Á grundvelli skynsemi og upplýsinga Svandís Svavarsdóttir skrifar 10. janúar 2012 06:00 Tillögur starfshóps umhverfisráðuneytisins um verndun og endurreisn svartfuglastofna hafa vakið nokkra umræðu sem að stofninum til er af hinu góða. Þó er ástæða til að velta fyrir sér stöðu náttúruverndar í þessu sambandi. Hæstu gagnrýnisraddirnar heyrast frá þeim sem ættu að hafa mestan hag af því að neikvæðri þróun stofnanna verði snúið við sem fyrst, nú síðast í grein formanns Skotveiðifélags Íslands í Fréttablaðinu 9. janúar. Svo rifjuð sé upp staðan eins og ég lýsti henni í Fréttablaðinu þegar tillögur starfshópsins lágu fyrir, sýna mælingar að árleg fækkun álku er um 20%, fækkun langvíu um 7% á ári og stuttnefju um 24%. Auk þess hefur verið viðvarandi brestur hjá lundastofninum í nokkur ár, en á síðasta ári varð algjört hrun í lundavarpi á stórum hluta landsins. Löggjöf okkar er nú með þeim hætti að ekki er unnt að ákveða veiðistjórnun eftir því sem staða þessara fuglastofna gefur tilefni til. Hlunnindaveiði er þar undanskilin þótt hún geti verið allt að 70% af heildarveiðinni. Mikilvægt er að hafa hugfast að markmið (villidýra?)laganna er ekki einungis að mynda ramma utan um skipulag veiða, heldur fyrst og fremst að tryggja viðgang og náttúrulega fjölbreytni villtra dýrastofna. Þegar svo háttar að nýliðun er nánast engin og hrun er í einstaka stofnum á landsvísu verður að bregðast við með öllum tiltækum ráðum. Annað væri ábyrgðarleysi. Yfirvöldum á Íslandi er heldur ekki frjálst að stýra veiðum á dýrategundum algjörlega eftir eigin höfði. Okkur ber samkvæmt alþjóðlegum samningum skylda til að standa sérstaklega vörð um þá stofna sem eru hlutfallslega stórir á Íslandi. Við höfum þar hlutverki að gegna gagnvart stofnunum í heild, lífríkinu og komandi kynslóðum. Tillögur meirihluta starfshópsins snúast ekki um stöðu fuglastofnanna í einstökum fuglabjörgum, tilteknum landsvæðum eða á stuttu árabili. Tillögurnar byggja á viðvarandi neikvæðri þróun í stofnunum, þróun sem okkur ber skylda að bregðast við. Frelsi fólks til að stunda skynsamlegar veiðar eða að síga í fuglabjörg er ekki mikils virði, ef fuglarnir hverfa. Ábyrg nýting á gæðum landsins felur stundum í sér verndun. Þar eigum við öll samleið, á grundvelli skynsemi, yfirvegunar og upplýsinga. Bæði umhverfisyfirvöld, Fuglavernd, Bændasamtökin og Skotvís. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Tillögur starfshóps umhverfisráðuneytisins um verndun og endurreisn svartfuglastofna hafa vakið nokkra umræðu sem að stofninum til er af hinu góða. Þó er ástæða til að velta fyrir sér stöðu náttúruverndar í þessu sambandi. Hæstu gagnrýnisraddirnar heyrast frá þeim sem ættu að hafa mestan hag af því að neikvæðri þróun stofnanna verði snúið við sem fyrst, nú síðast í grein formanns Skotveiðifélags Íslands í Fréttablaðinu 9. janúar. Svo rifjuð sé upp staðan eins og ég lýsti henni í Fréttablaðinu þegar tillögur starfshópsins lágu fyrir, sýna mælingar að árleg fækkun álku er um 20%, fækkun langvíu um 7% á ári og stuttnefju um 24%. Auk þess hefur verið viðvarandi brestur hjá lundastofninum í nokkur ár, en á síðasta ári varð algjört hrun í lundavarpi á stórum hluta landsins. Löggjöf okkar er nú með þeim hætti að ekki er unnt að ákveða veiðistjórnun eftir því sem staða þessara fuglastofna gefur tilefni til. Hlunnindaveiði er þar undanskilin þótt hún geti verið allt að 70% af heildarveiðinni. Mikilvægt er að hafa hugfast að markmið (villidýra?)laganna er ekki einungis að mynda ramma utan um skipulag veiða, heldur fyrst og fremst að tryggja viðgang og náttúrulega fjölbreytni villtra dýrastofna. Þegar svo háttar að nýliðun er nánast engin og hrun er í einstaka stofnum á landsvísu verður að bregðast við með öllum tiltækum ráðum. Annað væri ábyrgðarleysi. Yfirvöldum á Íslandi er heldur ekki frjálst að stýra veiðum á dýrategundum algjörlega eftir eigin höfði. Okkur ber samkvæmt alþjóðlegum samningum skylda til að standa sérstaklega vörð um þá stofna sem eru hlutfallslega stórir á Íslandi. Við höfum þar hlutverki að gegna gagnvart stofnunum í heild, lífríkinu og komandi kynslóðum. Tillögur meirihluta starfshópsins snúast ekki um stöðu fuglastofnanna í einstökum fuglabjörgum, tilteknum landsvæðum eða á stuttu árabili. Tillögurnar byggja á viðvarandi neikvæðri þróun í stofnunum, þróun sem okkur ber skylda að bregðast við. Frelsi fólks til að stunda skynsamlegar veiðar eða að síga í fuglabjörg er ekki mikils virði, ef fuglarnir hverfa. Ábyrg nýting á gæðum landsins felur stundum í sér verndun. Þar eigum við öll samleið, á grundvelli skynsemi, yfirvegunar og upplýsinga. Bæði umhverfisyfirvöld, Fuglavernd, Bændasamtökin og Skotvís.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar