Trompa sérhagsmunir tjáningarfrelsi? Smári McCarthy skrifar 14. janúar 2012 06:00 Átta af tíu mest sóttu vefsíðum heims reiða sig nær eingöngu á framlög með einum eða öðrum hætti frá almennum notendum. Þessar síður; Google, Facebook, YouTube, Yahoo!, Baidu, Wikipedia, Blogspot og Twitter, safna og vinna úr upplýsingum sem almenningur hefur sett á veraldarvefinn, eða, sem algengara er, leyfa fólki að setja inn efni eftir eigin höfði. Flest vefsetur bjóða upp á einhverskonar gagnvirkni, hvort sem það eru samfélagsvefir eins og hið kínverska QQ, uppboðs- og viðskiptasíður á borð við eBay eða bloggkerfi eins og Wordpress. Á hverjum degi eru um 9.232 klukkutímar af myndböndum settir inn á YouTube, sem er ígildi þess að hafa 385 sjónvarpsstöðvar sem keyra allan sólarhringinn. 88% af efninu er nýtt, og er meðalmyndband um 3 mínútur. Þetta gefur hugmynd um stærðirnar sem er verið að tala um. Þegar samtök eins og STEF leggja til að þeim verði gefin heimild til að óska eftir ritskoðun á vefsíðum sem brjóta í bága við höfundarrétt eru þau að fara fram á það að stærstu vefsíður heims ráði til sín þúsundir manna til að ritskoða allt það efni sem sett hefur verið á netið og tryggja að í þeim felist engin höfundarlagabrot. Í tilfelli YouTube væru það um 1.154 manns, miðað við 8 tíma vaktir, og þyrfti þetta fólk að skilja öll heimsins tungumál, taka engar pásur, og hafa fullkomna vitneskju um hvað er höfundarréttarvarið og hvað ekki. Mistök gætu þýtt að YouTube yrði ritskoðað burt af netinu. Ef ekki á Íslandi, þá einhvers staðar annars staðar. Auk þess er þetta bara til að sjá um nýtt efni, en YouTube er búið að vera í gangi síðan 2005. Við gætum líka skoðað Wikipedia. Frjálsa alfræðiorðabókin hefur verið skrifuð alfarið af sjálfboðaliðum yfir 11 ára skeið. Nú eru Wikipedia útgáfur á 270 tungumálum, og í þeim eru rúmlega 19 milljónir greina með samtals um 8 milljarða orða. Enska útgáfan ein og sér hefur um fjórar milljónir greina, og er því fimmtíu sinnum stærri en næststærsta alfræðiritið á ensku. En þar sem ótal aðilar komu að verkinu og fólk hefur misjafna tilfinningu fyrir eða skilning á höfundarlögum, hvað þá þeirri staðreynd að höfundarlög eru misjöfn frá einu landi til annars – í Evrópusambandinu einu og sér býður höfundarréttartilskipunin upp á fjórar þúsundir milljarða útfærsluaðferða, sökum svokallaðra valkvæmra undantekninga – er ekki nokkur möguleiki á að efni Wikipedia stangist hvergi á við höfundarlög. Ef hugmyndir STEF næðu fram að ganga þyrfti að ráða her af sérfræðingum til að fara yfir allar greinarnar á öllum málunum og tryggja að enginn gleymdi að geta heimilda eða notaði óvart höfundarvarið efni í leyfisleysi. Einhverjir myndu segja þetta ofgert eða öfgakennt, en aðeins með svo róttækum aðgerðum gætu vefsetur verið örugg undir þessu fyrirkomulagi, sem nú er að dreifast um allan heim. Sjálfhverfa höfundarréttarsamtaka hefur náð nýjum hæðum að undanförnu, og nú eru þessir handhafar einokunarréttar á menningu okkar að heimta að tjáningarfrelsi allra verði fórnað í þágu þeirra sérhagsmuna. Slíkt ættum við ekki að taka í mál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Smári McCarthy Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Átta af tíu mest sóttu vefsíðum heims reiða sig nær eingöngu á framlög með einum eða öðrum hætti frá almennum notendum. Þessar síður; Google, Facebook, YouTube, Yahoo!, Baidu, Wikipedia, Blogspot og Twitter, safna og vinna úr upplýsingum sem almenningur hefur sett á veraldarvefinn, eða, sem algengara er, leyfa fólki að setja inn efni eftir eigin höfði. Flest vefsetur bjóða upp á einhverskonar gagnvirkni, hvort sem það eru samfélagsvefir eins og hið kínverska QQ, uppboðs- og viðskiptasíður á borð við eBay eða bloggkerfi eins og Wordpress. Á hverjum degi eru um 9.232 klukkutímar af myndböndum settir inn á YouTube, sem er ígildi þess að hafa 385 sjónvarpsstöðvar sem keyra allan sólarhringinn. 88% af efninu er nýtt, og er meðalmyndband um 3 mínútur. Þetta gefur hugmynd um stærðirnar sem er verið að tala um. Þegar samtök eins og STEF leggja til að þeim verði gefin heimild til að óska eftir ritskoðun á vefsíðum sem brjóta í bága við höfundarrétt eru þau að fara fram á það að stærstu vefsíður heims ráði til sín þúsundir manna til að ritskoða allt það efni sem sett hefur verið á netið og tryggja að í þeim felist engin höfundarlagabrot. Í tilfelli YouTube væru það um 1.154 manns, miðað við 8 tíma vaktir, og þyrfti þetta fólk að skilja öll heimsins tungumál, taka engar pásur, og hafa fullkomna vitneskju um hvað er höfundarréttarvarið og hvað ekki. Mistök gætu þýtt að YouTube yrði ritskoðað burt af netinu. Ef ekki á Íslandi, þá einhvers staðar annars staðar. Auk þess er þetta bara til að sjá um nýtt efni, en YouTube er búið að vera í gangi síðan 2005. Við gætum líka skoðað Wikipedia. Frjálsa alfræðiorðabókin hefur verið skrifuð alfarið af sjálfboðaliðum yfir 11 ára skeið. Nú eru Wikipedia útgáfur á 270 tungumálum, og í þeim eru rúmlega 19 milljónir greina með samtals um 8 milljarða orða. Enska útgáfan ein og sér hefur um fjórar milljónir greina, og er því fimmtíu sinnum stærri en næststærsta alfræðiritið á ensku. En þar sem ótal aðilar komu að verkinu og fólk hefur misjafna tilfinningu fyrir eða skilning á höfundarlögum, hvað þá þeirri staðreynd að höfundarlög eru misjöfn frá einu landi til annars – í Evrópusambandinu einu og sér býður höfundarréttartilskipunin upp á fjórar þúsundir milljarða útfærsluaðferða, sökum svokallaðra valkvæmra undantekninga – er ekki nokkur möguleiki á að efni Wikipedia stangist hvergi á við höfundarlög. Ef hugmyndir STEF næðu fram að ganga þyrfti að ráða her af sérfræðingum til að fara yfir allar greinarnar á öllum málunum og tryggja að enginn gleymdi að geta heimilda eða notaði óvart höfundarvarið efni í leyfisleysi. Einhverjir myndu segja þetta ofgert eða öfgakennt, en aðeins með svo róttækum aðgerðum gætu vefsetur verið örugg undir þessu fyrirkomulagi, sem nú er að dreifast um allan heim. Sjálfhverfa höfundarréttarsamtaka hefur náð nýjum hæðum að undanförnu, og nú eru þessir handhafar einokunarréttar á menningu okkar að heimta að tjáningarfrelsi allra verði fórnað í þágu þeirra sérhagsmuna. Slíkt ættum við ekki að taka í mál.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun