Erlingsson strauk af Litla-Hrauni. Hann er 24 ára og var í haust dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Fjölmennt lið lögreglu hefur leitað hans síðan og tóku björgunarsveitarmenn þátt í leitinni í gær og í fyrrdag. Arnar Rúnar Marteinsson er aðalvarðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Það er verið að vinna úr ábendingum sem okkur hafa borist en þetta hefur engan árangur borið enn þá en við erum svona að reyna að þrengja hringinn." „Þær eru yfir hundrað ábendingar sem okkur hafa borist. Þær eru ábyggilega komnar á annað hundraðið," segir hann. Ábendingarnar hafi þó enn engu skilað. „Það má segja það að við erum ekki mikið nær við erum í raun ekki með neitt fast í hendi, það er rétt, það er í raun óvenjulegt eftir svona langan tíma. Hann virðist ekki hafa haft samband við nokkurn mann," segir hann. Arnar segir mikla leit hafa farið fram á Suðurlandi og meðal annars kannaðir sumarbústaðir á svæðinu. „Sumarhús og það er búið að tala við bændur og láta þá fara í kringum útihús og annað slíkt þar sem talið er líklegast að hann hafi farið en það er ekki búið að gera heildarleit í Grímsnesinu eða annað slíkt enda væri það kannski eins og að leita að nál í heystakki," segir hann. Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um það hvar Matthías gæti verið að finna eru beðnir að hafa samband í síma 444-1000.
Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira